Keflvíkingar skutu Eyjamenn upp í Bestu deildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2024 16:03 Eyjamenn fagna hér sigri í Lengjudeildinni og sæti í Bestu deildinni. Vísir Eyjamenn endurheimtu sæti sitt í Bestu deild karla í fótbolta í dag en þá fór fram lokaumferðin í Lengjudeild karla. ÍBV féll í fyrra en kemur strax upp aftur. Eyjamenn þurftu ekki að treysta neinn nema sjálfan sig í lokaumferðinni því sigur nægði liðinu til að vinna deildina og fara upp. Á endanum þurftu Eyjamenn þó að fá hjálp úr Keflavík. ÍBV mætti Leikni upp í Efra-Breiðholti. Róbert Hauksson kom Leiknismönnum í 1-0 á 36. mínútu og það stefndi lengi í heimasigur. Vicente Valor náði að tryggja ÍBV jafntefli með marki úr víti í uppbótartíma. Eyjamenn sluppu því við að fagna eftir tapleik. Þeir vissu þá að Keflvíkingar væru með örugga forystu á móti þeirra helstu keppinautum úr Fjölni. Tekið við titlinumvísir / smári jökullÍBV gat fagnað þrátt fyrir að hafa ekki unnið leikinn. vísir / smári jökullTekið við titlinum.vísir / smári jökullStillt sér upp og tekið við ávísun frá Lengjunni.vísir / smári jökull Næstu fjögur lið, liðin í öðru til fimmta sæti, fara í umspil um hitt lausa sætið. Þar mætast Keflavík og ÍR annars vegar en Fjölnir og Afturelding hins vegar. Keflvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með Fjölnismenn. Þeir unnu 4-0 sigur og hjálpuðu ekki aðeins ÍBV, heldur gulltryggðu þeir sér annað sætið og heimaleik í undanúrslitum umspilsins. Kári Sigfússon, Mihael Mlade, Ari Steinn Guðmundsson og Rúnar Ingi Eysteinsson skoruðu mörk Keflavíkurliðsins Afturelding tryggði sér líka sæti í umspilinu með 3-0 sigri á ÍR. Aron Jóhannsson og Elmar Kári Enesson Cogic, úr víti, og Patrekur Orri Guðjónsson skoruðu mörk Mosfellinga. Það var líka spenna í baráttu Njarðvíkinga og ÍR um síðasta sætið inn í umspilið. Njarðvík komst yfir á móti Grindavík og var í góðum málum en Grindvíkingum tókst að snúa leiknum við. Njarðvík og ÍR töpuðu því bæði og það kom sér betur fyrir ÍR-inga sem eru síðasta liðið inn í umspilið. Oumar Diouck kom Njarðvík yfir en Kristófer Konráðsson breytti leiknum með tveimur mörkum með mínútu millibili. Njarðvíkingar jöfnuði undir lokin með marki Marcello Deverlan Vicente en það var ekki nóg. Það var samt spenna á síðustu sekúndum leiks og þetta var líka síðasti leikurinn til að klárast. Úrslitin urðu þó 2-2 og ÍR-ingar gátu fagnað umspilssætinu þrátt fyrir tapleik. Þróttur vann 5-2 sigur á Dalvík/Reyni og Þór Akureyri vann 2-1 útisigur á Gróttu en tapliðin voru bæði fallin niður í 2. deildina. Lengjudeild karla ÍBV Afturelding Keflavík ÍF ÍR UMF Njarðvík Fjölnir Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Eyjamenn þurftu ekki að treysta neinn nema sjálfan sig í lokaumferðinni því sigur nægði liðinu til að vinna deildina og fara upp. Á endanum þurftu Eyjamenn þó að fá hjálp úr Keflavík. ÍBV mætti Leikni upp í Efra-Breiðholti. Róbert Hauksson kom Leiknismönnum í 1-0 á 36. mínútu og það stefndi lengi í heimasigur. Vicente Valor náði að tryggja ÍBV jafntefli með marki úr víti í uppbótartíma. Eyjamenn sluppu því við að fagna eftir tapleik. Þeir vissu þá að Keflvíkingar væru með örugga forystu á móti þeirra helstu keppinautum úr Fjölni. Tekið við titlinumvísir / smári jökullÍBV gat fagnað þrátt fyrir að hafa ekki unnið leikinn. vísir / smári jökullTekið við titlinum.vísir / smári jökullStillt sér upp og tekið við ávísun frá Lengjunni.vísir / smári jökull Næstu fjögur lið, liðin í öðru til fimmta sæti, fara í umspil um hitt lausa sætið. Þar mætast Keflavík og ÍR annars vegar en Fjölnir og Afturelding hins vegar. Keflvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með Fjölnismenn. Þeir unnu 4-0 sigur og hjálpuðu ekki aðeins ÍBV, heldur gulltryggðu þeir sér annað sætið og heimaleik í undanúrslitum umspilsins. Kári Sigfússon, Mihael Mlade, Ari Steinn Guðmundsson og Rúnar Ingi Eysteinsson skoruðu mörk Keflavíkurliðsins Afturelding tryggði sér líka sæti í umspilinu með 3-0 sigri á ÍR. Aron Jóhannsson og Elmar Kári Enesson Cogic, úr víti, og Patrekur Orri Guðjónsson skoruðu mörk Mosfellinga. Það var líka spenna í baráttu Njarðvíkinga og ÍR um síðasta sætið inn í umspilið. Njarðvík komst yfir á móti Grindavík og var í góðum málum en Grindvíkingum tókst að snúa leiknum við. Njarðvík og ÍR töpuðu því bæði og það kom sér betur fyrir ÍR-inga sem eru síðasta liðið inn í umspilið. Oumar Diouck kom Njarðvík yfir en Kristófer Konráðsson breytti leiknum með tveimur mörkum með mínútu millibili. Njarðvíkingar jöfnuði undir lokin með marki Marcello Deverlan Vicente en það var ekki nóg. Það var samt spenna á síðustu sekúndum leiks og þetta var líka síðasti leikurinn til að klárast. Úrslitin urðu þó 2-2 og ÍR-ingar gátu fagnað umspilssætinu þrátt fyrir tapleik. Þróttur vann 5-2 sigur á Dalvík/Reyni og Þór Akureyri vann 2-1 útisigur á Gróttu en tapliðin voru bæði fallin niður í 2. deildina.
Lengjudeild karla ÍBV Afturelding Keflavík ÍF ÍR UMF Njarðvík Fjölnir Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira