Atlético lagði sprækt lið Leipzig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2024 21:29 Antoine Griezmann reyndist hetja heimaliðsins í kvöld. EPA-EFE/Juanjo Martin Atlético Madríd lagði RB Leipzig í einum áhugaverðari leik 1. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þarna mættust tveir gjörólíkir leikstílar og þó gestirnir hafi komist yfir þá svöruðu heimamenn og unnu góðan 2-1 sigur. Benjamin Šeško opnaði markareikning sinn í Meistaradeildinni í ár strax á 4. mínútu þegar hann var fljótastur að ná frákasti eftir skot Lois Openda. Þetta virtist þó ekki slá heimamenn út af laginu sem jöfnuðu metin þegar rétt tæplega hálftími var liðinn. Antoine Griezmann skoraði þá með frábæru skoti sem Péter Gulácsi réð einfaldlega ekki við í marki gestanna. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Ekki þekktur fyrir sín þrumuskot en bauð upp á eitt slíkt í kvöld.EPA-EFE/KIKO HUESCA Þannig var hún raunar allt fram á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar José María Giménez skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Griezmann. Reyndist þetta sigurmarkið og lokatölur á Metropolitano-vellinum í Madríd 2-1 heimamönnum í vil. Giménez with a 90th-minute winner for Atleti! 😲#UCL pic.twitter.com/H3sdwQeKoI— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Þá vann Brest 2-1 sigur á Sturm Graz í kvöld. Hugo Magnetti og Abdallah Sima með mörk heimamanna á meðan mark gestanna var sjálfsmark Edimilson Fernandes. Undir lok leiks fékk Dimitri Lavalee sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði gestanna. Hann missir því af næsta leik Sturm Graz í keppninni. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00 Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55 Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Benjamin Šeško opnaði markareikning sinn í Meistaradeildinni í ár strax á 4. mínútu þegar hann var fljótastur að ná frákasti eftir skot Lois Openda. Þetta virtist þó ekki slá heimamenn út af laginu sem jöfnuðu metin þegar rétt tæplega hálftími var liðinn. Antoine Griezmann skoraði þá með frábæru skoti sem Péter Gulácsi réð einfaldlega ekki við í marki gestanna. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Ekki þekktur fyrir sín þrumuskot en bauð upp á eitt slíkt í kvöld.EPA-EFE/KIKO HUESCA Þannig var hún raunar allt fram á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar José María Giménez skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Griezmann. Reyndist þetta sigurmarkið og lokatölur á Metropolitano-vellinum í Madríd 2-1 heimamönnum í vil. Giménez with a 90th-minute winner for Atleti! 😲#UCL pic.twitter.com/H3sdwQeKoI— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Þá vann Brest 2-1 sigur á Sturm Graz í kvöld. Hugo Magnetti og Abdallah Sima með mörk heimamanna á meðan mark gestanna var sjálfsmark Edimilson Fernandes. Undir lok leiks fékk Dimitri Lavalee sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði gestanna. Hann missir því af næsta leik Sturm Graz í keppninni.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00 Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55 Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00
Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55
Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02