Ákvörðun dómsmálaráðherra um að fresta brottvísun fjölskyldunnar hafi gefið ríkisstjórninni færi á að skoða ýmsa þætti sem geta verið öðruvísi en í þeim þúsund málum sem hafa verið tekin fyrir og fólki vísað úr landi.
„Það hafa ekki verið neinar hótanir um stjórnarslit af þessu tilefni,“ segir Sigurður Ingi.
Hvað varðar stöðu Yazans segir Sigurðu Ingi það augljóst að staða hans sé sérstök og það sé mikilvægt að skoða alla þætti. Það sé verið að gera það en það séu þartilbær stjórnvöld sem taki svo ákvörðun um framhaldið. Það sé ekki ákvörðun sem verði tekin innan ríkisstjórnarinnar.
„Enda var ráðherrann eingöngu að taka ákvörðun um að fresta framfylgd tímabundið.“
Sigurður Ingi segir það vitað að innan fárra daga geti fjölskyldan fengið efnismeðferð hjá Útlendingastofnun en þá skapast réttur hjá fjölskyldunni fyrir endurupptöku máls og að það fari í efnismeðferð. Sigurður Ingi segir það ljóst að drengurinn sé á spítala eins og stendur og það sé ekki þörf á að drífa barnið úr landi á meðan það dvelur á sjúkrastofnun.
„Við vitum að barnið er innlagt á sjúkrastofnun og það er ekki held ég óráðlegt að undirbúa flutning á slíku barni.