„Ég get ekki hætt að gráta“ Hinrik Wöhler skrifar 14. september 2024 17:00 Erin McLeod hefur leikið sinn síðasta leik með Stjörnunni. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Kanadíski markvörðurinn, Erin McLeod, lék sinn síðasta leik með Stjörnunni á Samsungvellinum í dag. Stjörnukonur enduðu tímabilið með sigri á móti Tindastól, leikurinn fór 2-1 eftir að gestirnir frá Sauðárkróki komust yfir eftir aðeins 30 sekúndur. „Ég held að þetta var erfiður leikur að spila en ég er mjög stolt, við byrjuðum með nokkra unga leikmenn og þær gerðu mjög vel. Við reyndum að spila út úr vörninni, Tindastóll pressaði vel og maður á mann um allan völl,“ sagði Erin eftir leikinn í dag. Klippa: Erin McLeod hætt hjá Stjörnunni Jordyn Rhodes kom gestunum yfir með frábæru skoti utan af velli í byrjun leiks en Stjarnan kom til baka með mörkum frá Huldu Hrund Arnarsdóttur og Hrefnu Jónsdóttur. „Ég var mjög ánægð með að við náðum að spila okkur út úr þessu en þær skoruðu á fyrstu mínútu leiksins og þá er ávallt erfitt að koma til baka úr því. Við héldum áfram og vorum þolinmóðar. Við fundum tvö mjög góð mörk,“ sagði markvörðurinn. Tímabilinu er lokið hjá Stjörnunni en liðið endaði í sjöunda sæti Bestu deildar kvenna. Stjarnan lék í neðri hluta Bestu deildarinnar eftir tvískiptingu og er Erin mjög ánægð með síðari hluta tímabilsins. „Þetta var upp og niður. Ég er mjög stolt af liðinu á síðari helming tímabilins en þó komum við saman og Kalli [Jóhannes Karl Sigursteinsson] hefur verið frábær leiðtogi. Leikmennirnir brugðust mjög vel við honum og við fundum nýja hvatningu og nýtt hjarta í síðari hlutanum. Við náðum góðum stigum á móti stórum liðum líkt og Breiðabliki og Val og við munum halda áfram út frá því.“ Komið að tímamótum Það eru tímamót í lífi markvarðarins en þetta var hennar síðasti leikur fyrir Garðbæinga og það er greinilegt að henni þykir mjög vænt um tíma sinn hjá liðinu. Erin spilaði þrjú tímabil fyrir Stjörnuna, hún kom til liðsins 2020 og lék síðan með liðinu aftur 2023 og í ár. „Ég get ekki hætt að gráta. Ég er svo stolt að hafa spilað hér, ég elska leikmennina og til að vera hreinskilin þá er ég nægilega gömul til að vera móður flestra þeirra. Ég sé þær sem einstaklinga sem ég hef tekið undir minn verndarvæng og þetta hefur algjör heiður,“ sagði Erin klökk. Erin McLeod og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á góðri stundVÍSIR/VILHELM Þó það sé ekki ljóst hvað tekur við hjá henni í fótboltanum þá er hún full tilhlökkunar fyrir framhaldinu utan fótboltans. „Varðandi fótboltann þá mun það koma í ljós en ég þarf á hvíld að halda eftir tímabilið. Gunnhildur [Yrsa Jónsdóttir] og ég eigum von á barni og það er það sem ég hlakka mest til,“ sagði Erin McLeod að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
„Ég held að þetta var erfiður leikur að spila en ég er mjög stolt, við byrjuðum með nokkra unga leikmenn og þær gerðu mjög vel. Við reyndum að spila út úr vörninni, Tindastóll pressaði vel og maður á mann um allan völl,“ sagði Erin eftir leikinn í dag. Klippa: Erin McLeod hætt hjá Stjörnunni Jordyn Rhodes kom gestunum yfir með frábæru skoti utan af velli í byrjun leiks en Stjarnan kom til baka með mörkum frá Huldu Hrund Arnarsdóttur og Hrefnu Jónsdóttur. „Ég var mjög ánægð með að við náðum að spila okkur út úr þessu en þær skoruðu á fyrstu mínútu leiksins og þá er ávallt erfitt að koma til baka úr því. Við héldum áfram og vorum þolinmóðar. Við fundum tvö mjög góð mörk,“ sagði markvörðurinn. Tímabilinu er lokið hjá Stjörnunni en liðið endaði í sjöunda sæti Bestu deildar kvenna. Stjarnan lék í neðri hluta Bestu deildarinnar eftir tvískiptingu og er Erin mjög ánægð með síðari hluta tímabilsins. „Þetta var upp og niður. Ég er mjög stolt af liðinu á síðari helming tímabilins en þó komum við saman og Kalli [Jóhannes Karl Sigursteinsson] hefur verið frábær leiðtogi. Leikmennirnir brugðust mjög vel við honum og við fundum nýja hvatningu og nýtt hjarta í síðari hlutanum. Við náðum góðum stigum á móti stórum liðum líkt og Breiðabliki og Val og við munum halda áfram út frá því.“ Komið að tímamótum Það eru tímamót í lífi markvarðarins en þetta var hennar síðasti leikur fyrir Garðbæinga og það er greinilegt að henni þykir mjög vænt um tíma sinn hjá liðinu. Erin spilaði þrjú tímabil fyrir Stjörnuna, hún kom til liðsins 2020 og lék síðan með liðinu aftur 2023 og í ár. „Ég get ekki hætt að gráta. Ég er svo stolt að hafa spilað hér, ég elska leikmennina og til að vera hreinskilin þá er ég nægilega gömul til að vera móður flestra þeirra. Ég sé þær sem einstaklinga sem ég hef tekið undir minn verndarvæng og þetta hefur algjör heiður,“ sagði Erin klökk. Erin McLeod og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á góðri stundVÍSIR/VILHELM Þó það sé ekki ljóst hvað tekur við hjá henni í fótboltanum þá er hún full tilhlökkunar fyrir framhaldinu utan fótboltans. „Varðandi fótboltann þá mun það koma í ljós en ég þarf á hvíld að halda eftir tímabilið. Gunnhildur [Yrsa Jónsdóttir] og ég eigum von á barni og það er það sem ég hlakka mest til,“ sagði Erin McLeod að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira