Brynjar er einn þeirra sem þorir að segja hlutina sama hversu óþægilegir þeir kunna að vera. Hann er skemmtilegur og fyndinn fýlupúki sem elskar að stuða.
Móðurættin vinstri sinnuð
Í þættinum ræðir Brynjar fjölskylduna, syni sína tvo og menntaskólaárin í MH þar sem honum þótti allir fremur listhneigðir. Brynjar er fæddur í Hlíðunum þar sem hann býr enn og þar ólst hann upp með tveimur eldri bræðrum.
Pabbi hans var rútu- og leigubílstjóri og mamma hans vann allskonar, var matráður og afgreiðslukona í verslun og alltaf útivinnandi. En hvar voru þau í pólitík?
„Móðurættin var öll vinstrisinnuð. Ég er ekki einu sinni viss að mamma mín hefði kosið mig ef ég hefði verið á þingi. En föðurættin var nú öll frekar hægrisinnuð held ég.“