Tæplega hundrað þúsund manns voru mættir á Wembley til að fylgjast með bardaga Englendinganna Dubois og Joshua í gær.
Þeir fengu ekki að sjá sérstaklega spennandi viðureign því Dubois var með yfirburði og sigraði Joshua með rothöggi í fimmtu lotu.
Hann tryggði sér þar með IBF heimsmeistaratitilinn sem Oleksandr Usyk gaf frá sér eftir sigurinn á Tyson Fury. Þeir Usyk eiga að mætast aftur í lok árs og talið er að Dubois muni mæta sigurvegaranum úr þeim bardaga.
„Er ykkur ekki skemmt?“ hrópaði Dubois eftir sigurinn í gær við mikinn fögnuð viðstaddra. „Ég er skylmingaþræll. Ég er stríðsmaður allt til enda. Ég vil komast á toppinn í þessari íþrótt.“
Joshua var niðurlútur eftir tapið en hrósaði Dubois fyrir góða frammistöðu í bardaganum.
„Ég mætti hröðum og beittum andstæðingi. Ég gerði fullt af mistökum,“ sagði Joshua.