Uppgjörið: Þór/KA - Valur 0-1 | Nauðsynlegur sigur í toppbaráttunni Árni Gísli Magnússon skrifar 13. september 2024 19:10 Valskonur eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar. vísir/Anton Valur vann sterkan 1-0 útsigur á Þór/KA á Greifavellinum á Akureyri í dag í annarri umferð efri hluta Bestu deildar kvenna. Anna Rakel Pétursdóttir skoraði eina mark leiksins á níundu mínútu með frábæru skoti. Valskonur áfram í öðri sæti, stigi á eftir Breiðabliki á meðan Þór/KA er í þriðja sæti og berst við Víking um það. Það voru gestirnir sem tóku forystu eftir níu mínútna leik og var þar á ferðinni Anna Rakel Pétursdóttir sem er einmitt uppalin í KA. Jasmín Erla átti fyrirgjöf frá hægri inn á teig á Ísabellu Söru sem ætlaði að ná skoti að marki en hitti boltann illa en Anna Rakel var tilbúin fyrir aftan hana og smellhillti boltann í fyrsta sem endaði fallega í fjærhorninu og Valur komið í forystu. Leikurinn var mjög rólegur eftir markið og héldu Valskonur honum ágætlega innan liðsins á meðan heimakonur reyndu að sækja hratt þegar færi gafst til. Á 25. mínútu fékk Jasmín Erla Ingadóttir gott skallafæri eftir sendingu frá hægri frá Fanndísi Friðriksdóttur en boltinn rétt yfir markið. Hulda Björg Hannesdóttir átti í raun eina færi Þór/KA í fyrri hálfleik þegar skalli hennar fór af varnarmanni og rétt fram hjá. Valskonur ógnuðu áfram hægra megin á vellinum. Eftir tæpar 40 mínútur átti Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir skalla rétt yfir eftir fyrirgjöf frá Hailey Whitaker. Valskonur leiddu því með einu marki í hálfleik. Síðari hálfleikur var rétt farinn af stað þegar mistök urðu í uppspili Vals og Karen María fékk fínt skotfæri rétt fyrir utan teig en boltinn fram hjá. Valskonur áttu þá fjölmörg færi fram á 60 mínútu þar sem Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir fékk m.a. dauðfæri ein gegn Shelby Money sem varði vel og hélt Þór/KA inni í leiknum. Lítið var um alvöru færi eftir þetta en á síðustu mínútu venjulegs leiktíma fengu gestinir vítaspyrnu þegar Bríet Jóhannsdóttir braut á Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttir sem féll auðveldlega til jarðar. Jasmín Erla Ingadóttir tók vítaspyrnuna en brást bogalistin og skaut fram hjá markinu. Sjö mínútum var bætt við leikinn sem Þór/KA nýtti sér ekki og Valskonur gátu fagnað sætum 1-0 útisigri. Atvik leiksins Eina mark leiksins sem Anna Rakel Pétursdóttir skoraði með frábæru skoti. Hún er uppalin í KA og spilaði með Þór/KA á árum áður og því hefur markið og sigurinn í dag eflaust verið extra sætur. Stjörnur og skúrkar Anna Rakel stendur uppi sem stjarnan eftir að hafa skorað sigurmark á sínum heimaslóðum. Jasmín Erla Ingadóttir og Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir voru ógnandi sóknarlega og eru skemmtilegir leikmenn og eru nokkuð líkar á velli. Það var ekki mikið að frétta sóknarlega hjá Þór/KA en varnarleikurinn var flottur. Shelby Money varði nokkrum sinnum vel úr góðum færum og þær Agnes Birta Stefánsdóttir og Hulda Björg Hannesdóttir stóðu vaktina vel fyrir framan hana. Ungir bakverðir liðins, þær Angela Mary Helgadóttir og Bríet Jóhannsdóttir eiga hrós skilið fyrir sína frammistöðu. Dómarinn Sigurður Hjörtur komst vel frá sínu í dag. Ég held að vítadómurinn hafi verið réttur en hver dæmir fyrir sig í þeim efnum. Stemning og umgjörð Leikurinn fór fram á Greifavellinum á KA-svæðinu þar sem blaðamenn hafa alla jafnan vinnuaðstöðu í júdósalnum þegar karlalið KA spilar í Bestu deildinni, þar sem sæmileg yfirsýn er yfir völlinn. Þá mega engar æfingar fara fram í júdósalnum né íþróttahúsi KA en aðrar reglur gilda þegar um kvennaleik í efstu deild ræðir og var því júdóæfing í gangi á meðan leiknum stóð og blaðamenn þurftu að fylgast með leiknum í setustofu KA heimilsins þar sem mjög takmarkað útsýni er yfir völlinn og hann sést ekki allur. Það er áhugavert að aðrar reglur gildi í kvenna- en karlaflokki í sömu deild. Umgjörð leiksins var annars fín og ágætlega mætt á völlinn. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, mætti í viðtal eftir 1-0 útisigur gegn Þór/KA og fór yfir leikinn.Vísir/Anton Brink „Mér fannst við ívið betri en Þór/KA í dag en við allavega skorum þetta eina mark sem dugði” Valur fékk nokkur góð færi til að tvöfalda forystuna í síðari hálfleik, þar á meðal vítaspyrnu, án árangurs sem hélt spennu í leiknum allt til loka. „Þessir leikir hafa bara verið svona hjá Þór/KA og Val, þetta eru hörkuleikir, mikill barningur stundum, en við áttum að vera búnar að gera út um leikinn.” Er eitthvað sem þú hefðir viljað sjá þitt lið gera betur í dag? „Nei, þegar uppi er staðið erum við nýkomin frá Hollandi, búin að spila tvo leiki þar og koma svo beint hérna norður þannig mér finnst þetta bara fínt að klára þetta og ná í þrjú stig.” Er liðið í góðu formi komandi inn í síðustu þrjár umferðinar í baráttuna við Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn? „Já við erum í fínu formi, ég hef engar áhyggjur af því.” „Það er bara næsti leikur á móti FH. Eins og ég segi, þetta er allt saman erfiðir leikir sem við erum að spila, þó að fólk haldi að þetta sé eitthvað auðvelt þá er þetta það ekki. Ég held að þetta verði bara erfiður leikur á móti FH, það er bara næsti leikur sem við erum að hugsa um”, sagði Pétur aðspurður út í framhaldið. Vill Pétur meina að umræðan sé á þann veg að leikirnir sem Valur spili séu ekki eins auðveldir og þeir í raun og veru eru? „Skiptir mig svo sem engu máli, ég er bara að segja það”, sagði Pétur stuttorður að lokum. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Valur Tengdar fréttir „Þór/KA-Víkingur verður stærsti leikur landsins í öllum deildum” Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, fór fögrum orðum um leikmenn sína og frammistöðu liðsins eftir 1-0 tap gegn Val í annarri umferð efri hluta Bestu deildar kvenna. 13. september 2024 20:22
Valur vann sterkan 1-0 útsigur á Þór/KA á Greifavellinum á Akureyri í dag í annarri umferð efri hluta Bestu deildar kvenna. Anna Rakel Pétursdóttir skoraði eina mark leiksins á níundu mínútu með frábæru skoti. Valskonur áfram í öðri sæti, stigi á eftir Breiðabliki á meðan Þór/KA er í þriðja sæti og berst við Víking um það. Það voru gestirnir sem tóku forystu eftir níu mínútna leik og var þar á ferðinni Anna Rakel Pétursdóttir sem er einmitt uppalin í KA. Jasmín Erla átti fyrirgjöf frá hægri inn á teig á Ísabellu Söru sem ætlaði að ná skoti að marki en hitti boltann illa en Anna Rakel var tilbúin fyrir aftan hana og smellhillti boltann í fyrsta sem endaði fallega í fjærhorninu og Valur komið í forystu. Leikurinn var mjög rólegur eftir markið og héldu Valskonur honum ágætlega innan liðsins á meðan heimakonur reyndu að sækja hratt þegar færi gafst til. Á 25. mínútu fékk Jasmín Erla Ingadóttir gott skallafæri eftir sendingu frá hægri frá Fanndísi Friðriksdóttur en boltinn rétt yfir markið. Hulda Björg Hannesdóttir átti í raun eina færi Þór/KA í fyrri hálfleik þegar skalli hennar fór af varnarmanni og rétt fram hjá. Valskonur ógnuðu áfram hægra megin á vellinum. Eftir tæpar 40 mínútur átti Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir skalla rétt yfir eftir fyrirgjöf frá Hailey Whitaker. Valskonur leiddu því með einu marki í hálfleik. Síðari hálfleikur var rétt farinn af stað þegar mistök urðu í uppspili Vals og Karen María fékk fínt skotfæri rétt fyrir utan teig en boltinn fram hjá. Valskonur áttu þá fjölmörg færi fram á 60 mínútu þar sem Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir fékk m.a. dauðfæri ein gegn Shelby Money sem varði vel og hélt Þór/KA inni í leiknum. Lítið var um alvöru færi eftir þetta en á síðustu mínútu venjulegs leiktíma fengu gestinir vítaspyrnu þegar Bríet Jóhannsdóttir braut á Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttir sem féll auðveldlega til jarðar. Jasmín Erla Ingadóttir tók vítaspyrnuna en brást bogalistin og skaut fram hjá markinu. Sjö mínútum var bætt við leikinn sem Þór/KA nýtti sér ekki og Valskonur gátu fagnað sætum 1-0 útisigri. Atvik leiksins Eina mark leiksins sem Anna Rakel Pétursdóttir skoraði með frábæru skoti. Hún er uppalin í KA og spilaði með Þór/KA á árum áður og því hefur markið og sigurinn í dag eflaust verið extra sætur. Stjörnur og skúrkar Anna Rakel stendur uppi sem stjarnan eftir að hafa skorað sigurmark á sínum heimaslóðum. Jasmín Erla Ingadóttir og Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir voru ógnandi sóknarlega og eru skemmtilegir leikmenn og eru nokkuð líkar á velli. Það var ekki mikið að frétta sóknarlega hjá Þór/KA en varnarleikurinn var flottur. Shelby Money varði nokkrum sinnum vel úr góðum færum og þær Agnes Birta Stefánsdóttir og Hulda Björg Hannesdóttir stóðu vaktina vel fyrir framan hana. Ungir bakverðir liðins, þær Angela Mary Helgadóttir og Bríet Jóhannsdóttir eiga hrós skilið fyrir sína frammistöðu. Dómarinn Sigurður Hjörtur komst vel frá sínu í dag. Ég held að vítadómurinn hafi verið réttur en hver dæmir fyrir sig í þeim efnum. Stemning og umgjörð Leikurinn fór fram á Greifavellinum á KA-svæðinu þar sem blaðamenn hafa alla jafnan vinnuaðstöðu í júdósalnum þegar karlalið KA spilar í Bestu deildinni, þar sem sæmileg yfirsýn er yfir völlinn. Þá mega engar æfingar fara fram í júdósalnum né íþróttahúsi KA en aðrar reglur gilda þegar um kvennaleik í efstu deild ræðir og var því júdóæfing í gangi á meðan leiknum stóð og blaðamenn þurftu að fylgast með leiknum í setustofu KA heimilsins þar sem mjög takmarkað útsýni er yfir völlinn og hann sést ekki allur. Það er áhugavert að aðrar reglur gildi í kvenna- en karlaflokki í sömu deild. Umgjörð leiksins var annars fín og ágætlega mætt á völlinn. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, mætti í viðtal eftir 1-0 útisigur gegn Þór/KA og fór yfir leikinn.Vísir/Anton Brink „Mér fannst við ívið betri en Þór/KA í dag en við allavega skorum þetta eina mark sem dugði” Valur fékk nokkur góð færi til að tvöfalda forystuna í síðari hálfleik, þar á meðal vítaspyrnu, án árangurs sem hélt spennu í leiknum allt til loka. „Þessir leikir hafa bara verið svona hjá Þór/KA og Val, þetta eru hörkuleikir, mikill barningur stundum, en við áttum að vera búnar að gera út um leikinn.” Er eitthvað sem þú hefðir viljað sjá þitt lið gera betur í dag? „Nei, þegar uppi er staðið erum við nýkomin frá Hollandi, búin að spila tvo leiki þar og koma svo beint hérna norður þannig mér finnst þetta bara fínt að klára þetta og ná í þrjú stig.” Er liðið í góðu formi komandi inn í síðustu þrjár umferðinar í baráttuna við Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn? „Já við erum í fínu formi, ég hef engar áhyggjur af því.” „Það er bara næsti leikur á móti FH. Eins og ég segi, þetta er allt saman erfiðir leikir sem við erum að spila, þó að fólk haldi að þetta sé eitthvað auðvelt þá er þetta það ekki. Ég held að þetta verði bara erfiður leikur á móti FH, það er bara næsti leikur sem við erum að hugsa um”, sagði Pétur aðspurður út í framhaldið. Vill Pétur meina að umræðan sé á þann veg að leikirnir sem Valur spili séu ekki eins auðveldir og þeir í raun og veru eru? „Skiptir mig svo sem engu máli, ég er bara að segja það”, sagði Pétur stuttorður að lokum.
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Valur Tengdar fréttir „Þór/KA-Víkingur verður stærsti leikur landsins í öllum deildum” Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, fór fögrum orðum um leikmenn sína og frammistöðu liðsins eftir 1-0 tap gegn Val í annarri umferð efri hluta Bestu deildar kvenna. 13. september 2024 20:22
„Þór/KA-Víkingur verður stærsti leikur landsins í öllum deildum” Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, fór fögrum orðum um leikmenn sína og frammistöðu liðsins eftir 1-0 tap gegn Val í annarri umferð efri hluta Bestu deildar kvenna. 13. september 2024 20:22
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti