Erpur greindi frá því í ágúst í viðtali á útvarpsstöðinni K100 að hann ætti kærustu en þó án þess að nafngreina Lísbetu. Í samtali við Vísi vildi hann lítið segja frá ástinni nýju en nú Erpur er ófeiminn við að sýna frá ferðalagi þeirra á Ítalíu.
Í gær birti hann myndir í hringrásinni af sér og Lísbetu. Það gerði hún líka. Á einni þeirra segir vinur þeirra Erp „hinn fullkomna Instagram-kærasta“. Á myndinni er Erpur að taka mynd af Lísbetu og endurbirtu þau bæði myndina á Instagram-reikningi hvors annars.


Lísbet Rós lærði hönnun í IED í Barcelona. Í sumar var viðtal við hana á vef Heimildarinnar þar sem hún var viðstödd mótmæli við þinghúsið vegna átaka á Gasa.