Framlengjum séreignarleiðina til að vernda heimilin Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 20. september 2024 07:15 Nú þegar heimilin standa frammi fyrir aukinni skuldabyrði hefur ríkisstjórnin ákveðið að fella niður mikilvægt varnarúrræði – almenna heimild til að nýta séreignarsparnað til ráðstöfunar inn á höfuðstól láns. Þetta er bæði illa tímasett og slæm ákvörðun fyrir millitekjufólk. Heimilin standa nú frammi fyrir því að fá verðbólguna af fullum þunga í heimilisbókhaldið. Tveir vondir kostir í stöðunni Á seinni helmingi ársins og á árinu 2025 munu um 450 milljarðar króna af óverðtryggðum húsnæðislánum koma til endurskoðunar á vöxtum. Þetta þýðir að heimilin verða neydd til að velja á milli tveggja vondra kosta. Að auka greiðslubyrði um allt að 120% eða velja verðtryggð lán. Flest heimili munu neyðast til að velja verðtryggð lán til að halda greiðslubyrði stöðugri til skamms tíma. Verðbólgan mun aftur á móti fást að láni inn í framtíðina, verðbætur munu hrannast upp og eiginfjáráhætta heimila aukast. Horfið verður aftur til lánafyrirkomulags sem átti að tilheyra fortíðinni. Skynsöm og jákvæð skilaboð á erfiðum tímum Stéttarfélagið Viska hvetur ríkisstjórnina til að framlengja almenna heimild til nýtingar séreignar. Úrræðið hefur reynst heimilum landsins vel og gefur þeim tækifæri til að staðgreiða verðbólguna að hluta á erfiðum tímum. Framlenging úrræðisins myndi einnig koma til móts við kröfur háskólamenntaðra og millitekjufólks um aukinn stuðning í tengslum við kjarasamninga á vinnumarkaði. Það væru jákvæð og umfram allt skynsöm skilaboð að framlengja – gerum það! Höfundur er hagfræðingur Visku – stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar heimilin standa frammi fyrir aukinni skuldabyrði hefur ríkisstjórnin ákveðið að fella niður mikilvægt varnarúrræði – almenna heimild til að nýta séreignarsparnað til ráðstöfunar inn á höfuðstól láns. Þetta er bæði illa tímasett og slæm ákvörðun fyrir millitekjufólk. Heimilin standa nú frammi fyrir því að fá verðbólguna af fullum þunga í heimilisbókhaldið. Tveir vondir kostir í stöðunni Á seinni helmingi ársins og á árinu 2025 munu um 450 milljarðar króna af óverðtryggðum húsnæðislánum koma til endurskoðunar á vöxtum. Þetta þýðir að heimilin verða neydd til að velja á milli tveggja vondra kosta. Að auka greiðslubyrði um allt að 120% eða velja verðtryggð lán. Flest heimili munu neyðast til að velja verðtryggð lán til að halda greiðslubyrði stöðugri til skamms tíma. Verðbólgan mun aftur á móti fást að láni inn í framtíðina, verðbætur munu hrannast upp og eiginfjáráhætta heimila aukast. Horfið verður aftur til lánafyrirkomulags sem átti að tilheyra fortíðinni. Skynsöm og jákvæð skilaboð á erfiðum tímum Stéttarfélagið Viska hvetur ríkisstjórnina til að framlengja almenna heimild til nýtingar séreignar. Úrræðið hefur reynst heimilum landsins vel og gefur þeim tækifæri til að staðgreiða verðbólguna að hluta á erfiðum tímum. Framlenging úrræðisins myndi einnig koma til móts við kröfur háskólamenntaðra og millitekjufólks um aukinn stuðning í tengslum við kjarasamninga á vinnumarkaði. Það væru jákvæð og umfram allt skynsöm skilaboð að framlengja – gerum það! Höfundur er hagfræðingur Visku – stéttarfélags.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar