Bjarni segir brottvísunina standa Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 17. september 2024 11:22 Bjarni bendir á að lögreglan hafi framfylgt um þúsund brottvísunum á þessu ári. Vísir/Einar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir brottvísun Yazans Tamimi standa. Ríkisstjórnin muni ekki taka ákvörðun um brottvísun, það verði að fara að lögum. Yazan er ellefu ára drengur frá Palestínu sem glímir við hrörnunarsjúkdóm. Beiðni hans og fjölskyldu um vernd hér á landi var synjað á árinu. Bjarni segir ákvörðun dómsmálaráðherra um að fresta brottvísun hans ekki einsdæmi. Það hafi gerst áður að brottvísun hafi verið frestað. Það hafi komið fram beiðni frá ráðherra Vinstri grænna að málið yrði skýrt betur áður en af brottvísuninni yrði. „Við því var orðið og við höfum verið að funda um það,“ segir Bjarni og að beiðninni hafi ekki verið svarað undir hótunum frá Vinstri grænum. Rætt var við Bjarna að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Fylgja verði lögum Hann segir að beiðni Vinstri grænna hafi fylgt efasemdir um þessa framkvæmd. Það hafi verið farið ofan í þetta allt á fundi ríkisstjórnarinnar. Niðurstaðan sé sú að það verði að fylgja lögum. Bjarni segir að honum virðist hafa verið staðið ágætlega að ákvörðuninni um að brottvísa Yazan. Hann hafi ekki séð neitt við ákvörðunina sem sýni að ekki hafi verið rétt staðið að henni. Hann segir Vinstri græna hafa haft áhyggjur af framkvæmdinni samt sem áður. Hann segir að á árinu hafi verið framkvæmdar um eitt þúsund brottvísanir og það hafi verið mat dómsmálaráðherra að það mætti láta á það reyna hvort það væri hægt að fresta henni. Brottvísunin standi sem áður. Ákvörðun hennar hafi aðeins snúið að því hvort það mætti fresta henni. Bjarni segir ljóst að ríkisstjórnin muni ekki taka ákvörðun um brottvísunina. „Það sem okkur munar um er að það séu reglur sem eiga að gilda um alla. Það er algert grundvallaratriði,“ segir Bjarni og að það sé verið að treysta á viðamikið kerfi sem lögreglan og fleiri koma að. Sem hafi hnökralaust á þessu ári tryggt brottvísun um eitt þúsund einstaklinga. „Það er engin ástæða til að efast um kerfið í heild sinni,“ segir Bjarni og að hér sé að ræða einstakt tilvik. Það sé óvanalegt að slíkt sé tekið fyrir í ríkisstjórn. Þau hafi ekki séð neitt sérstakt við málið í sínum umræðum og því standi það áfram í því ferli sem það er. Að brottvísunin standi. Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir aðstoðarkona Yazans hitti hann og fjölskyldu hans í gær. Hún er ein þeirra sem mótmælir fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Hún segir Yazan þreyttan eftir að hafa setið í hjólastól í sjö tíma í gær og faðir hans brákaðan eftir aðgerðir lögreglu. 17. september 2024 10:33 Bein útsending: Nota sönginn til að mótmæla vegna Yazan Nokkur hundruð manns eru saman komin við Hverfisgötu í miðbæ Reykjavík fyrir utan skrifstofur forsætisráðuneytisins þar sem ríkisstjórnin situr á reglubundnum þriðjudagsfundi sínum. 17. september 2024 09:44 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Bjarni segir ákvörðun dómsmálaráðherra um að fresta brottvísun hans ekki einsdæmi. Það hafi gerst áður að brottvísun hafi verið frestað. Það hafi komið fram beiðni frá ráðherra Vinstri grænna að málið yrði skýrt betur áður en af brottvísuninni yrði. „Við því var orðið og við höfum verið að funda um það,“ segir Bjarni og að beiðninni hafi ekki verið svarað undir hótunum frá Vinstri grænum. Rætt var við Bjarna að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Fylgja verði lögum Hann segir að beiðni Vinstri grænna hafi fylgt efasemdir um þessa framkvæmd. Það hafi verið farið ofan í þetta allt á fundi ríkisstjórnarinnar. Niðurstaðan sé sú að það verði að fylgja lögum. Bjarni segir að honum virðist hafa verið staðið ágætlega að ákvörðuninni um að brottvísa Yazan. Hann hafi ekki séð neitt við ákvörðunina sem sýni að ekki hafi verið rétt staðið að henni. Hann segir Vinstri græna hafa haft áhyggjur af framkvæmdinni samt sem áður. Hann segir að á árinu hafi verið framkvæmdar um eitt þúsund brottvísanir og það hafi verið mat dómsmálaráðherra að það mætti láta á það reyna hvort það væri hægt að fresta henni. Brottvísunin standi sem áður. Ákvörðun hennar hafi aðeins snúið að því hvort það mætti fresta henni. Bjarni segir ljóst að ríkisstjórnin muni ekki taka ákvörðun um brottvísunina. „Það sem okkur munar um er að það séu reglur sem eiga að gilda um alla. Það er algert grundvallaratriði,“ segir Bjarni og að það sé verið að treysta á viðamikið kerfi sem lögreglan og fleiri koma að. Sem hafi hnökralaust á þessu ári tryggt brottvísun um eitt þúsund einstaklinga. „Það er engin ástæða til að efast um kerfið í heild sinni,“ segir Bjarni og að hér sé að ræða einstakt tilvik. Það sé óvanalegt að slíkt sé tekið fyrir í ríkisstjórn. Þau hafi ekki séð neitt sérstakt við málið í sínum umræðum og því standi það áfram í því ferli sem það er. Að brottvísunin standi.
Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir aðstoðarkona Yazans hitti hann og fjölskyldu hans í gær. Hún er ein þeirra sem mótmælir fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Hún segir Yazan þreyttan eftir að hafa setið í hjólastól í sjö tíma í gær og faðir hans brákaðan eftir aðgerðir lögreglu. 17. september 2024 10:33 Bein útsending: Nota sönginn til að mótmæla vegna Yazan Nokkur hundruð manns eru saman komin við Hverfisgötu í miðbæ Reykjavík fyrir utan skrifstofur forsætisráðuneytisins þar sem ríkisstjórnin situr á reglubundnum þriðjudagsfundi sínum. 17. september 2024 09:44 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir aðstoðarkona Yazans hitti hann og fjölskyldu hans í gær. Hún er ein þeirra sem mótmælir fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Hún segir Yazan þreyttan eftir að hafa setið í hjólastól í sjö tíma í gær og faðir hans brákaðan eftir aðgerðir lögreglu. 17. september 2024 10:33
Bein útsending: Nota sönginn til að mótmæla vegna Yazan Nokkur hundruð manns eru saman komin við Hverfisgötu í miðbæ Reykjavík fyrir utan skrifstofur forsætisráðuneytisins þar sem ríkisstjórnin situr á reglubundnum þriðjudagsfundi sínum. 17. september 2024 09:44