Meirihluti auglýstra nýbygginga óseldur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. september 2024 16:11 Vesturbærinn í forgrunni, en Seltjarnarnes, þar sem nýbyggingar eru hvað dýrastar, sést í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Rúmlega sex af hverjum tíu nýbyggingum sem auglýstar voru til sölu á höfuðborgarsvæðinu á fyrri hluta árs eru óseldar. Aðeins 15 prósent af heildarframboði nýbygginga eru auglýst eða seld undir 65 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef HMS, en upplýsingarnar eru unnar úr fasteignaauglýsingum og kaupskrá fasteigna. Þar segir að margar þeirra nýbygginga sem ekki hafa selst séu miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. „Á tímabilinu janúar til júlí var 1.911 nýbygging auglýst til sölu, en þar af seldust 714 íbúðir. Á kortinu hér að neðan má sjá söluhlutfall nýbygginga eftir götuheitum, en þar sést að í flestum tilvikum eru einungis 25 til 50 prósent íbúða seldar í hverri götu,“ segir í tilkynningunni og vísað í gagnvirkt kort þar sem sjá má söluhlutfall nýbygginga eftir götuheitum. Gögnin byggja á ayglýsingum frá 1. janúar síðastliðnum til 1. júlí síðastliðins af síðunni fasteignir.is, og gögnum um kaupsamninga á tímabilinu 1. janúar til dagsins í dag frá kaupskrá. HMS þótti áreiðanlegast að hafa tveggja mánaða bil á milli auglýstra og seldra eigna þar sem oft tekur langan tíma að þinglýsa kaupsamning. Dýrast á Seltjarnarnesi og niðri í bæ Meðalverð seldra nýbygginga er 88 milljónir króna á tímabilinu og meðalverð auglýstra nýbygginga er 93 milljónir. Aðeins 15 prósent nýbygginga eru auglýst eða seld á undir 65 milljónir. „Í Hafnarfirði, eða póstnúmerinu 221, eru flestar nýbyggingar auglýstar til sölu, eða um 496 talsins, þar sem 133 íbúðir hafa verið seldar. Að meðaltali er verð þessara íbúða 77 m.kr., sem er eitt lægsta meðalverðið á meðal póstnúmera á höfuðborgarsvæðinu. Ódýrustu nýbyggingarnar má finna í Grafarholtinu þar sem meðalverðið er 65 m.kr. Dýrustu nýbyggingarnar eru staðsettar á Seltjarnarnesi og miðbæ Reykjavíkur eða í póstnúmerum 101, 102 og 170. En þar er meðalverð nýbygginga í kringum 115 m.kr. Um 60 prósent seldra nýbygginga hafa selst á auglýstu kaupverði, 14 prósent yfir auglýstu kaupverði og 26 prósent undir auglýstu kaupverði.“ Húsnæðismál Reykjavík Seltjarnarnes Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Fasteignamarkaður Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef HMS, en upplýsingarnar eru unnar úr fasteignaauglýsingum og kaupskrá fasteigna. Þar segir að margar þeirra nýbygginga sem ekki hafa selst séu miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. „Á tímabilinu janúar til júlí var 1.911 nýbygging auglýst til sölu, en þar af seldust 714 íbúðir. Á kortinu hér að neðan má sjá söluhlutfall nýbygginga eftir götuheitum, en þar sést að í flestum tilvikum eru einungis 25 til 50 prósent íbúða seldar í hverri götu,“ segir í tilkynningunni og vísað í gagnvirkt kort þar sem sjá má söluhlutfall nýbygginga eftir götuheitum. Gögnin byggja á ayglýsingum frá 1. janúar síðastliðnum til 1. júlí síðastliðins af síðunni fasteignir.is, og gögnum um kaupsamninga á tímabilinu 1. janúar til dagsins í dag frá kaupskrá. HMS þótti áreiðanlegast að hafa tveggja mánaða bil á milli auglýstra og seldra eigna þar sem oft tekur langan tíma að þinglýsa kaupsamning. Dýrast á Seltjarnarnesi og niðri í bæ Meðalverð seldra nýbygginga er 88 milljónir króna á tímabilinu og meðalverð auglýstra nýbygginga er 93 milljónir. Aðeins 15 prósent nýbygginga eru auglýst eða seld á undir 65 milljónir. „Í Hafnarfirði, eða póstnúmerinu 221, eru flestar nýbyggingar auglýstar til sölu, eða um 496 talsins, þar sem 133 íbúðir hafa verið seldar. Að meðaltali er verð þessara íbúða 77 m.kr., sem er eitt lægsta meðalverðið á meðal póstnúmera á höfuðborgarsvæðinu. Ódýrustu nýbyggingarnar má finna í Grafarholtinu þar sem meðalverðið er 65 m.kr. Dýrustu nýbyggingarnar eru staðsettar á Seltjarnarnesi og miðbæ Reykjavíkur eða í póstnúmerum 101, 102 og 170. En þar er meðalverð nýbygginga í kringum 115 m.kr. Um 60 prósent seldra nýbygginga hafa selst á auglýstu kaupverði, 14 prósent yfir auglýstu kaupverði og 26 prósent undir auglýstu kaupverði.“
Húsnæðismál Reykjavík Seltjarnarnes Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Fasteignamarkaður Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira