Ekki séð ástæðu til að leggjast gegn framgangi samgöngusáttmálans Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2024 17:39 Hildur Björnsdóttir segir klofna afstöðu flokksins til samgöngumála ekki vera lýsandi fyrir afstöðu flokksins í öðrum stórum málum. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, hefði ekki greitt atkvæði gegn afgreiðslu samgöngusáttmálans ef hún hefði verið viðstödd borgarstjórnarfund í gær. Þrátt fyrir að hún telji að ýmislegt hefði mátt betur fara þá hafi hún ekki séð ástæðu til að leggjast beinlínis gegn framgangi sáttmálans. Hildur er þessa dagana í útlöndum en hún gaf sér tíma í að svara nokkrum spurningum fréttastofu skriflega. Hún var spurð út í afstöðu Sjálfstæðismanna í borginni til samgöngusáttmálans í ljósi þess að við afgreiðslu málsins í gær greiddi einn með sáttmálanum, fjórir gegn og einn sat hjá við afgreiðslu. Kyrrstaðan rofin í samgöngumálum borgarinnar Hildur svaraði því til að enginn fái sáttmálann í hendurnar og líti á hann sem hina fullkomnu lausn við samgönguvandanum í ljósi þess að hann sé viðamikið plagg sem byggi á sátt ólíkra flokka og að nokkuð flókið sé að taka afstöðu til þess. „Stóra myndin er hins vegar sú að loks verður kyrrstaðan í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins rofin. Tryggð verður breið fjárfesting í fjölbreyttum samgöngum á svæðinu, sem er vissulega löngu tímabært. Af þeirri ástæðu hef ég ekki séð ástæðu til að leggjast gegn framgangi sáttmálans þó ég hefði vissulega viljað útfæra ýmislegt með öðrum hætti. Eftir nýjustu uppfærslur tryggir sáttmálinn stórsókn í uppbyggingu göngu- og hjólastíga, hann tryggir mikilvægan stuðning ríkisins við rekstur almenningssamgangna og er fyrsta skrefið í jarðgangnagerð á höfuðborgarsvæðinu. Þessu er sjálfsagt að fagna.“ Að mati Sjálfstæðismanna í borginni hafi þó ýmislegt mátt betur fara, ekki hvað síst forgangsröðun verkefna í Reykjavík. Þá hafi Sjálfstæðismenn áhyggjur af fjármögnun sáttmálans og bendir á að enn ríki óvissa um hin svokölluðu flýtigjöld í umferðinni. „Í þessu samhengi mun hins vegar skipta meginmáli hvernig gjaldheimtan verður útfærð og að önnur skattheimta af bíleigendum falli niður samhliða. Þessum atriðum munum við fylgja eftir í framhaldinu enda ýmsir lausir endar sáttmálans enn óhnýttir.“ Almennt séu Sjálfstæðismenn hlynntir sáttmálanum Hildur var þá spurð hvernig það væri að vera leiðtogi flokks þar sem fólk væri á jafn ólíkri skoðun og raun ber vitni í svo stóru pólitísku máli. „Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur undirritað samgöngusáttmálann ásamt bæjarstjórum okkar á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægi sáttmálans var jafnframt undirstrikað nýverið á fjölmennum flokksráðsfundi. Heilt yfir upplifi ég mikla samstöðu meðal sjálfstæðismanna í málinu þó nokkrir hafi valið að standa utan þeirrar samstöðu. Uppi eru ýmsar áhyggjuraddir sem mér finnst eðlilegt að hlýða á og taka skynsamlegt tillit til í framhaldinu.“ Endurspeglar þessi klofningur í málinu ólík sjónarmið borgarfulltrúa í öðrum stórum málum líka? „Alls ekki. Við stöndum á sameiginlegri sýn fyrir borgina þó vissulega hafi í þessu tiltekna máli einhverjum þótt gallar sáttmálans vega þyngra en kostirnir. Það er ekki óvenjulegt í breiðfylkingu á borð við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Hildur. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Samgöngur Reykjavík Borgarlína Tengdar fréttir Eigin sannfæring útskýri sögulegan klofning Sjálfstæðismanna Borgarstjóri segir að uppfærður samgöngusáttmáli muni með tíð og tíma leiða til þess að auðveldara verður fyrir borgarbúa að komast leiðar sinnar. Sáttmálinn var samþykktur í gær en Sjálfstæðisflokkurinn var þríklofinn í afstöðu sinni. Borgarfulltrúi flokksins sem sat hjá við afgreiðslu segir að þau hafi viljað leyfa sér að standa með eigin sannfæringu. 18. september 2024 13:28 Sjálfstæðisflokkurinn þríklofinn um samgöngusáttmála Sjálfstæðisflokkurinn þríklofnaði í atkvæðagreiðslu um uppfærðan samgöngusáttmála í borgarstjórn í dag. Einn borgarfulltrúi greiddi atkvæði með uppfærslu sáttmálans, fjórir gegn henni og einn sat hjá. 17. september 2024 20:07 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þrátt fyrir að hún telji að ýmislegt hefði mátt betur fara þá hafi hún ekki séð ástæðu til að leggjast beinlínis gegn framgangi sáttmálans. Hildur er þessa dagana í útlöndum en hún gaf sér tíma í að svara nokkrum spurningum fréttastofu skriflega. Hún var spurð út í afstöðu Sjálfstæðismanna í borginni til samgöngusáttmálans í ljósi þess að við afgreiðslu málsins í gær greiddi einn með sáttmálanum, fjórir gegn og einn sat hjá við afgreiðslu. Kyrrstaðan rofin í samgöngumálum borgarinnar Hildur svaraði því til að enginn fái sáttmálann í hendurnar og líti á hann sem hina fullkomnu lausn við samgönguvandanum í ljósi þess að hann sé viðamikið plagg sem byggi á sátt ólíkra flokka og að nokkuð flókið sé að taka afstöðu til þess. „Stóra myndin er hins vegar sú að loks verður kyrrstaðan í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins rofin. Tryggð verður breið fjárfesting í fjölbreyttum samgöngum á svæðinu, sem er vissulega löngu tímabært. Af þeirri ástæðu hef ég ekki séð ástæðu til að leggjast gegn framgangi sáttmálans þó ég hefði vissulega viljað útfæra ýmislegt með öðrum hætti. Eftir nýjustu uppfærslur tryggir sáttmálinn stórsókn í uppbyggingu göngu- og hjólastíga, hann tryggir mikilvægan stuðning ríkisins við rekstur almenningssamgangna og er fyrsta skrefið í jarðgangnagerð á höfuðborgarsvæðinu. Þessu er sjálfsagt að fagna.“ Að mati Sjálfstæðismanna í borginni hafi þó ýmislegt mátt betur fara, ekki hvað síst forgangsröðun verkefna í Reykjavík. Þá hafi Sjálfstæðismenn áhyggjur af fjármögnun sáttmálans og bendir á að enn ríki óvissa um hin svokölluðu flýtigjöld í umferðinni. „Í þessu samhengi mun hins vegar skipta meginmáli hvernig gjaldheimtan verður útfærð og að önnur skattheimta af bíleigendum falli niður samhliða. Þessum atriðum munum við fylgja eftir í framhaldinu enda ýmsir lausir endar sáttmálans enn óhnýttir.“ Almennt séu Sjálfstæðismenn hlynntir sáttmálanum Hildur var þá spurð hvernig það væri að vera leiðtogi flokks þar sem fólk væri á jafn ólíkri skoðun og raun ber vitni í svo stóru pólitísku máli. „Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur undirritað samgöngusáttmálann ásamt bæjarstjórum okkar á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægi sáttmálans var jafnframt undirstrikað nýverið á fjölmennum flokksráðsfundi. Heilt yfir upplifi ég mikla samstöðu meðal sjálfstæðismanna í málinu þó nokkrir hafi valið að standa utan þeirrar samstöðu. Uppi eru ýmsar áhyggjuraddir sem mér finnst eðlilegt að hlýða á og taka skynsamlegt tillit til í framhaldinu.“ Endurspeglar þessi klofningur í málinu ólík sjónarmið borgarfulltrúa í öðrum stórum málum líka? „Alls ekki. Við stöndum á sameiginlegri sýn fyrir borgina þó vissulega hafi í þessu tiltekna máli einhverjum þótt gallar sáttmálans vega þyngra en kostirnir. Það er ekki óvenjulegt í breiðfylkingu á borð við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Hildur.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Samgöngur Reykjavík Borgarlína Tengdar fréttir Eigin sannfæring útskýri sögulegan klofning Sjálfstæðismanna Borgarstjóri segir að uppfærður samgöngusáttmáli muni með tíð og tíma leiða til þess að auðveldara verður fyrir borgarbúa að komast leiðar sinnar. Sáttmálinn var samþykktur í gær en Sjálfstæðisflokkurinn var þríklofinn í afstöðu sinni. Borgarfulltrúi flokksins sem sat hjá við afgreiðslu segir að þau hafi viljað leyfa sér að standa með eigin sannfæringu. 18. september 2024 13:28 Sjálfstæðisflokkurinn þríklofinn um samgöngusáttmála Sjálfstæðisflokkurinn þríklofnaði í atkvæðagreiðslu um uppfærðan samgöngusáttmála í borgarstjórn í dag. Einn borgarfulltrúi greiddi atkvæði með uppfærslu sáttmálans, fjórir gegn henni og einn sat hjá. 17. september 2024 20:07 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Eigin sannfæring útskýri sögulegan klofning Sjálfstæðismanna Borgarstjóri segir að uppfærður samgöngusáttmáli muni með tíð og tíma leiða til þess að auðveldara verður fyrir borgarbúa að komast leiðar sinnar. Sáttmálinn var samþykktur í gær en Sjálfstæðisflokkurinn var þríklofinn í afstöðu sinni. Borgarfulltrúi flokksins sem sat hjá við afgreiðslu segir að þau hafi viljað leyfa sér að standa með eigin sannfæringu. 18. september 2024 13:28
Sjálfstæðisflokkurinn þríklofinn um samgöngusáttmála Sjálfstæðisflokkurinn þríklofnaði í atkvæðagreiðslu um uppfærðan samgöngusáttmála í borgarstjórn í dag. Einn borgarfulltrúi greiddi atkvæði með uppfærslu sáttmálans, fjórir gegn henni og einn sat hjá. 17. september 2024 20:07