„Þetta er ein besta markvarsla sem ég hef séð á mínum ferli. Hann var magnaður,“ sagði Arteta um samlanda sinn Raya en þökk sé markverðinum er Arsenal komið með stig eftir 1. umferð Meistaradeildar Evrópu.
„Eins og okkur grunaði þá var þetta erfiður leikur og ekki sá besti áhorfs. Við byrjuðum virkilega, virkilega vel og stýrðum leiknum. Eftir það gáfum við boltann frá okkur og náðum engum takti. Það er þó margt jákvætt en að sama skapi margt sem má betur fara,“ sagði Arteta að endingu.
Markvörðurinn Raya var heldur auðmjúkur er hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn.
„Þetta var vítaspyrna og ég var heppinn að giska á rétta átt. Ég var óheppinn að boltinn féll beint fyrir hann en ég var nægilega fljótur til að ná að verja á ný. Það er frábært að halda hreinu og að geta hjálpað liðinu að ná allavega stigi.“

Eftir að vítaspyrnan var dæmt tók það langan tíma að fá hana staðfesta í varsjánni. Raya nýtti tímann vel og ræddi við Iñaki Caña, markmannsþjálfara Arsenal.
„Það tók langan tíma að ákveða hvort þetta væri vítaspyrna eður ei svo ég vildi ræða við markmannsþjálfarann til að gera mér betur grein fyrir í hvora áttina ég ætti að skutla mér, hvað ég ætti að gera og hvað ég ætti ekki að gera.“
David Raya had a just 3% chance of saving a goal, based on the xGOT of these two shots.
— The xG Philosophy (@xGPhilosophy) September 19, 2024
World class goalkeeping. pic.twitter.com/0D21u0F9Va
„Hrós á hann því hann hjálpar mér gríðarlega mikið í öllum þáttum leiksins. Hann leggur á sig gríðarlega mikla vinnu og á einnig skilið hrós fyrir vörsluna,“ sagði Raya að endingu.