Sjálfstæðisflokkurinn þríklofinn um samgöngusáttmála Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. september 2024 20:07 Friðjón Friðjónsson sat hjá, Sandra Hlíf Ocares greiddi atkvæði með, en Kjartan Magnússon á móti. Sjálfstæðisflokkurinn þríklofnaði í atkvæðagreiðslu um uppfærðan samgöngusáttmála í borgarstjórn í dag. Einn borgarfulltrúi greiddi atkvæði með uppfærslu sáttmálans, fjórir gegn henni og einn sat hjá. Allir fulltrúar meirihlutans, þ.e. borgarfulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar, greiddu atkvæði með uppfærðum sáttmála, ásamt borgarfulltrúa VG. Auk fjögurra fulltrúa Sjálfstæðisflokks greiddu fulltrúi Sósíalistaflokksins og fulltrúi Flokks fólksins atkvæði gegn sáttmálanum. Sá fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem greiddi atkvæði með sáttmálanum er Sandra Hlíf Ocares, varaborgarfulltrúi, Vilja forgansraða Sundabraut Sandra lagði fram bókun um málið ásamt Friðjóni R. Friðjónssyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en hann sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Í bókuninni segir að ráðast verði í stórátak á höfuðborgarsvæðinu til að bæta samgöngur og auka öryggi í umferðinni, með skilvirkni og hagkvæmni að leiðarljósi. „Gjöld af umferð til að fjármagna samgöngumannvirki skulu miðast við notkun, samhliða niðurfellingu vörugjalda af bifreiðum og eldsneyti,“ segir í bókuninni, sem fjallað er um á vef RÚV. Þá lögðu þau áherslu á að verekefnum yrði forgangsraðað með ákveðnum hætti, til að vinna á þeim „bráðavanda sem miklar og vaxandi umferðatafir valda og tryggja að arðsemi ráði forgangsröðun.“ „Þá telja borgarfulltrúarnir jafnframt að lagning Sundabrautar skuli vera í forgangi. Borgarfulltrúarnir harma höfnun borgarstjórnar að Miklubrautargöngum verði flýtt.“ Samgöngur Borgarlína Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þrír handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Allir fulltrúar meirihlutans, þ.e. borgarfulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar, greiddu atkvæði með uppfærðum sáttmála, ásamt borgarfulltrúa VG. Auk fjögurra fulltrúa Sjálfstæðisflokks greiddu fulltrúi Sósíalistaflokksins og fulltrúi Flokks fólksins atkvæði gegn sáttmálanum. Sá fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem greiddi atkvæði með sáttmálanum er Sandra Hlíf Ocares, varaborgarfulltrúi, Vilja forgansraða Sundabraut Sandra lagði fram bókun um málið ásamt Friðjóni R. Friðjónssyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en hann sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Í bókuninni segir að ráðast verði í stórátak á höfuðborgarsvæðinu til að bæta samgöngur og auka öryggi í umferðinni, með skilvirkni og hagkvæmni að leiðarljósi. „Gjöld af umferð til að fjármagna samgöngumannvirki skulu miðast við notkun, samhliða niðurfellingu vörugjalda af bifreiðum og eldsneyti,“ segir í bókuninni, sem fjallað er um á vef RÚV. Þá lögðu þau áherslu á að verekefnum yrði forgangsraðað með ákveðnum hætti, til að vinna á þeim „bráðavanda sem miklar og vaxandi umferðatafir valda og tryggja að arðsemi ráði forgangsröðun.“ „Þá telja borgarfulltrúarnir jafnframt að lagning Sundabrautar skuli vera í forgangi. Borgarfulltrúarnir harma höfnun borgarstjórnar að Miklubrautargöngum verði flýtt.“
Samgöngur Borgarlína Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þrír handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Sjá meira