Göngutúr með umhverfissálfræðingi: „Árás inn í umhverfið“ og vannýttasta horn borgarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2024 10:03 Nokkrir áfangastaðir í göngutúr fréttamanns og Páls Jakobs Líndal doktors í umhverfissálfræði í Íslandi í dag. Frá vinstri: horn við Ráðhúsið sem Páll telur afar vannýtt, Smiðja skrifstofubygging Alþingis og Parliament hotel við Kirkjustræti. Doktor í umhverfissálfræði telur að sagnfræði og tilfinningaleg tengsl hafi víða orðið útundan við uppbyggingu í miðborginni síðustu misseri. Við fórum með honum í göngutúr um miðborgina í Íslandi í dag. Uppbygging í hjarta miðbæjarins hefur verið hröð undanfarin ár. Margir fagna henni á meðan aðrir hafa verið gagnrýnni; skoðanir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins á Smiðju, nýju skrifstofuhúsnæði Alþingis, eru nærtækt dæmi. Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði hefur, eins og Sigmundur, verið áberandi í umræðu um skipulagsmál - og hann er að sumu leyti sammála formanninum. Í spilaranum hér fyrir ofan má fylgjast með göngutúr Páls og fréttamanns um miðborgina. Fyrsta stopp er við rætur Ráðhússins, á horni sem Páll lýsir raunar sem einu af þeim allra bestu í borginni - þ.e. ef eitthvað hefði verið gert við það, annað en að koma upp bekk þar sem hægt er að fylgjast með bílaumferð inn og út úr bílakjallara Ráðhússins. Við stöldrum einnig við áðurnefnda Smiðju á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis, sem Páll lýsir sem „árás“ inn í umhverfið, og röltum eftir Kirkjustræti, þar sem mikið hefur verið byggt og endurnýjað að undanförnu. Við tökum einnig fyrir Hafnartorg og Landsbankahúsið, auk þess sem Páll sýnir okkur sitt eftirlætishorn í miðbænum. Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði.Skjáskot/Stöð 2 Ekki fastur í fortíðinni En, væri ekki hægt að segja að Páll sé hreinlega fastur í fortíðinni? Straumar og stefnur í arkítektúr taka auðvitað breytingum í tímans rás. Er þessi hugmynd um sniðgöngu sagnfræðinnar ekki forneskjuleg? Páll vill ekki meina að svo sé. „Jú jú, vissulega eru straumar og stefnur í arkítektúr og það verður alveg að virða það að auðvitað er ekki gaman að vera arkítekt og teikna það sama aftur og aftur, og auðvitað vill maður þróast sem fagmaður. En það það er bara þannig að í sálfræðilegu samhengi skiptir saga okkur máli og sögulegar tengingar skipta okkur máli. Og eftir því sem þær eru sterkari því betri áhrif hefur umhverfið á okkur,“ segir Páll Jakob Líndal. Skipulag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Uppbygging í hjarta miðbæjarins hefur verið hröð undanfarin ár. Margir fagna henni á meðan aðrir hafa verið gagnrýnni; skoðanir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins á Smiðju, nýju skrifstofuhúsnæði Alþingis, eru nærtækt dæmi. Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði hefur, eins og Sigmundur, verið áberandi í umræðu um skipulagsmál - og hann er að sumu leyti sammála formanninum. Í spilaranum hér fyrir ofan má fylgjast með göngutúr Páls og fréttamanns um miðborgina. Fyrsta stopp er við rætur Ráðhússins, á horni sem Páll lýsir raunar sem einu af þeim allra bestu í borginni - þ.e. ef eitthvað hefði verið gert við það, annað en að koma upp bekk þar sem hægt er að fylgjast með bílaumferð inn og út úr bílakjallara Ráðhússins. Við stöldrum einnig við áðurnefnda Smiðju á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis, sem Páll lýsir sem „árás“ inn í umhverfið, og röltum eftir Kirkjustræti, þar sem mikið hefur verið byggt og endurnýjað að undanförnu. Við tökum einnig fyrir Hafnartorg og Landsbankahúsið, auk þess sem Páll sýnir okkur sitt eftirlætishorn í miðbænum. Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði.Skjáskot/Stöð 2 Ekki fastur í fortíðinni En, væri ekki hægt að segja að Páll sé hreinlega fastur í fortíðinni? Straumar og stefnur í arkítektúr taka auðvitað breytingum í tímans rás. Er þessi hugmynd um sniðgöngu sagnfræðinnar ekki forneskjuleg? Páll vill ekki meina að svo sé. „Jú jú, vissulega eru straumar og stefnur í arkítektúr og það verður alveg að virða það að auðvitað er ekki gaman að vera arkítekt og teikna það sama aftur og aftur, og auðvitað vill maður þróast sem fagmaður. En það það er bara þannig að í sálfræðilegu samhengi skiptir saga okkur máli og sögulegar tengingar skipta okkur máli. Og eftir því sem þær eru sterkari því betri áhrif hefur umhverfið á okkur,“ segir Páll Jakob Líndal.
Skipulag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira