Aðeins einn löglegur dúkur svo Valur og FH byrja saman í Krikanum Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2024 11:00 FH og Valur hefja Evrópudeildina bæði í Kaplakrika. Aron Pálmarsson mætir þar félögum sínum úr íslenska landsliðinu. vísir/Diego Það verður sannkölluð handboltaveisla í Kaplakrika 15. október þegar Íslendingaliðin Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, og Porto mæta þangað og spila við FH og Val í Evrópudeild karla. Aðeins einn dúkur er til á Íslandi sem stenst þær kröfur sem EHF gerir vegna leikja í Evrópudeildinni, næststerkustu Evrópukeppninni í handbolta. Þess vegna sóttust FH-ingar og Valsmenn eftir því að leikdagar heimaleikja þeirra myndu ekki skarast. Það gerist engu að síður í fyrsta heimaleik þeirra og ljóst að ekki er hægt að hafa dúkinn á tveimur stöðum á sama tíma. Þess vegna hafa Valsmenn samþykkt að dúkurinn verði lagður í Kaplakrika, á heimavelli FH, og þeir spila þar gegn Porto, með landsliðsmanninn Þorstein Leó Gunnarsson innanborðs, sinn fyrsta heimaleik í keppninni. FH-ingar mæta sama dag lærisveinum Guðjóns Vals í Gummersbach, en með þýska liðinu spila Elliði Snær Viðarsson og Teitur Örn Einarsson sem þar með mæta fyrirliða sínum úr landsliðinu, Aroni Pálmarssyni. Búast má við mikilli hátíð í Kaplakrika en leikirnir tveir fara fram á 95 ára afmælisdegi FH-inga. Dúkurinn flakkar á milli Eftir þessa fyrstu heimaleiki munu Valsmenn, sem unnu EHF-bikarinn (þriðju bestu Evrópukeppnina) á síðustu leiktíð, mæta Melsungen (með Elvar Örn Jónsson og Arnar Frey Arnarsson innanborðs) 29. október og Vardar 19. nóvember á heimavelli sínum á Hlíðarenda. FH leikur hins vegar alla sína heimaleiki í Kaplakrika en eftir leikinn við Gummersbach tekur liðið á móti Sävehof frá Svíþjóð 22. október og Fenix Toulouse frá Frakklandi 26. nóvember. Handboltadúkurinn mun því flakka á milli Kaplakrika og Hlíðarenda þar til að riðlakeppninni lýkur. Fleiri leikir gætu svo mögulega beðið en tvö lið komast áfram úr hverjum riðli. Evrópudeild karla í handbolta Valur FH Handbolti Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Aðeins einn dúkur er til á Íslandi sem stenst þær kröfur sem EHF gerir vegna leikja í Evrópudeildinni, næststerkustu Evrópukeppninni í handbolta. Þess vegna sóttust FH-ingar og Valsmenn eftir því að leikdagar heimaleikja þeirra myndu ekki skarast. Það gerist engu að síður í fyrsta heimaleik þeirra og ljóst að ekki er hægt að hafa dúkinn á tveimur stöðum á sama tíma. Þess vegna hafa Valsmenn samþykkt að dúkurinn verði lagður í Kaplakrika, á heimavelli FH, og þeir spila þar gegn Porto, með landsliðsmanninn Þorstein Leó Gunnarsson innanborðs, sinn fyrsta heimaleik í keppninni. FH-ingar mæta sama dag lærisveinum Guðjóns Vals í Gummersbach, en með þýska liðinu spila Elliði Snær Viðarsson og Teitur Örn Einarsson sem þar með mæta fyrirliða sínum úr landsliðinu, Aroni Pálmarssyni. Búast má við mikilli hátíð í Kaplakrika en leikirnir tveir fara fram á 95 ára afmælisdegi FH-inga. Dúkurinn flakkar á milli Eftir þessa fyrstu heimaleiki munu Valsmenn, sem unnu EHF-bikarinn (þriðju bestu Evrópukeppnina) á síðustu leiktíð, mæta Melsungen (með Elvar Örn Jónsson og Arnar Frey Arnarsson innanborðs) 29. október og Vardar 19. nóvember á heimavelli sínum á Hlíðarenda. FH leikur hins vegar alla sína heimaleiki í Kaplakrika en eftir leikinn við Gummersbach tekur liðið á móti Sävehof frá Svíþjóð 22. október og Fenix Toulouse frá Frakklandi 26. nóvember. Handboltadúkurinn mun því flakka á milli Kaplakrika og Hlíðarenda þar til að riðlakeppninni lýkur. Fleiri leikir gætu svo mögulega beðið en tvö lið komast áfram úr hverjum riðli.
Evrópudeild karla í handbolta Valur FH Handbolti Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira