Telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir kafbátsslysið Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2024 09:29 Skutur kafbátsins Títans á botni Atlantshafsins í júní 2023. AP/Pelagic Research Services Starfsmaður fyrirtækisins sem átti kafbátinn sem fórst nærri flaki Títanik í fyrra segir að hægt hefði verið að komast hjá slysinu ef hlustað hefði verið á varnarorð hans. Ein síðustu skilaboðin sem bárust frá áhöfninn voru „allt í góðu hér“. Opnar vitnaleiðslur fara nú fram í rannsókn bandarískrar sjóslysanefndar á feigðarför kafbátsins Títans sem féll saman undan þrýstingi á leið sinni að flaki Títaniks undan ströndum Nýfundnalands í júní í fyrra. Fimm manns fórust með bátnum, þar á meðal Stockton Rush, forstjóri fyrirtækisins Oceangate sem gerði út kafbátinn. Rush lét opinbera aðila aldrei votta öryggi kafbátsins sem fyrirtæki hans smíðaði á óhefðbundinn hátt. Þá er hann sagður hafa hugsað meira um kostnaðinn en öryggið við smíði bátsins. Fyrrverandi rekstrarstjóri Oceangate sem lagði fram kvörtun til vinnueftirlits Bandaríkjanna (OSHA) átta mánuðum áður en Títan fórst sagði rannsóknarnefndinni í gær að hægt hefði verið að koma í veg fyrir harmleikinn ef stofnunin hefði rannsakað efni kvörtunar hans. „Ég tel að ef OSHA hefði reynt að rannsaka alvarleika þeirra álitamála sem ég vakti athygli hennar á ítrekað að þá hefði mögulega verið hægt að fyrirbyggja þennan harmleik,“ sagði David Lochridge, fyrrverandi rekstrarstjórinn. Hann hætti hjá Oceangate tíu mánuðum eftir að hann lagði kvörtunina fram. David Lochridge, fyrrverandi rekstrarstjóri Oceangate, kom fyrir sjóslysanefnd í Norður-Charleston í Suður-Karólínu í gær.AP/Andrew J. Whitaker/The Post and Courier Neitaði að stýra bátnum Framburður Lochridge um að allt hafi snúist um peninga hjá Oceangate var studdur af Tony Nissen, fyrrverandi aðalverkfræðingi fyrirtækisins. Rush hefði verið erfiður í samstarfi og oft lýst miklum áhyggjum af kostnaði og verkáætlun fyrirtækisins. Flestir hefðu lúffað fyrir Rush en þeir tveir hefðu oft tekist á bak við tjöldin. Lýsti Nissen því að hann hefði upplifað þrýsting um að sjósetja Títan á meðan köfunartækið var í þróun. Sjálfur hefði hann neitað að stýra bátnum vegna þess að hann treysti ekki starfsmönnum fyrirtækisins fyrir nokkrum árum. Árið 2019 hafi hann komið í veg fyrir að Títan yrði siglt að Títanik vegna þess að báturinn stóðst ekki væntingar sem gerðar voru til hans. Nissen var rekinn síðar það ár. Engu að síður taldi Nissen ekki að Rush hefði þrýst á hann að líta fram hjá öryggissjónarmiðum og frekari prófunum á bátnum. Myndir af stjórnbúnaði kafbátsins Títans sem voru lagðar fram við rannsóknina. Bátnum var stýrt með fjarstýringu sem líkist helst leikjatölvufjarstýringu.AP/Andrew J. Whitaker/The Post and Courier „Allt í góðu hér“ Textaskilaboð sem fóru á milli áhafnar Títans og móðurskipsins Polar Prince eru á meðal þess sem hefur verið lagt fram við rannsóknina. Ein þau síðustu sem bárust frá kafbátnum voru „allt í góðu hér“ þegar stjórnendur móðurskipsins spurðu hvort það sæist ennþá á radar. Síðustu skilaboðin frá bátnum voru að áhöfnin hefði losað sig við kjölfestur til þess að komast upp á yfirborðið. Aðeins nokkrum sekúndum síðar sást Títan síðast á ratsjá, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Rannsókn sjóslysanefndarinnar er ætlað að ákvarða orsakir slyssins. Ef hún leiðir í ljós misferli eða vanrækslu sjómanna getur hún vísað málum til löggæsluyfirvalda. Hafið Titanic Bandaríkin Tengdar fréttir Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. 23. júní 2023 00:00 Fjölþjóðleg rannsókn á kafbátaslysinu í fullum gangi Rannsakendur safna nú vísbendingum um um afdrif kafbátsins Títans sem fórst í Norður-Atlantshafi við flak Títanik saman á Nýfundnalandi. Fimm stofnanir frá fjórum löndum taka þátt í rannsókninni en ekki er ljóst hve langan tíma hún gæti tekið. 26. júní 2023 09:18 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Opnar vitnaleiðslur fara nú fram í rannsókn bandarískrar sjóslysanefndar á feigðarför kafbátsins Títans sem féll saman undan þrýstingi á leið sinni að flaki Títaniks undan ströndum Nýfundnalands í júní í fyrra. Fimm manns fórust með bátnum, þar á meðal Stockton Rush, forstjóri fyrirtækisins Oceangate sem gerði út kafbátinn. Rush lét opinbera aðila aldrei votta öryggi kafbátsins sem fyrirtæki hans smíðaði á óhefðbundinn hátt. Þá er hann sagður hafa hugsað meira um kostnaðinn en öryggið við smíði bátsins. Fyrrverandi rekstrarstjóri Oceangate sem lagði fram kvörtun til vinnueftirlits Bandaríkjanna (OSHA) átta mánuðum áður en Títan fórst sagði rannsóknarnefndinni í gær að hægt hefði verið að koma í veg fyrir harmleikinn ef stofnunin hefði rannsakað efni kvörtunar hans. „Ég tel að ef OSHA hefði reynt að rannsaka alvarleika þeirra álitamála sem ég vakti athygli hennar á ítrekað að þá hefði mögulega verið hægt að fyrirbyggja þennan harmleik,“ sagði David Lochridge, fyrrverandi rekstrarstjórinn. Hann hætti hjá Oceangate tíu mánuðum eftir að hann lagði kvörtunina fram. David Lochridge, fyrrverandi rekstrarstjóri Oceangate, kom fyrir sjóslysanefnd í Norður-Charleston í Suður-Karólínu í gær.AP/Andrew J. Whitaker/The Post and Courier Neitaði að stýra bátnum Framburður Lochridge um að allt hafi snúist um peninga hjá Oceangate var studdur af Tony Nissen, fyrrverandi aðalverkfræðingi fyrirtækisins. Rush hefði verið erfiður í samstarfi og oft lýst miklum áhyggjum af kostnaði og verkáætlun fyrirtækisins. Flestir hefðu lúffað fyrir Rush en þeir tveir hefðu oft tekist á bak við tjöldin. Lýsti Nissen því að hann hefði upplifað þrýsting um að sjósetja Títan á meðan köfunartækið var í þróun. Sjálfur hefði hann neitað að stýra bátnum vegna þess að hann treysti ekki starfsmönnum fyrirtækisins fyrir nokkrum árum. Árið 2019 hafi hann komið í veg fyrir að Títan yrði siglt að Títanik vegna þess að báturinn stóðst ekki væntingar sem gerðar voru til hans. Nissen var rekinn síðar það ár. Engu að síður taldi Nissen ekki að Rush hefði þrýst á hann að líta fram hjá öryggissjónarmiðum og frekari prófunum á bátnum. Myndir af stjórnbúnaði kafbátsins Títans sem voru lagðar fram við rannsóknina. Bátnum var stýrt með fjarstýringu sem líkist helst leikjatölvufjarstýringu.AP/Andrew J. Whitaker/The Post and Courier „Allt í góðu hér“ Textaskilaboð sem fóru á milli áhafnar Títans og móðurskipsins Polar Prince eru á meðal þess sem hefur verið lagt fram við rannsóknina. Ein þau síðustu sem bárust frá kafbátnum voru „allt í góðu hér“ þegar stjórnendur móðurskipsins spurðu hvort það sæist ennþá á radar. Síðustu skilaboðin frá bátnum voru að áhöfnin hefði losað sig við kjölfestur til þess að komast upp á yfirborðið. Aðeins nokkrum sekúndum síðar sást Títan síðast á ratsjá, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Rannsókn sjóslysanefndarinnar er ætlað að ákvarða orsakir slyssins. Ef hún leiðir í ljós misferli eða vanrækslu sjómanna getur hún vísað málum til löggæsluyfirvalda.
Hafið Titanic Bandaríkin Tengdar fréttir Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. 23. júní 2023 00:00 Fjölþjóðleg rannsókn á kafbátaslysinu í fullum gangi Rannsakendur safna nú vísbendingum um um afdrif kafbátsins Títans sem fórst í Norður-Atlantshafi við flak Títanik saman á Nýfundnalandi. Fimm stofnanir frá fjórum löndum taka þátt í rannsókninni en ekki er ljóst hve langan tíma hún gæti tekið. 26. júní 2023 09:18 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. 23. júní 2023 00:00
Fjölþjóðleg rannsókn á kafbátaslysinu í fullum gangi Rannsakendur safna nú vísbendingum um um afdrif kafbátsins Títans sem fórst í Norður-Atlantshafi við flak Títanik saman á Nýfundnalandi. Fimm stofnanir frá fjórum löndum taka þátt í rannsókninni en ekki er ljóst hve langan tíma hún gæti tekið. 26. júní 2023 09:18