Ekki séð ástæðu til að leggjast gegn framgangi samgöngusáttmálans Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2024 17:39 Hildur Björnsdóttir segir klofna afstöðu flokksins til samgöngumála ekki vera lýsandi fyrir afstöðu flokksins í öðrum stórum málum. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, hefði ekki greitt atkvæði gegn afgreiðslu samgöngusáttmálans ef hún hefði verið viðstödd borgarstjórnarfund í gær. Þrátt fyrir að hún telji að ýmislegt hefði mátt betur fara þá hafi hún ekki séð ástæðu til að leggjast beinlínis gegn framgangi sáttmálans. Hildur er þessa dagana í útlöndum en hún gaf sér tíma í að svara nokkrum spurningum fréttastofu skriflega. Hún var spurð út í afstöðu Sjálfstæðismanna í borginni til samgöngusáttmálans í ljósi þess að við afgreiðslu málsins í gær greiddi einn með sáttmálanum, fjórir gegn og einn sat hjá við afgreiðslu. Kyrrstaðan rofin í samgöngumálum borgarinnar Hildur svaraði því til að enginn fái sáttmálann í hendurnar og líti á hann sem hina fullkomnu lausn við samgönguvandanum í ljósi þess að hann sé viðamikið plagg sem byggi á sátt ólíkra flokka og að nokkuð flókið sé að taka afstöðu til þess. „Stóra myndin er hins vegar sú að loks verður kyrrstaðan í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins rofin. Tryggð verður breið fjárfesting í fjölbreyttum samgöngum á svæðinu, sem er vissulega löngu tímabært. Af þeirri ástæðu hef ég ekki séð ástæðu til að leggjast gegn framgangi sáttmálans þó ég hefði vissulega viljað útfæra ýmislegt með öðrum hætti. Eftir nýjustu uppfærslur tryggir sáttmálinn stórsókn í uppbyggingu göngu- og hjólastíga, hann tryggir mikilvægan stuðning ríkisins við rekstur almenningssamgangna og er fyrsta skrefið í jarðgangnagerð á höfuðborgarsvæðinu. Þessu er sjálfsagt að fagna.“ Að mati Sjálfstæðismanna í borginni hafi þó ýmislegt mátt betur fara, ekki hvað síst forgangsröðun verkefna í Reykjavík. Þá hafi Sjálfstæðismenn áhyggjur af fjármögnun sáttmálans og bendir á að enn ríki óvissa um hin svokölluðu flýtigjöld í umferðinni. „Í þessu samhengi mun hins vegar skipta meginmáli hvernig gjaldheimtan verður útfærð og að önnur skattheimta af bíleigendum falli niður samhliða. Þessum atriðum munum við fylgja eftir í framhaldinu enda ýmsir lausir endar sáttmálans enn óhnýttir.“ Almennt séu Sjálfstæðismenn hlynntir sáttmálanum Hildur var þá spurð hvernig það væri að vera leiðtogi flokks þar sem fólk væri á jafn ólíkri skoðun og raun ber vitni í svo stóru pólitísku máli. „Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur undirritað samgöngusáttmálann ásamt bæjarstjórum okkar á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægi sáttmálans var jafnframt undirstrikað nýverið á fjölmennum flokksráðsfundi. Heilt yfir upplifi ég mikla samstöðu meðal sjálfstæðismanna í málinu þó nokkrir hafi valið að standa utan þeirrar samstöðu. Uppi eru ýmsar áhyggjuraddir sem mér finnst eðlilegt að hlýða á og taka skynsamlegt tillit til í framhaldinu.“ Endurspeglar þessi klofningur í málinu ólík sjónarmið borgarfulltrúa í öðrum stórum málum líka? „Alls ekki. Við stöndum á sameiginlegri sýn fyrir borgina þó vissulega hafi í þessu tiltekna máli einhverjum þótt gallar sáttmálans vega þyngra en kostirnir. Það er ekki óvenjulegt í breiðfylkingu á borð við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Hildur. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Samgöngur Reykjavík Borgarlína Tengdar fréttir Eigin sannfæring útskýri sögulegan klofning Sjálfstæðismanna Borgarstjóri segir að uppfærður samgöngusáttmáli muni með tíð og tíma leiða til þess að auðveldara verður fyrir borgarbúa að komast leiðar sinnar. Sáttmálinn var samþykktur í gær en Sjálfstæðisflokkurinn var þríklofinn í afstöðu sinni. Borgarfulltrúi flokksins sem sat hjá við afgreiðslu segir að þau hafi viljað leyfa sér að standa með eigin sannfæringu. 18. september 2024 13:28 Sjálfstæðisflokkurinn þríklofinn um samgöngusáttmála Sjálfstæðisflokkurinn þríklofnaði í atkvæðagreiðslu um uppfærðan samgöngusáttmála í borgarstjórn í dag. Einn borgarfulltrúi greiddi atkvæði með uppfærslu sáttmálans, fjórir gegn henni og einn sat hjá. 17. september 2024 20:07 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Sjá meira
Þrátt fyrir að hún telji að ýmislegt hefði mátt betur fara þá hafi hún ekki séð ástæðu til að leggjast beinlínis gegn framgangi sáttmálans. Hildur er þessa dagana í útlöndum en hún gaf sér tíma í að svara nokkrum spurningum fréttastofu skriflega. Hún var spurð út í afstöðu Sjálfstæðismanna í borginni til samgöngusáttmálans í ljósi þess að við afgreiðslu málsins í gær greiddi einn með sáttmálanum, fjórir gegn og einn sat hjá við afgreiðslu. Kyrrstaðan rofin í samgöngumálum borgarinnar Hildur svaraði því til að enginn fái sáttmálann í hendurnar og líti á hann sem hina fullkomnu lausn við samgönguvandanum í ljósi þess að hann sé viðamikið plagg sem byggi á sátt ólíkra flokka og að nokkuð flókið sé að taka afstöðu til þess. „Stóra myndin er hins vegar sú að loks verður kyrrstaðan í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins rofin. Tryggð verður breið fjárfesting í fjölbreyttum samgöngum á svæðinu, sem er vissulega löngu tímabært. Af þeirri ástæðu hef ég ekki séð ástæðu til að leggjast gegn framgangi sáttmálans þó ég hefði vissulega viljað útfæra ýmislegt með öðrum hætti. Eftir nýjustu uppfærslur tryggir sáttmálinn stórsókn í uppbyggingu göngu- og hjólastíga, hann tryggir mikilvægan stuðning ríkisins við rekstur almenningssamgangna og er fyrsta skrefið í jarðgangnagerð á höfuðborgarsvæðinu. Þessu er sjálfsagt að fagna.“ Að mati Sjálfstæðismanna í borginni hafi þó ýmislegt mátt betur fara, ekki hvað síst forgangsröðun verkefna í Reykjavík. Þá hafi Sjálfstæðismenn áhyggjur af fjármögnun sáttmálans og bendir á að enn ríki óvissa um hin svokölluðu flýtigjöld í umferðinni. „Í þessu samhengi mun hins vegar skipta meginmáli hvernig gjaldheimtan verður útfærð og að önnur skattheimta af bíleigendum falli niður samhliða. Þessum atriðum munum við fylgja eftir í framhaldinu enda ýmsir lausir endar sáttmálans enn óhnýttir.“ Almennt séu Sjálfstæðismenn hlynntir sáttmálanum Hildur var þá spurð hvernig það væri að vera leiðtogi flokks þar sem fólk væri á jafn ólíkri skoðun og raun ber vitni í svo stóru pólitísku máli. „Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur undirritað samgöngusáttmálann ásamt bæjarstjórum okkar á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægi sáttmálans var jafnframt undirstrikað nýverið á fjölmennum flokksráðsfundi. Heilt yfir upplifi ég mikla samstöðu meðal sjálfstæðismanna í málinu þó nokkrir hafi valið að standa utan þeirrar samstöðu. Uppi eru ýmsar áhyggjuraddir sem mér finnst eðlilegt að hlýða á og taka skynsamlegt tillit til í framhaldinu.“ Endurspeglar þessi klofningur í málinu ólík sjónarmið borgarfulltrúa í öðrum stórum málum líka? „Alls ekki. Við stöndum á sameiginlegri sýn fyrir borgina þó vissulega hafi í þessu tiltekna máli einhverjum þótt gallar sáttmálans vega þyngra en kostirnir. Það er ekki óvenjulegt í breiðfylkingu á borð við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Hildur.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Samgöngur Reykjavík Borgarlína Tengdar fréttir Eigin sannfæring útskýri sögulegan klofning Sjálfstæðismanna Borgarstjóri segir að uppfærður samgöngusáttmáli muni með tíð og tíma leiða til þess að auðveldara verður fyrir borgarbúa að komast leiðar sinnar. Sáttmálinn var samþykktur í gær en Sjálfstæðisflokkurinn var þríklofinn í afstöðu sinni. Borgarfulltrúi flokksins sem sat hjá við afgreiðslu segir að þau hafi viljað leyfa sér að standa með eigin sannfæringu. 18. september 2024 13:28 Sjálfstæðisflokkurinn þríklofinn um samgöngusáttmála Sjálfstæðisflokkurinn þríklofnaði í atkvæðagreiðslu um uppfærðan samgöngusáttmála í borgarstjórn í dag. Einn borgarfulltrúi greiddi atkvæði með uppfærslu sáttmálans, fjórir gegn henni og einn sat hjá. 17. september 2024 20:07 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Sjá meira
Eigin sannfæring útskýri sögulegan klofning Sjálfstæðismanna Borgarstjóri segir að uppfærður samgöngusáttmáli muni með tíð og tíma leiða til þess að auðveldara verður fyrir borgarbúa að komast leiðar sinnar. Sáttmálinn var samþykktur í gær en Sjálfstæðisflokkurinn var þríklofinn í afstöðu sinni. Borgarfulltrúi flokksins sem sat hjá við afgreiðslu segir að þau hafi viljað leyfa sér að standa með eigin sannfæringu. 18. september 2024 13:28
Sjálfstæðisflokkurinn þríklofinn um samgöngusáttmála Sjálfstæðisflokkurinn þríklofnaði í atkvæðagreiðslu um uppfærðan samgöngusáttmála í borgarstjórn í dag. Einn borgarfulltrúi greiddi atkvæði með uppfærslu sáttmálans, fjórir gegn henni og einn sat hjá. 17. september 2024 20:07