Skuldar félagi Einars 44 milljónir og gæti misst 295 milljóna hús Árni Sæberg skrifar 19. september 2024 16:46 Einar Örn Ólafsson er stærsti hluthafi Gnitaness, sem vill sjá Seljuveg 12 á nauðungarsölu. Vísir/Fasteignamarkaðurinn Fjárfestingafélagið Gnitanes ehf., sem er í eigu forstjóra flugfélagsins Play meðal annarra, hefur farið fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi athafnamannsins Jóni Óðins Ragnarssonar vegna krafna að upphæð 44 milljóna króna. Húsið er á sölu sem stendur og uppsett verð er tæpar 300 milljónir króna. Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu yfir nauðungarsölur á höfuðborgarsvæðinu má sjá eignina Seljugerði 12 í eigu Hótels Valhallar ehf.. Athafnamaðurinn Jón Óðinn Ragnarsson er eini eigandi félagsins. Stöndugt félag vill húsið selt Gerðarbeiðandi er fjárfestingafélagið Gnitanes ehf., sem er í meirihlutaeigu Einars Arnar Ólafssonar, forstjóra Play, Ingimundar Sveinssonar arkitekts og Sigríðar Arnbjarnardóttur, eiginkonu hans. Gnitanes er umsvifamikið fjárfestingafélag og á til að mynda stóran hlut í flugfélaginu Play. Félagið hagnaðist um rúman milljarð króna í fyrra og hálfan milljarð árið þar áður. Eigið fé þess nemur rúmlega tíu milljörðum króna. Skrautlegur ferill Gerðarþoli er sem áður segir Hótel Valhöll ehf., sem nefnt er eftir samnefndu hóteli á Þingvöllum sem brann til kaldra kola árið 2009. Félagið er í eigu athafna- og veitingamannsins Jóns Óðins Ragnarssonar, sem hefur komið víða við á áratugalöngum ferli. Auk þess að reka Hótel Valhöll um árabil rak hann Regnbogann, keypti Hótel Örk og seldi tvisvar og opnaði hið umdeilda Hótel Cabin. Ferill Jóns þótti svo skrautlegur að árið 2014 ákvað Vísir að taka feril hans saman. Sundlaug í kjallaranum Gnitanes fer fram á nauðungarsölu á fasteign félagsins að Seljugerði 12 í Reykjavík vegna krafna upp á 43,8 milljónir króna, en ekki liggur fyrir hvernig þær kröfur stofnuðust. Fasteignin ætti að duga upp í kröfurnar og vel það, enda er hún öll hin glæsilegasta. Eignin er á tveimur hæðum auk kjallara, sem ekki er talinn með í 334 fermetrum hússins. Kjallarinn er þó með rúmlega fullri lofthæð og sundlaug í þokkabót, að því er segir í fasteignaauglýsingu hér á Vísi. Ásett verð samkvæmt auglýsingunni er 295 milljónir króna. Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu yfir nauðungarsölur á höfuðborgarsvæðinu má sjá eignina Seljugerði 12 í eigu Hótels Valhallar ehf.. Athafnamaðurinn Jón Óðinn Ragnarsson er eini eigandi félagsins. Stöndugt félag vill húsið selt Gerðarbeiðandi er fjárfestingafélagið Gnitanes ehf., sem er í meirihlutaeigu Einars Arnar Ólafssonar, forstjóra Play, Ingimundar Sveinssonar arkitekts og Sigríðar Arnbjarnardóttur, eiginkonu hans. Gnitanes er umsvifamikið fjárfestingafélag og á til að mynda stóran hlut í flugfélaginu Play. Félagið hagnaðist um rúman milljarð króna í fyrra og hálfan milljarð árið þar áður. Eigið fé þess nemur rúmlega tíu milljörðum króna. Skrautlegur ferill Gerðarþoli er sem áður segir Hótel Valhöll ehf., sem nefnt er eftir samnefndu hóteli á Þingvöllum sem brann til kaldra kola árið 2009. Félagið er í eigu athafna- og veitingamannsins Jóns Óðins Ragnarssonar, sem hefur komið víða við á áratugalöngum ferli. Auk þess að reka Hótel Valhöll um árabil rak hann Regnbogann, keypti Hótel Örk og seldi tvisvar og opnaði hið umdeilda Hótel Cabin. Ferill Jóns þótti svo skrautlegur að árið 2014 ákvað Vísir að taka feril hans saman. Sundlaug í kjallaranum Gnitanes fer fram á nauðungarsölu á fasteign félagsins að Seljugerði 12 í Reykjavík vegna krafna upp á 43,8 milljónir króna, en ekki liggur fyrir hvernig þær kröfur stofnuðust. Fasteignin ætti að duga upp í kröfurnar og vel það, enda er hún öll hin glæsilegasta. Eignin er á tveimur hæðum auk kjallara, sem ekki er talinn með í 334 fermetrum hússins. Kjallarinn er þó með rúmlega fullri lofthæð og sundlaug í þokkabót, að því er segir í fasteignaauglýsingu hér á Vísi. Ásett verð samkvæmt auglýsingunni er 295 milljónir króna.
Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira