Háskólinn sveik stúdenta um góðar samgöngur Guðni Thorlacius og Katla Ólafsdóttir skrifa 17. september 2024 11:31 U-passinn: Orðið sem er á allra manna vörum í Vatnsmýrinni. U-passinn hefur verið mikið í umræðunni meðal nemenda í HÍ, sér í lagi í ljósi gjaldtöku HÍ á bílastæðum skólans, en hvað er hann? U-passinn er afsláttarkort í almenningssamgöngur að erlendri fyrirmynd. Ástæðan fyrir því að talað er um U-passa en ekki strætókort á betri kjörum er sú að í U-passanum felst einnig aðgangur að rafskútum og deilibílum. U-passinn er þannig til þess að vefa saman öflugt og umhverfisvænt samgöngunet fyrir stúdenta. Röskvuliðar í Stúdentaráði hafa árum saman barist fyrir U-passanum en það hefur stundum verið nokkuð óljóst um hvað er rætt. Úr þessu ber að bæta, kæri stúdent, og því ætlum við að útlista þá fjölmörgu kosti sem háskólasamfélaginu býðst við það að innleiða U-passan. Kostir U-passans rúmast varla fyrir í einum litlum skoðanapistli, en helst ber að nefna að hann veitir stúdentum raunverulegan valkost í því hvernig þeir komast í skólann. Bætt aðgengi að almenningssamgöngum varðar allra stúdenta, komi þeir keyrandi eða á vegum þeirrar gulu. Þvert á útreikninga helstu stærðfræðinga Félags Íslenskra Bifreiðaeigenda geta strætisvagnar flutt talsvert fleira fólk á töluvert betri tíma en floti einkabifreiða. Samkvæmt ferðavenjukönnun sem HÍ lagði fyrir stúdenta ferðast um 59% stúdenta að jafnaði ein í bíl í skólann, það eru rúmlega 8000 bílar. Ef aðeins um 10% stúdenta sem taka einkabílinn ein myndu færa sig yfir í strætó, væru bílarnir orðnir um 6500 talsins. 1500 færri bílar að bíða í röð við gönguljósin hjá Klambratúni. 1500 færri rauð ljós í stöppunni á Kringlumýrarbraut. Ef einhver hluti þeirra stúdenta sem búa við strætóleiðir nýtir sér almenningssamgöngur þá opnast pláss í umferðinni fyrir þá stúdenta sem ekki geta nýtt sér sömu samgöngur. U-passinn snýr að því að auðvelda þeim stúdentum sem ekki nýta sér almenningssamgöngur nú þegar til að hvíla bílinn, öllum til hagsbóta. En þá er komið að fílnum í herberginu: Upptöku bílastæðagjalda við HÍ. Bílastæðagjöld hafa verið til skoðunar við Háskólann mjög lengi, saga þeirra teygist alla leið aftur að 2013. Áhyggjur okkar eru skiljanlegar, við erum ekki tekjuhár hópur og því er mikilvægt að þegar gjaldtakan hefst að farið sé hóflega í hana, og að stúdentar fái eitthvað í staðinn. U-passinn er akkúrat slík mótvægisaðgerð, sem myndi hvort tveggja spara stúdentum þann pening sem það kostar að reka einkabíl, og að leggja honum við HÍ. Gjaldtakan er súrt epli að bíta í en við getum öll, eftir þessar fyrstu vikur í skólanum, viðurkennt að bílastæðin eru löngu sprungin. Það hlýtur að vera betri leið til að koma nemendum í og úr skólanum án þess að þeir þurfi að sitja í umferð í þrjú korter til þess eins að leggja lengst inni í vesturbænum og labba í korter í viðbót í tíma. Með flutningi Menntavísindasviðs í Sögu mun þessi hausverkur bara versna til muna nema gripið sé strax í taumana. Rektor og HÍ lofuðu okkur U-passa og loforð þeirra eru bindandi. U-passinn hefur verið í bígerð frá því um 2018, þegar fulltrúar Röskvu í Stúdentaráði HÍ kröfðust þess af háskólanum að bjóða nemendum betra aðgengi að almenningssamgöngum. Allt virtist vera á réttri leið, starfshópur var stofnaður og verið var að skoða tilboð frá Strætó varðandi fýsileika U-passans. En svo kom eitthvað upp á í ársbyrjun 2024, einhver reitur í Excel stemmdi ekki og Háskólinn sleit öllum samskiptum við fulltrúa Strætó. Á Háskólaþingi þann 17. janúar kynnti skólinn án nokkurs samráðs við stúdenta nýja tvíhyggju í samgöngumálum: Leið A, sem væri þá U-passi samhliða gjaldskyldu, eða leið B, sem væri gjaldskylda í áskrift. Innleiðing U-passans myndi kosta HÍ 45 milljón krónur á ári, en höldum því til haga að rekstur bílastæða HÍ kostar skólann 54 milljónir á ári. En á fundi stúdentaráðs þann 3. mars 2024 lét formaður framkvæmda- og tæknisviðs HÍ það í ljós að aldrei hafi staðið til að innleiða U-passa samhliða gjaldskyldu. Stúdentar voru sem sagt dregnir á asnaeyrum í sex ár til þess eins að spara háskólanum engan pening. Heldur svo hann gæti haldið áfram að tapa 54 milljónum á ári. Að ótöldum öllum stundum starfsfólks HÍ sem hafa farið í verkefnið hingað til. Sú vinna sem HÍ lagði til U-passans var þannig til sýndar að öllu leyti. Stúdentar og Strætó eru reiðubúin að innleiða U-passan, nú er boltinn á vallarhelming HÍ, og okkur ber að halda pressunni uppi. U-passinn er nauðsynlegur liður í bættu samgöngukerfi, umhverfisvænna háskólasvæði og byði stúdentum raunverulegt val á því hvernig þeir komast í skólann. Ef þú vilt bæta samgöngur fyrir alla stúdenta þá hvetjum við þig eindregið til að koma á kröfufund Röskvu á fimmtudag kl. 12:00 fyrir framan Aðalbyggingu HÍ! Látum til okkar taka, krefjumst aðgerða og bætum samgöngur á háskólasvæðinu fyrir alla stúdenta! Höfundar eru fulltrúar Röskvu í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Samgöngur Skóla- og menntamál Strætó Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
U-passinn: Orðið sem er á allra manna vörum í Vatnsmýrinni. U-passinn hefur verið mikið í umræðunni meðal nemenda í HÍ, sér í lagi í ljósi gjaldtöku HÍ á bílastæðum skólans, en hvað er hann? U-passinn er afsláttarkort í almenningssamgöngur að erlendri fyrirmynd. Ástæðan fyrir því að talað er um U-passa en ekki strætókort á betri kjörum er sú að í U-passanum felst einnig aðgangur að rafskútum og deilibílum. U-passinn er þannig til þess að vefa saman öflugt og umhverfisvænt samgöngunet fyrir stúdenta. Röskvuliðar í Stúdentaráði hafa árum saman barist fyrir U-passanum en það hefur stundum verið nokkuð óljóst um hvað er rætt. Úr þessu ber að bæta, kæri stúdent, og því ætlum við að útlista þá fjölmörgu kosti sem háskólasamfélaginu býðst við það að innleiða U-passan. Kostir U-passans rúmast varla fyrir í einum litlum skoðanapistli, en helst ber að nefna að hann veitir stúdentum raunverulegan valkost í því hvernig þeir komast í skólann. Bætt aðgengi að almenningssamgöngum varðar allra stúdenta, komi þeir keyrandi eða á vegum þeirrar gulu. Þvert á útreikninga helstu stærðfræðinga Félags Íslenskra Bifreiðaeigenda geta strætisvagnar flutt talsvert fleira fólk á töluvert betri tíma en floti einkabifreiða. Samkvæmt ferðavenjukönnun sem HÍ lagði fyrir stúdenta ferðast um 59% stúdenta að jafnaði ein í bíl í skólann, það eru rúmlega 8000 bílar. Ef aðeins um 10% stúdenta sem taka einkabílinn ein myndu færa sig yfir í strætó, væru bílarnir orðnir um 6500 talsins. 1500 færri bílar að bíða í röð við gönguljósin hjá Klambratúni. 1500 færri rauð ljós í stöppunni á Kringlumýrarbraut. Ef einhver hluti þeirra stúdenta sem búa við strætóleiðir nýtir sér almenningssamgöngur þá opnast pláss í umferðinni fyrir þá stúdenta sem ekki geta nýtt sér sömu samgöngur. U-passinn snýr að því að auðvelda þeim stúdentum sem ekki nýta sér almenningssamgöngur nú þegar til að hvíla bílinn, öllum til hagsbóta. En þá er komið að fílnum í herberginu: Upptöku bílastæðagjalda við HÍ. Bílastæðagjöld hafa verið til skoðunar við Háskólann mjög lengi, saga þeirra teygist alla leið aftur að 2013. Áhyggjur okkar eru skiljanlegar, við erum ekki tekjuhár hópur og því er mikilvægt að þegar gjaldtakan hefst að farið sé hóflega í hana, og að stúdentar fái eitthvað í staðinn. U-passinn er akkúrat slík mótvægisaðgerð, sem myndi hvort tveggja spara stúdentum þann pening sem það kostar að reka einkabíl, og að leggja honum við HÍ. Gjaldtakan er súrt epli að bíta í en við getum öll, eftir þessar fyrstu vikur í skólanum, viðurkennt að bílastæðin eru löngu sprungin. Það hlýtur að vera betri leið til að koma nemendum í og úr skólanum án þess að þeir þurfi að sitja í umferð í þrjú korter til þess eins að leggja lengst inni í vesturbænum og labba í korter í viðbót í tíma. Með flutningi Menntavísindasviðs í Sögu mun þessi hausverkur bara versna til muna nema gripið sé strax í taumana. Rektor og HÍ lofuðu okkur U-passa og loforð þeirra eru bindandi. U-passinn hefur verið í bígerð frá því um 2018, þegar fulltrúar Röskvu í Stúdentaráði HÍ kröfðust þess af háskólanum að bjóða nemendum betra aðgengi að almenningssamgöngum. Allt virtist vera á réttri leið, starfshópur var stofnaður og verið var að skoða tilboð frá Strætó varðandi fýsileika U-passans. En svo kom eitthvað upp á í ársbyrjun 2024, einhver reitur í Excel stemmdi ekki og Háskólinn sleit öllum samskiptum við fulltrúa Strætó. Á Háskólaþingi þann 17. janúar kynnti skólinn án nokkurs samráðs við stúdenta nýja tvíhyggju í samgöngumálum: Leið A, sem væri þá U-passi samhliða gjaldskyldu, eða leið B, sem væri gjaldskylda í áskrift. Innleiðing U-passans myndi kosta HÍ 45 milljón krónur á ári, en höldum því til haga að rekstur bílastæða HÍ kostar skólann 54 milljónir á ári. En á fundi stúdentaráðs þann 3. mars 2024 lét formaður framkvæmda- og tæknisviðs HÍ það í ljós að aldrei hafi staðið til að innleiða U-passa samhliða gjaldskyldu. Stúdentar voru sem sagt dregnir á asnaeyrum í sex ár til þess eins að spara háskólanum engan pening. Heldur svo hann gæti haldið áfram að tapa 54 milljónum á ári. Að ótöldum öllum stundum starfsfólks HÍ sem hafa farið í verkefnið hingað til. Sú vinna sem HÍ lagði til U-passans var þannig til sýndar að öllu leyti. Stúdentar og Strætó eru reiðubúin að innleiða U-passan, nú er boltinn á vallarhelming HÍ, og okkur ber að halda pressunni uppi. U-passinn er nauðsynlegur liður í bættu samgöngukerfi, umhverfisvænna háskólasvæði og byði stúdentum raunverulegt val á því hvernig þeir komast í skólann. Ef þú vilt bæta samgöngur fyrir alla stúdenta þá hvetjum við þig eindregið til að koma á kröfufund Röskvu á fimmtudag kl. 12:00 fyrir framan Aðalbyggingu HÍ! Látum til okkar taka, krefjumst aðgerða og bætum samgöngur á háskólasvæðinu fyrir alla stúdenta! Höfundar eru fulltrúar Röskvu í Stúdentaráði Háskóla Íslands.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar