Janet Jackson biðst afsökunar á undarlegum ummælum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. september 2024 17:54 Ummælin lét hún falla í viðtali við breska miðilinn Guardian. AP/Richard Shotwell Söngkonan Janet Jackson hefur beðið Kamölu Harris forsetaframbjóðanda afsökunar fyrir ummæli sem hún lét falla í hennar garð sem vöktu mikla reiði vestanhafs. Í ítarlegu viðtali við breska miðilinn Guardian gerði Janet Jackson ferilinn upp og fór um víðan völl. Umræðan barst að stjórnmálaástandinu í heimalandinu hennar og það var þá sem hún lét þessi undarlegu ummæli falla: „Hún er ekki svört. Það er það sem ég hef heyrt. Að hún sé indversk.“ Eftir að blaðamaður Guardian hafði sagt henni að Kamala Harris væri bæði af afrísku og indversku bergi brotin skaut Janet inn í: „Faðir hennar er hvítur. Það er það sem mér er sagt. Ég meina, ég hef ekkert fylgst með fréttum í nokkra daga. Mér var sagt að það hefði komið í ljós að faðir hennar væri hvítur.“ Þessi ummæli vöktu harkaleg viðbrögð meðal margra vestanhafs og nú hefur umboðsmaður söngstjörnunnar og systur Jackson-bræðra tjáð sig um málið. Í yfirlýsingu segir hann að ummælin séu byggð á misupplýsingum og að hún beri í raun mikla virðingu fyrir Harris. Rangupplýsinga um fjölskyldusögu Harris hefur gætt á samfélagsmiðlum vestanhafs. Donald Trump mótframbjóðandi hennar gerði sjálfur athugasemdir um uppruna hennar í kappræðum þeirra sem fóru fram fyrr í mánuðinum. „Ég veit ekki. Ég meina, málið er að ég las einhvers staðar að hún væri ekki svört og svo las ég að hún væri svört og það er allt í góðu. Bæði er í fínasta lagi mín vegna. Það er undir henni komið,“ sagði hann. Þess má geta að faðir Kamölu, Donald Harris, er jamaísk-bandarískur prófessor við Stanfordháskóla og móðir hennar heitin, Shyamala Gopalan, var indversk vísindakona. Þau fluttust bæði til Bandaríkjanna og kynntust við nám í Kalíforníuháskólanum í Berkeley. Bandaríkin Tónlist Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Hollywood Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira
Í ítarlegu viðtali við breska miðilinn Guardian gerði Janet Jackson ferilinn upp og fór um víðan völl. Umræðan barst að stjórnmálaástandinu í heimalandinu hennar og það var þá sem hún lét þessi undarlegu ummæli falla: „Hún er ekki svört. Það er það sem ég hef heyrt. Að hún sé indversk.“ Eftir að blaðamaður Guardian hafði sagt henni að Kamala Harris væri bæði af afrísku og indversku bergi brotin skaut Janet inn í: „Faðir hennar er hvítur. Það er það sem mér er sagt. Ég meina, ég hef ekkert fylgst með fréttum í nokkra daga. Mér var sagt að það hefði komið í ljós að faðir hennar væri hvítur.“ Þessi ummæli vöktu harkaleg viðbrögð meðal margra vestanhafs og nú hefur umboðsmaður söngstjörnunnar og systur Jackson-bræðra tjáð sig um málið. Í yfirlýsingu segir hann að ummælin séu byggð á misupplýsingum og að hún beri í raun mikla virðingu fyrir Harris. Rangupplýsinga um fjölskyldusögu Harris hefur gætt á samfélagsmiðlum vestanhafs. Donald Trump mótframbjóðandi hennar gerði sjálfur athugasemdir um uppruna hennar í kappræðum þeirra sem fóru fram fyrr í mánuðinum. „Ég veit ekki. Ég meina, málið er að ég las einhvers staðar að hún væri ekki svört og svo las ég að hún væri svört og það er allt í góðu. Bæði er í fínasta lagi mín vegna. Það er undir henni komið,“ sagði hann. Þess má geta að faðir Kamölu, Donald Harris, er jamaísk-bandarískur prófessor við Stanfordháskóla og móðir hennar heitin, Shyamala Gopalan, var indversk vísindakona. Þau fluttust bæði til Bandaríkjanna og kynntust við nám í Kalíforníuháskólanum í Berkeley.
Bandaríkin Tónlist Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Hollywood Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira