Vonar að sveitarfélögin leysi úr NPA-vandanum Bjarki Sigurðsson skrifar 22. september 2024 13:14 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkið uppfyllir allar sínar skyldur hvað varðar fjármögnun NPA-samninga að sögn félagsmálaráðherra. Hann vonast til þess að sveitarfélögin leysi úr vandanum sem blasir við þeim hvað varðar fjármögnun samninganna. NPA-samningur er þegar fatlaður einstaklingur semur við sveitarfélag sitt um aðstoð í daglegu lífi. Samningarnir geta verið afar dýrir þar sem margir með samningana þurfa aðstoð allan sólarhringinn. Eftir að sveitarfélögin skrifa undir samningana við einstaklingana geta liðið mörg ár þar til þeir taka gildi, þar sem erfitt er að fjármagna þá. Í núverandi fyrirkomulagi er ríkinu skylt að fjármagna 25 prósent í hverjum samningi og sveitarfélögunum 75 prósent. Í fréttum Stöðvar 2 síðustu daga hefur verið rætt við einstaklinga sem bíða nú eftir fjármögnun sinna samninga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir ríkið hafa fjármagnað sinn hluta af öllum þeim samningum sem komið hafa á borð ráðuneytisins. „Ég er alveg sammála því að þetta er ekki ásættanlegt að fólk þurfi að bíða svona lengi eftir þjónustu sem búið er að samþykkja. Ég vonast bara til þess að það leysist úr þessu, meðal annars með því að ríkið er búið að samþykkja sinn hluta fjármögnunarinnar. En ég heyri frá sveitarfélögunum að þetta er erfitt í sumum tilfellum að klára fjármögnunina. En vonandi leysist úr því hjá þeim,“ segir Guðmundur Ingi. Það hefur ekki borist til tals að auka framlag ríkisins. Ráðuneytið sé þó í stöðugu samtali við sveitarfélögin um málið. Hann kallar eftir því NPA-biðlistarnir verði gerðir opnir þeim sem eru á þeim. „Ef eitthvað breytist á þeim biðlista, þá vitir þú að breytingin er að eiga sér stað og hvers vegna hún á sér stað. Ég held að það væri heppilegra fyrirkomulag,“ segir Guðmundur Ingi. Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Félagsmál Tengdar fréttir „Kerfið er algjörlega að bregðast fólkinu“ Dæmi eru um að aðstandendur hafi endað á örorku og fatlaðir einstaklingar fallið frá á meðan beðið er eftir NPA-þjónustu. Maður sem bíður eftir þjónustu segir of lítið fjármagn til sveitarfélaga valda því að þau nái ekki að standa undir lögbundinni þjónustu. 19. september 2024 20:03 „Fatlaða fólkið verður fyrir miskanum“ Það er óboðlegt að fatlaðir fái ekki lögbundna NPA-þjónustu og bíði árum saman á meðan ríki og sveitarfélög bendi á hvort annað varðandi hver ber ábyrgð. Þetta segir formaður NPA-Miðstöðvar. Tugir eru á biðlista eftir þjónustu, þrátt fyrir að mótframlag frá ríkinu vegna NPA-samninga sé ekki fullnýtt. 19. september 2024 13:49 Endalaus þrautaganga Haraldar eftir svörum Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull og baráttumaður, lýsir þrautagöngu sinni við það að fá svör um notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA. Biðlistar eftir þjónustunni eru langir, þrátt fyrir að hún sé lögbundinn. Hann gagnrýnir stjórnvöld harðlega. 18. september 2024 23:18 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
NPA-samningur er þegar fatlaður einstaklingur semur við sveitarfélag sitt um aðstoð í daglegu lífi. Samningarnir geta verið afar dýrir þar sem margir með samningana þurfa aðstoð allan sólarhringinn. Eftir að sveitarfélögin skrifa undir samningana við einstaklingana geta liðið mörg ár þar til þeir taka gildi, þar sem erfitt er að fjármagna þá. Í núverandi fyrirkomulagi er ríkinu skylt að fjármagna 25 prósent í hverjum samningi og sveitarfélögunum 75 prósent. Í fréttum Stöðvar 2 síðustu daga hefur verið rætt við einstaklinga sem bíða nú eftir fjármögnun sinna samninga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir ríkið hafa fjármagnað sinn hluta af öllum þeim samningum sem komið hafa á borð ráðuneytisins. „Ég er alveg sammála því að þetta er ekki ásættanlegt að fólk þurfi að bíða svona lengi eftir þjónustu sem búið er að samþykkja. Ég vonast bara til þess að það leysist úr þessu, meðal annars með því að ríkið er búið að samþykkja sinn hluta fjármögnunarinnar. En ég heyri frá sveitarfélögunum að þetta er erfitt í sumum tilfellum að klára fjármögnunina. En vonandi leysist úr því hjá þeim,“ segir Guðmundur Ingi. Það hefur ekki borist til tals að auka framlag ríkisins. Ráðuneytið sé þó í stöðugu samtali við sveitarfélögin um málið. Hann kallar eftir því NPA-biðlistarnir verði gerðir opnir þeim sem eru á þeim. „Ef eitthvað breytist á þeim biðlista, þá vitir þú að breytingin er að eiga sér stað og hvers vegna hún á sér stað. Ég held að það væri heppilegra fyrirkomulag,“ segir Guðmundur Ingi.
Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Félagsmál Tengdar fréttir „Kerfið er algjörlega að bregðast fólkinu“ Dæmi eru um að aðstandendur hafi endað á örorku og fatlaðir einstaklingar fallið frá á meðan beðið er eftir NPA-þjónustu. Maður sem bíður eftir þjónustu segir of lítið fjármagn til sveitarfélaga valda því að þau nái ekki að standa undir lögbundinni þjónustu. 19. september 2024 20:03 „Fatlaða fólkið verður fyrir miskanum“ Það er óboðlegt að fatlaðir fái ekki lögbundna NPA-þjónustu og bíði árum saman á meðan ríki og sveitarfélög bendi á hvort annað varðandi hver ber ábyrgð. Þetta segir formaður NPA-Miðstöðvar. Tugir eru á biðlista eftir þjónustu, þrátt fyrir að mótframlag frá ríkinu vegna NPA-samninga sé ekki fullnýtt. 19. september 2024 13:49 Endalaus þrautaganga Haraldar eftir svörum Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull og baráttumaður, lýsir þrautagöngu sinni við það að fá svör um notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA. Biðlistar eftir þjónustunni eru langir, þrátt fyrir að hún sé lögbundinn. Hann gagnrýnir stjórnvöld harðlega. 18. september 2024 23:18 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
„Kerfið er algjörlega að bregðast fólkinu“ Dæmi eru um að aðstandendur hafi endað á örorku og fatlaðir einstaklingar fallið frá á meðan beðið er eftir NPA-þjónustu. Maður sem bíður eftir þjónustu segir of lítið fjármagn til sveitarfélaga valda því að þau nái ekki að standa undir lögbundinni þjónustu. 19. september 2024 20:03
„Fatlaða fólkið verður fyrir miskanum“ Það er óboðlegt að fatlaðir fái ekki lögbundna NPA-þjónustu og bíði árum saman á meðan ríki og sveitarfélög bendi á hvort annað varðandi hver ber ábyrgð. Þetta segir formaður NPA-Miðstöðvar. Tugir eru á biðlista eftir þjónustu, þrátt fyrir að mótframlag frá ríkinu vegna NPA-samninga sé ekki fullnýtt. 19. september 2024 13:49
Endalaus þrautaganga Haraldar eftir svörum Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull og baráttumaður, lýsir þrautagöngu sinni við það að fá svör um notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA. Biðlistar eftir þjónustunni eru langir, þrátt fyrir að hún sé lögbundinn. Hann gagnrýnir stjórnvöld harðlega. 18. september 2024 23:18