„Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. september 2024 19:39 Óskar Hrafn Þorvaldsson segir sína menn ekki mega verða litla í sér eftir tapið. Liðið er í fallbaráttu og framundan er leikur gegn Val á Hlíðarenda. vísir / anton brink „Það svíður að tapa og kannski sérstaklega á þennan hátt,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir 0-3 tap gegn Víkingi þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. „Við byrjuðum sterkt, fórum maður á mann, en ef þú gleymir þér einu sinni á móti Víkingum þá hafa þeir tilhneigingu til að refsa þér. Þeir gerðu það tvisvar sinnum og svo kemur þriðja markið upp úr spili sem gengur ekki og þá er þetta auðvitað gríðarleg brekka,“ hélt hann áfram. KR byrjaði leikinn einmitt vel og fékk nokkur fín færi sem fóru forgörðum. „Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum til þess að særa þá en náum aldrei nægum gæðum í sendingarnar, náum ekki að velja rétta möguleikann. Það svíður meira en tapið sjálft.“ Liðið spilaði með fimm manna varnarlínu, Aron Þórður Albertsson byrjaði í vinstri vængbakverði en var færður yfir til hægri eftir að Víkingar höfðu komist framhjá honum í fyrstu tveimur mörkunum. „Ég var alls ekki ósáttur. Mér fannst bara betra að hafa Ástbjörn á Ara Sigurpálssyni, sem er fljótari leikmaður og beinskeyttari heldur en Danijel [Dejan Djuric]. Það var nú eina ástæðan. Fyrsta markið kemur ekki af því Aron Þórður var vinstri vængbakvörður, það kemur af því að við vorum maður á mann og sá sem var með Ara fór að spila svæðisvörn.“ KR er í 9. sæti deildarinnar, þremur stigum frá fallsvæðinu og framundan er hörkuleikur gegn Val. „Það er bara nýr leikur, nýr dagur og við ætlum auðvitað að mæta á Hlíðarenda og vinna þann leik. Það þýðir ekkert að vera lítill í sér þó þú tapir einum fótboltaleik. Þessi leikur skilgreinir okkur ekki heldur frekar hvernig við stöndum upp eftir hann. Hvað við gerum í næsta leik og hvað við höfum lært af þessu. Við þurfum að mæta þangað stoltir og stórir, það þýðir ekkert að mæta litlir í sér,“ sagði Óskar að lokum. Besta deild karla KR Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Við byrjuðum sterkt, fórum maður á mann, en ef þú gleymir þér einu sinni á móti Víkingum þá hafa þeir tilhneigingu til að refsa þér. Þeir gerðu það tvisvar sinnum og svo kemur þriðja markið upp úr spili sem gengur ekki og þá er þetta auðvitað gríðarleg brekka,“ hélt hann áfram. KR byrjaði leikinn einmitt vel og fékk nokkur fín færi sem fóru forgörðum. „Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum til þess að særa þá en náum aldrei nægum gæðum í sendingarnar, náum ekki að velja rétta möguleikann. Það svíður meira en tapið sjálft.“ Liðið spilaði með fimm manna varnarlínu, Aron Þórður Albertsson byrjaði í vinstri vængbakverði en var færður yfir til hægri eftir að Víkingar höfðu komist framhjá honum í fyrstu tveimur mörkunum. „Ég var alls ekki ósáttur. Mér fannst bara betra að hafa Ástbjörn á Ara Sigurpálssyni, sem er fljótari leikmaður og beinskeyttari heldur en Danijel [Dejan Djuric]. Það var nú eina ástæðan. Fyrsta markið kemur ekki af því Aron Þórður var vinstri vængbakvörður, það kemur af því að við vorum maður á mann og sá sem var með Ara fór að spila svæðisvörn.“ KR er í 9. sæti deildarinnar, þremur stigum frá fallsvæðinu og framundan er hörkuleikur gegn Val. „Það er bara nýr leikur, nýr dagur og við ætlum auðvitað að mæta á Hlíðarenda og vinna þann leik. Það þýðir ekkert að vera lítill í sér þó þú tapir einum fótboltaleik. Þessi leikur skilgreinir okkur ekki heldur frekar hvernig við stöndum upp eftir hann. Hvað við gerum í næsta leik og hvað við höfum lært af þessu. Við þurfum að mæta þangað stoltir og stórir, það þýðir ekkert að mæta litlir í sér,“ sagði Óskar að lokum.
Besta deild karla KR Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira