Lifa enn í vellystingum á rívíerunni þrátt fyrir refsiaðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2024 12:07 Lúxussnekkja rússnesks ólígarka í höfn í Antibes á Bláströndinni árið 2016. Þrátt fyrir refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu hafa rússneskir auðkýfingar getað haldið áfram að lifa áhyggjulausu lífi þar. Vísir/EPA Rússneskir auðkýfingar njóta enn ljúfa lífsins á Frönsku rívíerunni þrátt fyrir að refsiaðgerðir gegn þeim vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Fyrrverandi saksóknari segir heimamenn spillta af fégræðgi. Meirihluti þeirra um fimmtíu eigna sem frönsk stjórnvöld hafa fryst á grundvelli refsiaðgerða Evrópusambandsins gegn Rússum vegna stríðsins eru á Bláströndinni í Suðaustur-Frakklandi. Með refsiaðgerðunum hafa lúxussetur og snekkjur verið haldlagðar og bankareikningar frystir. Þrátt fyrir það halda velmegandi Rússar áfram að streyma til Blástrandarinnar, að sögn evrópsku útgáfu dagblaðsins Politico. Hótelstjórnendur, vertar og eigendur snekkjuleiga staðfesti að Rússarnir eigi auðvelt með að viðhalda íburðarmiklum lífsstíl sínum og forðast afleiðingar stríðsreksturs eigin stjórnvalda. Éric de Montgolfier, fyrrverandi saksóknari í Nice, segir heimamenn taka peningum Rússanna fagnandi og látist ekki vita hvaðan þeir komi. Hann telur svæðið mengað af spillingu á öllum stigum. „Allir vita að það er engin lykt af peningum þannig að svo lengi sem Rússarnir hafa vit á að láta lítið fyrir sér fara þá hafa þeir ekkert að óttast á rívíerunni,“ segir de Montgolfier. Sem dæmi um þetta leiddi úttekt franskra yfirvalda í ljós í fyrra að sextíu prósent fasteignasala á Bláströndinni færu ekki að tilmælum þeirra um að kanna hvort að viðskiptavinir þeirra væru á refsilista Evrópusambandsins. Erfitt að framfylgja refsiaðgerðum Það sem flækir málið er að fjöldi auðugra Rússa er með vegabréf frá Evrópuríkjum eins og Bretlandi, Kýpur og Möltu sem hafa tekið þeim fagnandi í gegnum tíðina. Þannig eiga þeir auðveldara með að ferðast í gegnum álfuna. Þá eiga yfirvöld oft erfitt með að staðfesta hver stendur í raun að baki félögum og sjóðum sem eiga fasteignir á svæðinu. Rannsóknardómari sem Politico ræddi við sagði að oft væri eina leiðin til að komast að því að gera húsleit. Jafnvel þó að yfirvöld hafi lagt hald á lúxusvillur bannar það eigendum þeirra ekki að viðhalda þeim eða bjóða þangað gestum, aðeins að selja eignirnar. Niðurstaða almenna dómstóls Evrópusambandsins í vor um að rangt hefði verið að beita tvo rússneska ólígarka refsiaðgerðum vegna innrásarinnar hefur einnig torveldað yfirvöldum að framfylgja þeim. Áætlað er að um þrjátíu þúsund rússneskumælandi einstaklingar búi í Villefranche, Antibes, Cannes, St. Trópez og Mónakó. Þeir eru svo fjölmennir að verslunin Moskvumarkaðurinn, sem selur vodka, rússneskar vörur og jafnvel ísskápssegla með myndum af Vladímír Pútín í Antibes, hefur fært út kvíarnar og opnað nýja verslun í Cannes. Moskvumarkaðurinn virðist þó gera meira en að selja varning sem minnir Rússa á heimahagana. Hann auglýsir meðal annars þjónustu við fasteignakaup í Frakklandi og skipulagningu á leigu á íbúðum og sveitasetrum í Frakklandi og Mónakó. Eigandi hans vildi ekki ræða við blaðamenn Politico. Evrópusambandið Frakkland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs seld á uppboði á Gíbraltar Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs, sem er einn þeirra sem viðskiptaþvinganir Vestuvelda hafa beinst gegn, var sett á uppboð og seld á Gíbraltar í dag. Verð snekkjunnar var metið á 75 milljónir Bandaríkjadala, eða um 10,5 milljarða íslenskra króna. 23. ágúst 2022 21:38 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Meirihluti þeirra um fimmtíu eigna sem frönsk stjórnvöld hafa fryst á grundvelli refsiaðgerða Evrópusambandsins gegn Rússum vegna stríðsins eru á Bláströndinni í Suðaustur-Frakklandi. Með refsiaðgerðunum hafa lúxussetur og snekkjur verið haldlagðar og bankareikningar frystir. Þrátt fyrir það halda velmegandi Rússar áfram að streyma til Blástrandarinnar, að sögn evrópsku útgáfu dagblaðsins Politico. Hótelstjórnendur, vertar og eigendur snekkjuleiga staðfesti að Rússarnir eigi auðvelt með að viðhalda íburðarmiklum lífsstíl sínum og forðast afleiðingar stríðsreksturs eigin stjórnvalda. Éric de Montgolfier, fyrrverandi saksóknari í Nice, segir heimamenn taka peningum Rússanna fagnandi og látist ekki vita hvaðan þeir komi. Hann telur svæðið mengað af spillingu á öllum stigum. „Allir vita að það er engin lykt af peningum þannig að svo lengi sem Rússarnir hafa vit á að láta lítið fyrir sér fara þá hafa þeir ekkert að óttast á rívíerunni,“ segir de Montgolfier. Sem dæmi um þetta leiddi úttekt franskra yfirvalda í ljós í fyrra að sextíu prósent fasteignasala á Bláströndinni færu ekki að tilmælum þeirra um að kanna hvort að viðskiptavinir þeirra væru á refsilista Evrópusambandsins. Erfitt að framfylgja refsiaðgerðum Það sem flækir málið er að fjöldi auðugra Rússa er með vegabréf frá Evrópuríkjum eins og Bretlandi, Kýpur og Möltu sem hafa tekið þeim fagnandi í gegnum tíðina. Þannig eiga þeir auðveldara með að ferðast í gegnum álfuna. Þá eiga yfirvöld oft erfitt með að staðfesta hver stendur í raun að baki félögum og sjóðum sem eiga fasteignir á svæðinu. Rannsóknardómari sem Politico ræddi við sagði að oft væri eina leiðin til að komast að því að gera húsleit. Jafnvel þó að yfirvöld hafi lagt hald á lúxusvillur bannar það eigendum þeirra ekki að viðhalda þeim eða bjóða þangað gestum, aðeins að selja eignirnar. Niðurstaða almenna dómstóls Evrópusambandsins í vor um að rangt hefði verið að beita tvo rússneska ólígarka refsiaðgerðum vegna innrásarinnar hefur einnig torveldað yfirvöldum að framfylgja þeim. Áætlað er að um þrjátíu þúsund rússneskumælandi einstaklingar búi í Villefranche, Antibes, Cannes, St. Trópez og Mónakó. Þeir eru svo fjölmennir að verslunin Moskvumarkaðurinn, sem selur vodka, rússneskar vörur og jafnvel ísskápssegla með myndum af Vladímír Pútín í Antibes, hefur fært út kvíarnar og opnað nýja verslun í Cannes. Moskvumarkaðurinn virðist þó gera meira en að selja varning sem minnir Rússa á heimahagana. Hann auglýsir meðal annars þjónustu við fasteignakaup í Frakklandi og skipulagningu á leigu á íbúðum og sveitasetrum í Frakklandi og Mónakó. Eigandi hans vildi ekki ræða við blaðamenn Politico.
Evrópusambandið Frakkland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs seld á uppboði á Gíbraltar Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs, sem er einn þeirra sem viðskiptaþvinganir Vestuvelda hafa beinst gegn, var sett á uppboð og seld á Gíbraltar í dag. Verð snekkjunnar var metið á 75 milljónir Bandaríkjadala, eða um 10,5 milljarða íslenskra króna. 23. ágúst 2022 21:38 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs seld á uppboði á Gíbraltar Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs, sem er einn þeirra sem viðskiptaþvinganir Vestuvelda hafa beinst gegn, var sett á uppboð og seld á Gíbraltar í dag. Verð snekkjunnar var metið á 75 milljónir Bandaríkjadala, eða um 10,5 milljarða íslenskra króna. 23. ágúst 2022 21:38