Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir og Katrín Þrastardóttir skrifa 16. september 2024 15:01 Fyrir flest okkar eru tengslin sem við eigum við maka okkar og fjölskyldu það sem skiptir okkur mestu máli. Í nútímasamfélagi er hraðinn mikill og fylgja því ýmsir streituvaldar sem herja á fjölskyldulífið. Til að bæta og viðhalda heilbrigðum samböndum teljum við fjölskyldufræðingar áríðandi að hlúa að forvörnum þegar kemur að fjölskyldueiningunni. Foreldrahlutverkið er oft krefjandi og mikilvægt að foreldrar hafi aðgengi að stuðningi fagaðila þegar þörf krefur. Einnig er mikilvægt að stuðla að fjölskylduvænni vinnumenningu en það hjálpar okkur við að halda góðu jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Fjölskylduvæn vinnumenning leiðir af sér sterkari foreldra og öflugra starfsfólk. Þegar álagið er mikið, hvort sem það er í vinnu eða einkalífi getur verið gagnlegt að nýta sér fjölskyldu- og parameðferð. Við búum í samfélagi með fjölbreyttum fjölskyldugerðum, auknum samfélagslegum væntingum og innreið samfélagsmiðla og annarrar tækni inn á heimilin. Því geta fylgt áskoranir sem fjölskyldur nútímans þurfa að takast á við. Í fjölskyldu- og parameðferð er unnið að því að bæta samskipti og styrkja tengsl innan fjölskyldna og parsambanda, með það að markmiði að stuðla að betri andlegri og tilfinningalegri heilsu allra aðila. Fjölskyldufræðingar hafa lokið klínísku námi og veita meðferð byggða á gagnreyndum aðferðum. Þeir leggja áherslu á að skilja á hvaða hátt einstaklingar tengjast sínum nánustu auk þess sem áhrif uppeldis og aðstæðna í upprunafjölskyldu hvers og eins eru kortlögð. Með fjölskyldumeðferð er til dæmis hægt að vinna með rótgróin vandamál með það að markmiði að byggja upp sterkari tengsl og bæta samskipti. Fjölskyldumeðferð byggir meðal annars á tengslakenningum þar sem gengið er út frá því að fyrstu tengsl okkar við foreldra, eða umönnunaraðila, móti einstaklinginn og hafi áhrif á væntingar hans og hegðun í samböndum síðar á ævinni. Það tengslamynstur sem einstaklingar þróa með sér í æsku hefur áhrif á hvernig þeir eiga samskipti, takast á við áskoranir og tjá tilfinningar. Í fjölskyldumeðferð eru tengslamynstur skoðuð og leitast við að efla skilning fjölskyldumeðlima á eigin þörfum og annarra. Ekki er hægt að líta framhjá áhrifum uppruna okkar, fjölskyldunnar sem við ólumst upp innan. Það samskiptamynstur og tilfinningaleg viðbrögð sem hafa verið ríkjandi í uppvexti okkar, koma gjarnan fram endurtekið í samskiptum á fullorðinsárum. Í fjölskyldumeðferð er boðið upp á rými til að skoða og skilja þessi áhrif á samskipti. Með auknum skilningi myndast tækifæri til að vinna saman að því að brjóta upp neikvæð mynstur og koma á heilbrigðari leiðum til tengsla og samskipta. Það er breytilegt hver sækja fjölskyldumeðferð. Það getur verið hjón eða par, fullorðin börn og foreldrar þeirra eða jafnvel foreldar með börn sín. Allt fer það eftir því hvert markmiðið er hverju sinni. Í fjölskyldu- og parameðferð gefast tækifæri til að skapa varanleg og þroskandi tengsl, sem ekki aðeins þola áskoranir nútímans heldur einnig stuðla að vellíðan og betri lífsgæðum til framtíðar. Höfundar eru fjölskyldufræðingar og starfa hjá Auðnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Geðheilbrigði Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir flest okkar eru tengslin sem við eigum við maka okkar og fjölskyldu það sem skiptir okkur mestu máli. Í nútímasamfélagi er hraðinn mikill og fylgja því ýmsir streituvaldar sem herja á fjölskyldulífið. Til að bæta og viðhalda heilbrigðum samböndum teljum við fjölskyldufræðingar áríðandi að hlúa að forvörnum þegar kemur að fjölskyldueiningunni. Foreldrahlutverkið er oft krefjandi og mikilvægt að foreldrar hafi aðgengi að stuðningi fagaðila þegar þörf krefur. Einnig er mikilvægt að stuðla að fjölskylduvænni vinnumenningu en það hjálpar okkur við að halda góðu jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Fjölskylduvæn vinnumenning leiðir af sér sterkari foreldra og öflugra starfsfólk. Þegar álagið er mikið, hvort sem það er í vinnu eða einkalífi getur verið gagnlegt að nýta sér fjölskyldu- og parameðferð. Við búum í samfélagi með fjölbreyttum fjölskyldugerðum, auknum samfélagslegum væntingum og innreið samfélagsmiðla og annarrar tækni inn á heimilin. Því geta fylgt áskoranir sem fjölskyldur nútímans þurfa að takast á við. Í fjölskyldu- og parameðferð er unnið að því að bæta samskipti og styrkja tengsl innan fjölskyldna og parsambanda, með það að markmiði að stuðla að betri andlegri og tilfinningalegri heilsu allra aðila. Fjölskyldufræðingar hafa lokið klínísku námi og veita meðferð byggða á gagnreyndum aðferðum. Þeir leggja áherslu á að skilja á hvaða hátt einstaklingar tengjast sínum nánustu auk þess sem áhrif uppeldis og aðstæðna í upprunafjölskyldu hvers og eins eru kortlögð. Með fjölskyldumeðferð er til dæmis hægt að vinna með rótgróin vandamál með það að markmiði að byggja upp sterkari tengsl og bæta samskipti. Fjölskyldumeðferð byggir meðal annars á tengslakenningum þar sem gengið er út frá því að fyrstu tengsl okkar við foreldra, eða umönnunaraðila, móti einstaklinginn og hafi áhrif á væntingar hans og hegðun í samböndum síðar á ævinni. Það tengslamynstur sem einstaklingar þróa með sér í æsku hefur áhrif á hvernig þeir eiga samskipti, takast á við áskoranir og tjá tilfinningar. Í fjölskyldumeðferð eru tengslamynstur skoðuð og leitast við að efla skilning fjölskyldumeðlima á eigin þörfum og annarra. Ekki er hægt að líta framhjá áhrifum uppruna okkar, fjölskyldunnar sem við ólumst upp innan. Það samskiptamynstur og tilfinningaleg viðbrögð sem hafa verið ríkjandi í uppvexti okkar, koma gjarnan fram endurtekið í samskiptum á fullorðinsárum. Í fjölskyldumeðferð er boðið upp á rými til að skoða og skilja þessi áhrif á samskipti. Með auknum skilningi myndast tækifæri til að vinna saman að því að brjóta upp neikvæð mynstur og koma á heilbrigðari leiðum til tengsla og samskipta. Það er breytilegt hver sækja fjölskyldumeðferð. Það getur verið hjón eða par, fullorðin börn og foreldrar þeirra eða jafnvel foreldar með börn sín. Allt fer það eftir því hvert markmiðið er hverju sinni. Í fjölskyldu- og parameðferð gefast tækifæri til að skapa varanleg og þroskandi tengsl, sem ekki aðeins þola áskoranir nútímans heldur einnig stuðla að vellíðan og betri lífsgæðum til framtíðar. Höfundar eru fjölskyldufræðingar og starfa hjá Auðnast.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun