Framlengjum séreignarleiðina til að vernda heimilin Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 20. september 2024 07:15 Nú þegar heimilin standa frammi fyrir aukinni skuldabyrði hefur ríkisstjórnin ákveðið að fella niður mikilvægt varnarúrræði – almenna heimild til að nýta séreignarsparnað til ráðstöfunar inn á höfuðstól láns. Þetta er bæði illa tímasett og slæm ákvörðun fyrir millitekjufólk. Heimilin standa nú frammi fyrir því að fá verðbólguna af fullum þunga í heimilisbókhaldið. Tveir vondir kostir í stöðunni Á seinni helmingi ársins og á árinu 2025 munu um 450 milljarðar króna af óverðtryggðum húsnæðislánum koma til endurskoðunar á vöxtum. Þetta þýðir að heimilin verða neydd til að velja á milli tveggja vondra kosta. Að auka greiðslubyrði um allt að 120% eða velja verðtryggð lán. Flest heimili munu neyðast til að velja verðtryggð lán til að halda greiðslubyrði stöðugri til skamms tíma. Verðbólgan mun aftur á móti fást að láni inn í framtíðina, verðbætur munu hrannast upp og eiginfjáráhætta heimila aukast. Horfið verður aftur til lánafyrirkomulags sem átti að tilheyra fortíðinni. Skynsöm og jákvæð skilaboð á erfiðum tímum Stéttarfélagið Viska hvetur ríkisstjórnina til að framlengja almenna heimild til nýtingar séreignar. Úrræðið hefur reynst heimilum landsins vel og gefur þeim tækifæri til að staðgreiða verðbólguna að hluta á erfiðum tímum. Framlenging úrræðisins myndi einnig koma til móts við kröfur háskólamenntaðra og millitekjufólks um aukinn stuðning í tengslum við kjarasamninga á vinnumarkaði. Það væru jákvæð og umfram allt skynsöm skilaboð að framlengja – gerum það! Höfundur er hagfræðingur Visku – stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Nú þegar heimilin standa frammi fyrir aukinni skuldabyrði hefur ríkisstjórnin ákveðið að fella niður mikilvægt varnarúrræði – almenna heimild til að nýta séreignarsparnað til ráðstöfunar inn á höfuðstól láns. Þetta er bæði illa tímasett og slæm ákvörðun fyrir millitekjufólk. Heimilin standa nú frammi fyrir því að fá verðbólguna af fullum þunga í heimilisbókhaldið. Tveir vondir kostir í stöðunni Á seinni helmingi ársins og á árinu 2025 munu um 450 milljarðar króna af óverðtryggðum húsnæðislánum koma til endurskoðunar á vöxtum. Þetta þýðir að heimilin verða neydd til að velja á milli tveggja vondra kosta. Að auka greiðslubyrði um allt að 120% eða velja verðtryggð lán. Flest heimili munu neyðast til að velja verðtryggð lán til að halda greiðslubyrði stöðugri til skamms tíma. Verðbólgan mun aftur á móti fást að láni inn í framtíðina, verðbætur munu hrannast upp og eiginfjáráhætta heimila aukast. Horfið verður aftur til lánafyrirkomulags sem átti að tilheyra fortíðinni. Skynsöm og jákvæð skilaboð á erfiðum tímum Stéttarfélagið Viska hvetur ríkisstjórnina til að framlengja almenna heimild til nýtingar séreignar. Úrræðið hefur reynst heimilum landsins vel og gefur þeim tækifæri til að staðgreiða verðbólguna að hluta á erfiðum tímum. Framlenging úrræðisins myndi einnig koma til móts við kröfur háskólamenntaðra og millitekjufólks um aukinn stuðning í tengslum við kjarasamninga á vinnumarkaði. Það væru jákvæð og umfram allt skynsöm skilaboð að framlengja – gerum það! Höfundur er hagfræðingur Visku – stéttarfélags.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar