Eigin sannfæring útskýri sögulegan klofning Sjálfstæðismanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2024 13:28 Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi, segir Sjálfstæðismenn í borginni hafa viljað standa með sinni sannfæringu. Vísir/vilhelm Borgarstjóri segir að uppfærður samgöngusáttmáli muni með tíð og tíma leiða til þess að auðveldara verður fyrir borgarbúa að komast leiðar sinnar. Sáttmálinn var samþykktur í gær en Sjálfstæðisflokkurinn var þríklofinn í afstöðu sinni. Borgarfulltrúi flokksins sem sat hjá við afgreiðslu segir að þau hafi viljað leyfa sér að standa með eigin sannfæringu. Uppfærður samgöngusáttmáli var samþykktur í borgarstjórn í borgarstjórn í gær. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, segir sáttmálann fela í sér fjölmargar aðgerðir sem miði að því að greiða fyrir flæði umferðar á höfuðborgarsvæðinu. „Fjölbreyttar aðgerðir bæði fyrir einkabílinn, með mislægum gatnamótum með stokkum og göngum en líka bættar almenningssamgöngur þannig að þær verði skilvirkar og áreiðanlegar og svo mikil sókn í hjólastígum og það sem ég hef mikinn áhuga á, bætt ljósastýring á umferðarljósunum,“ segir borgarstjóri. Segir Sjálfstæðismenn í borginni skorta stefnu í samgöngumálum Ef við gefum okkur að hjáseta sé afstaða þá var Sjálfstæðisflokkurinn í borginni þríklofinn í afstöðu til málsins. Einn greiddi atkvæði með, fjórir greiddu atkvæði gegn og einn sat hjá. Einar segir að honum virðist Sjálfstæðisflokkurinn í borginni ekki hafa neina stefnu í samgöngumálum í Reykjavík. „Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vinnur gegn stefnu formannsins, gegn stefnu flokksráðsfundar sem var samþykkt núna nýlega, gegn stefnu sjálfstæðismanna í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík og það er sorglegt að horfa á það hvað þau eru ósamstíga og atkvæðagreiðslan í gær leiddi það í ljós,“ segir Einar Þorsteinsson. Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem sat hjá við afgreiðslu málsins, segir flokkinn stóran og að innan hans rúmist ólíkar skoðanir. „Sum okkar kjósa að líta á glasið hálf fullt í þessu máli, og önnur hálf tómt og aðrir sjá bara hálft glas. Við nálgumst þetta öll á ólíkum forsendum og tókum þá ákvörðun að leyfa okkur að standa með eigin sannfæringu vegna þess að við höfum ólíka afstöðu.“ Vildu flýta Miklubrautargöngum Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu í gær um að ráðast fyrr í Miklubrautargöng sem borgarfulltrúar telja að sé einna mikilvægast til að greiða fyrir umferð. „Og klára það um það leyti sem þau eiga að hefjast í skipulagi og plani samgöngusáttmálans og okkur finnst einmitt vera mikil innviða-og samgöngubótaskuld á höfuðborgarsvæðinu. Milljörðum á milljörðum ofan hefur verið varið í alls konar samgönguverkefni um allt land en lítið gerst á höfuðborgarsvæðinu síðustu tíu til fimmtán árin. Þess vegna meðal annars lögðum við fram þessa tillögu um að flýta Miklubrautargöngum sem meirihlutinn hafnaði,“ segir Friðjón. Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Samgöngur Reykjavík Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þríklofinn um samgöngusáttmála Sjálfstæðisflokkurinn þríklofnaði í atkvæðagreiðslu um uppfærðan samgöngusáttmála í borgarstjórn í dag. Einn borgarfulltrúi greiddi atkvæði með uppfærslu sáttmálans, fjórir gegn henni og einn sat hjá. 17. september 2024 20:07 Erfitt að fylgja þræði í hugmyndum borgarfulltrúans Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir leiðinlegt að Borgarlínuframkvæmdir séu ekki komnar lengra en með nýjum samgöngusáttmála verði farið á fullt. Hann botnar lítið í hugmyndum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem ýmist stingur upp á fimmfalt dýrari lausn eða ódýrari. 28. ágúst 2024 14:31 Miklar tímamótaákvarðanir í samgöngusáttmála Vegamálastjóri segir ákvörðun um göng undir Miklubraut og aðrar stórframkvæmdir í samgöngusáttmála marka mikil tímamót. Nú geti raunverulegur undirbúningur hafist. Verkefni sáttmálans muni gerbreyta samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. 22. ágúst 2024 19:31 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Uppfærður samgöngusáttmáli var samþykktur í borgarstjórn í borgarstjórn í gær. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, segir sáttmálann fela í sér fjölmargar aðgerðir sem miði að því að greiða fyrir flæði umferðar á höfuðborgarsvæðinu. „Fjölbreyttar aðgerðir bæði fyrir einkabílinn, með mislægum gatnamótum með stokkum og göngum en líka bættar almenningssamgöngur þannig að þær verði skilvirkar og áreiðanlegar og svo mikil sókn í hjólastígum og það sem ég hef mikinn áhuga á, bætt ljósastýring á umferðarljósunum,“ segir borgarstjóri. Segir Sjálfstæðismenn í borginni skorta stefnu í samgöngumálum Ef við gefum okkur að hjáseta sé afstaða þá var Sjálfstæðisflokkurinn í borginni þríklofinn í afstöðu til málsins. Einn greiddi atkvæði með, fjórir greiddu atkvæði gegn og einn sat hjá. Einar segir að honum virðist Sjálfstæðisflokkurinn í borginni ekki hafa neina stefnu í samgöngumálum í Reykjavík. „Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vinnur gegn stefnu formannsins, gegn stefnu flokksráðsfundar sem var samþykkt núna nýlega, gegn stefnu sjálfstæðismanna í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík og það er sorglegt að horfa á það hvað þau eru ósamstíga og atkvæðagreiðslan í gær leiddi það í ljós,“ segir Einar Þorsteinsson. Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem sat hjá við afgreiðslu málsins, segir flokkinn stóran og að innan hans rúmist ólíkar skoðanir. „Sum okkar kjósa að líta á glasið hálf fullt í þessu máli, og önnur hálf tómt og aðrir sjá bara hálft glas. Við nálgumst þetta öll á ólíkum forsendum og tókum þá ákvörðun að leyfa okkur að standa með eigin sannfæringu vegna þess að við höfum ólíka afstöðu.“ Vildu flýta Miklubrautargöngum Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu í gær um að ráðast fyrr í Miklubrautargöng sem borgarfulltrúar telja að sé einna mikilvægast til að greiða fyrir umferð. „Og klára það um það leyti sem þau eiga að hefjast í skipulagi og plani samgöngusáttmálans og okkur finnst einmitt vera mikil innviða-og samgöngubótaskuld á höfuðborgarsvæðinu. Milljörðum á milljörðum ofan hefur verið varið í alls konar samgönguverkefni um allt land en lítið gerst á höfuðborgarsvæðinu síðustu tíu til fimmtán árin. Þess vegna meðal annars lögðum við fram þessa tillögu um að flýta Miklubrautargöngum sem meirihlutinn hafnaði,“ segir Friðjón.
Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Samgöngur Reykjavík Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þríklofinn um samgöngusáttmála Sjálfstæðisflokkurinn þríklofnaði í atkvæðagreiðslu um uppfærðan samgöngusáttmála í borgarstjórn í dag. Einn borgarfulltrúi greiddi atkvæði með uppfærslu sáttmálans, fjórir gegn henni og einn sat hjá. 17. september 2024 20:07 Erfitt að fylgja þræði í hugmyndum borgarfulltrúans Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir leiðinlegt að Borgarlínuframkvæmdir séu ekki komnar lengra en með nýjum samgöngusáttmála verði farið á fullt. Hann botnar lítið í hugmyndum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem ýmist stingur upp á fimmfalt dýrari lausn eða ódýrari. 28. ágúst 2024 14:31 Miklar tímamótaákvarðanir í samgöngusáttmála Vegamálastjóri segir ákvörðun um göng undir Miklubraut og aðrar stórframkvæmdir í samgöngusáttmála marka mikil tímamót. Nú geti raunverulegur undirbúningur hafist. Verkefni sáttmálans muni gerbreyta samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. 22. ágúst 2024 19:31 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn þríklofinn um samgöngusáttmála Sjálfstæðisflokkurinn þríklofnaði í atkvæðagreiðslu um uppfærðan samgöngusáttmála í borgarstjórn í dag. Einn borgarfulltrúi greiddi atkvæði með uppfærslu sáttmálans, fjórir gegn henni og einn sat hjá. 17. september 2024 20:07
Erfitt að fylgja þræði í hugmyndum borgarfulltrúans Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir leiðinlegt að Borgarlínuframkvæmdir séu ekki komnar lengra en með nýjum samgöngusáttmála verði farið á fullt. Hann botnar lítið í hugmyndum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem ýmist stingur upp á fimmfalt dýrari lausn eða ódýrari. 28. ágúst 2024 14:31
Miklar tímamótaákvarðanir í samgöngusáttmála Vegamálastjóri segir ákvörðun um göng undir Miklubraut og aðrar stórframkvæmdir í samgöngusáttmála marka mikil tímamót. Nú geti raunverulegur undirbúningur hafist. Verkefni sáttmálans muni gerbreyta samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. 22. ágúst 2024 19:31