Samningur Capoue við Villareal rann út í sumar. Spilaði miðjumaðurinn 148 leiki á sínu þremur og hálfa ári fyrir félagið. Var hann hluti af liðinu sem vann Evrópudeildina vorið 2021 sem og liðinu sem fór langt í Meistaradeildinni ári síðar.
Þar áður lék Capoue fyrir Toulouse í Frakklandi, Tottenham Hotspur og Watford á Englandi. Einnig lék hann sjö A-landsleiki fyrir Frakklandi.
🇫🇷⛹️♂️ Etienne Capoue (36) who is a free agent has joined a basketball club! 🏀
— EuroFoot (@eurofootcom) September 13, 2024
He is training and playing with Jovens L'Eliana, a 3rd tier basketball side in Spain until he finds a new team. ✨ pic.twitter.com/hqDRxK37sT
Svo virðist sem Capoue hafi talið þetta var nóg af boltasparki og æfir hann í dag með L‘Eliana sem staðsett er í Valencia á Spáni. Um er að ræða lið sem spilar í fjórðu efstu deild þar í landi.
Sem stendur hefur Capoue ekki fengið félagaskipti og getur því ekki spilað mótsleiki en lék á dögunum vináttuleik. Hann hefur verið orðaður við endurkomu til Englands en sem stendur nýtur hann sín í körfubolta á Spáni.