Síðasta skipun af þessu tagi leit dagsins ljós í desember, þegar Pútín sagði að fjölga ætti atvinnuhermönnum í 1,32 milljónir. Með kvaðmönnum og öðrum á heildarmannafli í herjum Rússlands að vera tæplega 2,4 milljónir, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.
Pútín sagði í júní að um sjö hundruð þúsund hermenn tækju þátt í innrásinni í Úkraínu. Frá því innrásin hófst hafa Rússar framkvæmt eina herkvaðningu en það var um haustið 2022. Þá voru 300 þúsund menn kvaddir í herinn en síðan þá hafa Rússar fyllt upp í raðir sínar með því að laða að sjálfboðaliða með mun hærri launum og bónusgreiðslum en gengur og gerist í Rússlandi.
Þessar greiðslur hafa aukist til muna á undanförnum mánuðum, sem sérfræðingar segja til marks um að erfiðara hafi orðið að fá fólk í herinn.
TASS fréttaveitan, sem rekin er af rússneska ríkinu, hefur eftir Dmitrí Peskóv, talsmanni Pútíns, að hann hafi gefið þessa skipun vegna þeirra fjölmörgu ógna sem steðja að Rússlandi.
Vísaði hann til gífurlegra óvinveitts ástands á vesturlandamærum Rússlands og óstöðugleika á landamærunum í austri. Því hefði verið nauðsynlegt að grípa til „viðeigandi ráðstafana“.
Sífellt eldri þjóðir
Mannfall hefur verið mikið í Úkraínu frá því innrásin hófst. Vestrænar leyniþjónustur áætla að Rússar hafi misst allt að tvö hundruð þúsund menn og um fjögur hundruð þúsund hafi særst, samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal.
Þá vísar miðillinn í leynilega greiningu yfirvalda í Úkraínu frá því fyrr á þessu ári, þar sem áætlað var að um áttatíu þúsund úkraínskir hermenn hefðu fallið og um fjögur hundruð þúsund hefðu særst.
Mannfall þetta hefur valdið vandamálum fyrir Rússa en hver fallinn hermaður veldur meiri vandræðum fyrir Úkraínumenn, sem hafa ekki aðgang að jafn miklum mannaforða eins og Rússar. Þá hafa um tíu milljónir Úkraínumanna flúið land eða búa á svæðum sem hafa verið hernumin frá því innrásin hófst.
Þjóðir bæði Rússlands og Úkraínu hafa elst mjög á undanförnum árum og stefnir í fólksfækkun í báðum ríkjum í framtíðinni.
Hér að neðan má sjá útskýringarmynd um aldursskiptingu úkraínsku þjóðarinnar.
One of the reasons Zelensky has held back from mobilising young men...
— François Valentin (@Valen10Francois) September 17, 2024
There's simply not a lot of them and Ukraine's demographic prospects were already very dire.
That's one of the most depressing population pyramid I've ever seen https://t.co/UMWaRlDWdL pic.twitter.com/dldKYRnVbJ