„Ég stend við þessa ákvörðun“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. september 2024 19:26 Dómsmálaráðherra stendur keik við ákvörðun sína Vísir Dómsmálaráðherra stendur keik við ákvörðun sína um að veita Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara ekki lausn frá störfum, þrátt fyrir gagnrýni. Hún segir eðlilegt að fram komi ólík sjónarmið enda eigi málið sér fá sem engin fordæmi. Ríkissaksóknari telur umræðu um málið hafa verið óvægna gagnvart embættinu. Ákvörðun dómsmálaráðherra um að leysa Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara ekki frá störfum hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum. Meðal annars hafa Róbert Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, lýst efasemdum um þær forsendur sem ráðherra gefur sér til stuðnings ákvörðuninni. Þá hefur lögmaðurinn Almar Möller einnig lýst efasemdum, þó úr annarri átt. Í svari Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu í dag segist hún telja að hallað hafi verulega á embætti ríkissaksóknara og á ákæruvaldið í umfjöllun fjölmiðla um málið, í „því moldviðri“ sem Helga Magnúsi hafi tekist að magna upp. Þá ýtrekar hún að málið lúti ekki að persónu Helga Magnúsar, heldur að sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins og trausti almennings til þess. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist standa keik við ákvörðun sína, innt eftir viðbrögðum við framkominni gagnrýni. „Ég stend við þessa ákvörðun. Það hefur komið skýrt fram í máli mínu að ég leitaði ráðgjafar bæði innan og utan ráðuneytisins. Ég fékk tvær virtar lögfræðistofur til að gefa mér álit, þeim bar ekki saman og það varðaði aðallega tjáningarfrelsið,“ segir Guðrún. „Það er ekkert óeðlilegt við það þó að lögspekingar stigi núna fram og hafi sínar skoðanir í sitt hvora áttina, enda á þetta mál sér fá ef nokkur fordæmi. Þess vegna meðal annars ákvað ég að gæta meðalhófs í ákvörðun minni.“ Óttast þú ekki að þetta rýri traust til ákæruvaldsins? „Nei, ég óttast það ekki. Það er undir auðvitað ákæruvaldinu komið að vanda sín vinnubrögð og vinna vel og af öryggi og trausti í þágu þjóðarinnar og ég treysti þeim til þess,“ svarar Guðrún. Lögmennska Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst lægri Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Sjá meira
Ákvörðun dómsmálaráðherra um að leysa Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara ekki frá störfum hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum. Meðal annars hafa Róbert Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, lýst efasemdum um þær forsendur sem ráðherra gefur sér til stuðnings ákvörðuninni. Þá hefur lögmaðurinn Almar Möller einnig lýst efasemdum, þó úr annarri átt. Í svari Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu í dag segist hún telja að hallað hafi verulega á embætti ríkissaksóknara og á ákæruvaldið í umfjöllun fjölmiðla um málið, í „því moldviðri“ sem Helga Magnúsi hafi tekist að magna upp. Þá ýtrekar hún að málið lúti ekki að persónu Helga Magnúsar, heldur að sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins og trausti almennings til þess. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist standa keik við ákvörðun sína, innt eftir viðbrögðum við framkominni gagnrýni. „Ég stend við þessa ákvörðun. Það hefur komið skýrt fram í máli mínu að ég leitaði ráðgjafar bæði innan og utan ráðuneytisins. Ég fékk tvær virtar lögfræðistofur til að gefa mér álit, þeim bar ekki saman og það varðaði aðallega tjáningarfrelsið,“ segir Guðrún. „Það er ekkert óeðlilegt við það þó að lögspekingar stigi núna fram og hafi sínar skoðanir í sitt hvora áttina, enda á þetta mál sér fá ef nokkur fordæmi. Þess vegna meðal annars ákvað ég að gæta meðalhófs í ákvörðun minni.“ Óttast þú ekki að þetta rýri traust til ákæruvaldsins? „Nei, ég óttast það ekki. Það er undir auðvitað ákæruvaldinu komið að vanda sín vinnubrögð og vinna vel og af öryggi og trausti í þágu þjóðarinnar og ég treysti þeim til þess,“ svarar Guðrún.
Lögmennska Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst lægri Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Sjá meira