Að skapa sér stöðu og heimta pening! Haraldur Þór Jónsson skrifar 13. september 2024 10:00 Á forsíðu Morgunblaðsins í dag er því slegið upp að Skeiða- og Gnúpverjahreppur sé að skapa sér stöðu og að sveitarfélagið hafi heimtað greiðslu frá Landsvirkjun til þess að Landsvirkjun fengi að byggja Búrfellslund. Ljóst er að slík fullyrðing stenst ekki og er útúrsnúningur á þeirri flóknu stöðu sem komin er upp í uppbyggingu á orkumannvirkjum á Íslandi í dag. Ég hef margfjallað um það síðustu 18 mánuði að orkumannvirki skila takmörkuðum efnahagslegum ávinningi til nærsamfélagsins. Í sumum tilfellum, eins og hjá okkur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá getum við lent í beinu fjárhagslegu tapi. Þann 15. febrúar 2023 var tekin ákvörðun í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að frekari orkumannvirki verði ekki sett í skipulag sveitarfélagsins þar sem það þjónaði ekki hagsmunum íbúanna í nærumhverfinu. Sú afstaða sveitarfélagsins hefur því verið skýr í meira en 18 mánuði. Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur mótmælt Búrfellslundi í gegnum allt ferlið og má sjá þau gögn á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar birtum við kæruna sem við höfum sent til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt gögnum sem við höfum sent til Skipulagsstofnunar og Orkustofnunar í undirbúningsferli Búrfellslundar. Í þeim gögnum kemur skýrt fram að sökum neikvæðra umhverfisáhrifa Búrfellslundar teljum við hann valda okkar sveitarfélagi skaða til framtíðar. Búrfellslundur skilar engum tekjum í nærsamfélagið en veldur gríðarlega neikvæðum umhverfisáhrifum á hálendi Íslands og mun því takmarka möguleika okkar til framtíðar. Í umhverfismati Búrfellslundar sem Landsvirkjun lét vinna er fjallað um mótvægisaðgerðir. Þar kemur fram að Landsvirkjun mun vinna með sveitarfélögum á svæðinu og aðilum í ferðaþjónustu að hugmyndum um hvernig hægt verður að nýta uppbyggingu Búrfellslundar á þann hátt að ný tækifæri skapist í ferðamennsku. Slíkt hefur ekki verið gert og við höfum komið þeim sjónarmiðum í gegnum ferlið til bæði Landsvirkjunar og ráðuneytisins sem fer með málaflokkinn, að forsenda þess að geta sætt sig við slíkt inngrip séu mótvægisaðgerðir gagnvart ferðaþjónustu til að vega upp á móti þeim gríðarlega neikvæðu áhrifum sem Búrfellslundur veldur. Það þýðir á íslensku að styrkja innviði, laga vegi og göngustíga o.s.frv. Sumir vilja greinilega túlka það sem heimtingu á peningum, dæmi hver fyrir sig. Það verður að tryggja að uppbygging orkumannvirkja, sem í flestum tilfellum er á landsbyggðinni, leiði ekki til þess að nærsamfélagið verði veikari með takarkaðri möguleika til að byggja upp sitt samfélag til framtíðar. Slíkt er aðeins hægt að gera með sanngjarnri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga ásamt því að ráðast í viðeigandi mótvægisaðgerðir gagnvart neikvæðum umhverfisáhrifum sem umhverfismatið leiðir í ljós. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Orkumál Vindorka Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á forsíðu Morgunblaðsins í dag er því slegið upp að Skeiða- og Gnúpverjahreppur sé að skapa sér stöðu og að sveitarfélagið hafi heimtað greiðslu frá Landsvirkjun til þess að Landsvirkjun fengi að byggja Búrfellslund. Ljóst er að slík fullyrðing stenst ekki og er útúrsnúningur á þeirri flóknu stöðu sem komin er upp í uppbyggingu á orkumannvirkjum á Íslandi í dag. Ég hef margfjallað um það síðustu 18 mánuði að orkumannvirki skila takmörkuðum efnahagslegum ávinningi til nærsamfélagsins. Í sumum tilfellum, eins og hjá okkur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá getum við lent í beinu fjárhagslegu tapi. Þann 15. febrúar 2023 var tekin ákvörðun í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að frekari orkumannvirki verði ekki sett í skipulag sveitarfélagsins þar sem það þjónaði ekki hagsmunum íbúanna í nærumhverfinu. Sú afstaða sveitarfélagsins hefur því verið skýr í meira en 18 mánuði. Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur mótmælt Búrfellslundi í gegnum allt ferlið og má sjá þau gögn á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar birtum við kæruna sem við höfum sent til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt gögnum sem við höfum sent til Skipulagsstofnunar og Orkustofnunar í undirbúningsferli Búrfellslundar. Í þeim gögnum kemur skýrt fram að sökum neikvæðra umhverfisáhrifa Búrfellslundar teljum við hann valda okkar sveitarfélagi skaða til framtíðar. Búrfellslundur skilar engum tekjum í nærsamfélagið en veldur gríðarlega neikvæðum umhverfisáhrifum á hálendi Íslands og mun því takmarka möguleika okkar til framtíðar. Í umhverfismati Búrfellslundar sem Landsvirkjun lét vinna er fjallað um mótvægisaðgerðir. Þar kemur fram að Landsvirkjun mun vinna með sveitarfélögum á svæðinu og aðilum í ferðaþjónustu að hugmyndum um hvernig hægt verður að nýta uppbyggingu Búrfellslundar á þann hátt að ný tækifæri skapist í ferðamennsku. Slíkt hefur ekki verið gert og við höfum komið þeim sjónarmiðum í gegnum ferlið til bæði Landsvirkjunar og ráðuneytisins sem fer með málaflokkinn, að forsenda þess að geta sætt sig við slíkt inngrip séu mótvægisaðgerðir gagnvart ferðaþjónustu til að vega upp á móti þeim gríðarlega neikvæðu áhrifum sem Búrfellslundur veldur. Það þýðir á íslensku að styrkja innviði, laga vegi og göngustíga o.s.frv. Sumir vilja greinilega túlka það sem heimtingu á peningum, dæmi hver fyrir sig. Það verður að tryggja að uppbygging orkumannvirkja, sem í flestum tilfellum er á landsbyggðinni, leiði ekki til þess að nærsamfélagið verði veikari með takarkaðri möguleika til að byggja upp sitt samfélag til framtíðar. Slíkt er aðeins hægt að gera með sanngjarnri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga ásamt því að ráðast í viðeigandi mótvægisaðgerðir gagnvart neikvæðum umhverfisáhrifum sem umhverfismatið leiðir í ljós. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun