Tuttugu konur saka Mohamed Al Fayed um kynferðisofbeldi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. september 2024 07:16 Konurnar lýsa Fayed sem skrýmsli. Getty/BBC News/Jeff Overs Um 20 konur hafa sakað Mohamed Al Fayed, fyrrverandi eiganda Harrods, um kynferðisofbeldi, þar af fimm um nauðgun. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd BBC, Al Fayed: Predator at Harrods. Konurnar voru allar starfsmenn Harrods en árásirnar áttu sér stað í Lundúnum, París, St Tropez og Abu Dhabi. Samkvæmt rannsóknum BBC gripu þáverandi stjórnendur ekki til aðgerða fyrir konurnar heldur hylmdu yfir með eigandanum. Núverandi eigendur Harrods segjast miður sín vegna málsins og hafa beðið konurnar afsökunar. „Kóngulóarvefur spillingar og misnotkunar innan þessa fyrirtækis var ótrúlegur og afar myrkur,“ segir Bruce Drummond, lögmaður nokkurra kvennanna. Haft er eftir einni þeirra að hún hefði sagt mjög skýrt nei þegar Fayed nauðgaði henni í íbúð hans í Park Lane. Önnur sagðist hafa verið táningur þegar Fayed nauðgaði henni. Fayed lét smíða styttu til minningar um son sinn Dodi og Díönu prinsessu.Getty/Chris Radburn „Mohamed Al Fayed var skrýmsli, kynferðisbrotamaður án siðferðiskenndar,“ segir hún. Kaupsýslumaðurinn hafi verið með starfsmenn Harrods eins og leikföng. „Við vorum allar svo hræddar. Hann skapaði óttablandið andrúmsloft. Ef hann sagði „Hoppið“, þá spurðum við „Hversu hátt“?“ BBC hefur eftir öðrum fyrrverandi starfsmönnum að það hafi verið alveg ljóst hvað var í gangi. „Við horfðum allar á hvor aðra ganga í gegnum hurðina og hugsuðum: Greyið þú, það ert þú dag. Og gátum ekkert gert til að stoppa þetta.“ Margir muna eflaust eftir Fayed vegna tengsla hans við Díönu prinsessu en sonur hans Dodi lést í sama bílslysi og prinsessan. Fayed kemur þannig til að mynda fram sem persóna í þáttunum The Crown. Konurnar segja þá persónu hins vegar fjarri hinum raunverulega Fayed. „Hann var ógeðslegur,“ segir Sophia, sem var aðstoðarmaður Fayed á árunum 1988 til 1991. Hún segir hann hafa reynt að nauðga sér oftar en einu sinni. „Þetta gerir mig reiða,“ segir hún um þættina. „Fólk á ekki að minnast hans svona. Þetta er ekki sá sem hann var.“ BBC fjallaði um málið. Bretland Kynferðisofbeldi Kóngafólk Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Konurnar voru allar starfsmenn Harrods en árásirnar áttu sér stað í Lundúnum, París, St Tropez og Abu Dhabi. Samkvæmt rannsóknum BBC gripu þáverandi stjórnendur ekki til aðgerða fyrir konurnar heldur hylmdu yfir með eigandanum. Núverandi eigendur Harrods segjast miður sín vegna málsins og hafa beðið konurnar afsökunar. „Kóngulóarvefur spillingar og misnotkunar innan þessa fyrirtækis var ótrúlegur og afar myrkur,“ segir Bruce Drummond, lögmaður nokkurra kvennanna. Haft er eftir einni þeirra að hún hefði sagt mjög skýrt nei þegar Fayed nauðgaði henni í íbúð hans í Park Lane. Önnur sagðist hafa verið táningur þegar Fayed nauðgaði henni. Fayed lét smíða styttu til minningar um son sinn Dodi og Díönu prinsessu.Getty/Chris Radburn „Mohamed Al Fayed var skrýmsli, kynferðisbrotamaður án siðferðiskenndar,“ segir hún. Kaupsýslumaðurinn hafi verið með starfsmenn Harrods eins og leikföng. „Við vorum allar svo hræddar. Hann skapaði óttablandið andrúmsloft. Ef hann sagði „Hoppið“, þá spurðum við „Hversu hátt“?“ BBC hefur eftir öðrum fyrrverandi starfsmönnum að það hafi verið alveg ljóst hvað var í gangi. „Við horfðum allar á hvor aðra ganga í gegnum hurðina og hugsuðum: Greyið þú, það ert þú dag. Og gátum ekkert gert til að stoppa þetta.“ Margir muna eflaust eftir Fayed vegna tengsla hans við Díönu prinsessu en sonur hans Dodi lést í sama bílslysi og prinsessan. Fayed kemur þannig til að mynda fram sem persóna í þáttunum The Crown. Konurnar segja þá persónu hins vegar fjarri hinum raunverulega Fayed. „Hann var ógeðslegur,“ segir Sophia, sem var aðstoðarmaður Fayed á árunum 1988 til 1991. Hún segir hann hafa reynt að nauðga sér oftar en einu sinni. „Þetta gerir mig reiða,“ segir hún um þættina. „Fólk á ekki að minnast hans svona. Þetta er ekki sá sem hann var.“ BBC fjallaði um málið.
Bretland Kynferðisofbeldi Kóngafólk Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira