Reykjavíkurborg leikur stórt hlutverk í verðbólgustöðunni Elliði Vignisson skrifar 12. september 2024 13:30 Íslendingar búa í dag við skort, það er að segja húsnæðisskort. Sú staða er ekki tilkomin af náttúruvöldum eða styrjöldum. Hún er að stóru leyti tilkomin vegna rangra ákvarðana borgaryfirvalda. Ástæðan fyrir skortinum er fyrst og fremst þéttingarstefna borgarinnar og sá lóðaskortur sem því hefur fylgt. Á síðustu fimmtán árum hafa einungis verið byggðar 1280 íbúðir á ári. Það er of lítið. Uppsafnaður skortur hefur nú orðið til þess að það þarf að byggja 5000 íbúðir á ári til að bregðast við. Húsnæðisliðurinn er ábyrgur fyrir 41% af ársverðbólgu Öll finnum við fyrir óbærilegri stöðu vegna verðbólgu. Ársverðbólga mælist núna 6,0% með húsnæði en 3,6% án húsnæðisliðar. Þarna ræður staðan á fasteignamarkaði miklu. Án húsnæðisliðar væri ársverðbólgan 41% lægri. Sem sagt ef að stjórnvöld hefðu ekki klúðrað húsnæðismálum þá væri verðbólgan þessu lægri. Samfylkingin, Dagur B. og þéttingarstefnan Það er afar áhugavert að skoða verðlagsmælingar frá árinu 1973 og skoða hvort húsnæðisliðurinn í verðbólgunni hefur ætíð verið okkur svona hár. Svo er nefnilega ekki. Húsnæðisliðurinn skilur sig frá vísitölu neysluverðs árið 2014. Sama ár tók Samfylking við leiðtogahlutverki á ný og Dagur B. Eggertsson varð borgarstjóri aftur. Þéttingarstefnan með tilheyrandi lóðakostnaði og framboðsskorti varð að trúarbrögðum. Íslendingar búa í dag við skort, það er að segja húsnæðisskort. Sú staða er ekki tilkomin af náttúruvöldum eða styrjöldum. Hún er að stóru leyti tilkomin vegna rangra ákvarðana borgaryfirvalda. Ástæðan fyrir skortinum er fyrst og fremst þéttingarstefna borgarinnar og sá lóðaskortur sem því hefur fylgt. Auðvitað er myndin flóknari Það er sanngjarnt og eðlilegt að spyrja hvort hér sé ekki um einfaldaða mynd að ræða. Svarið við því er að svo sé. Auðvitað er jafnan flóknari en hér er um einn lykilþátt í núverandi stöðu að ræða. Annað; svo sem óhóflegur vöxtur hins opinbera, íþyngjandi reglukerfi, loftslagsskattar og fl. skiptir einnig máli. Borgaryfirvöld fara með ferðina Það er líka eðlilegt að velta því fyrir sér hvort það sé sanngjarnt að setja þessa sök eingöngu á borgaryfirvöld. Hvernig snertir það framkvæmdir annar staðar á höfðuborgarsvæðinu, hvað þá á landinu? Svarið við því er að borgaryfirvöld leika þarna stærsta hlutverkið. Höldum því til haga að árið 2015 (ári eftir að Dagur B. varð borgarstjóri og Samfylkingin tók við leiðtogahlutverki) samþykktu öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu svokölluð vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Þau mörk sem þar voru sett hindra vöxt á svæðinu umfram það sem þar var ákveðið. Þær áætlanir voru rétt um 70% vanmetin miðað við fólksfjölgun. Á þessu svæði búa um 83% allra íbúa þessa lands. Reykjavíkurborg neitar að kvika frá þessu samkomulagi. Þessi staða hefur valdið okkur landsmönnum skorti og skaða. Þá ekki bara þeim sem búa á höfðuborgarsvæðinu, heldur alveg jafnt þeim sem búa á Raufarhöfn, Bolungarvík, Höfn í Hornafirði og öðrum svæðum þessa lands. Þetta hefur haft afgerandi áhrif á verðbólguna og þar með okkur öll. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Íslendingar búa í dag við skort, það er að segja húsnæðisskort. Sú staða er ekki tilkomin af náttúruvöldum eða styrjöldum. Hún er að stóru leyti tilkomin vegna rangra ákvarðana borgaryfirvalda. Ástæðan fyrir skortinum er fyrst og fremst þéttingarstefna borgarinnar og sá lóðaskortur sem því hefur fylgt. Á síðustu fimmtán árum hafa einungis verið byggðar 1280 íbúðir á ári. Það er of lítið. Uppsafnaður skortur hefur nú orðið til þess að það þarf að byggja 5000 íbúðir á ári til að bregðast við. Húsnæðisliðurinn er ábyrgur fyrir 41% af ársverðbólgu Öll finnum við fyrir óbærilegri stöðu vegna verðbólgu. Ársverðbólga mælist núna 6,0% með húsnæði en 3,6% án húsnæðisliðar. Þarna ræður staðan á fasteignamarkaði miklu. Án húsnæðisliðar væri ársverðbólgan 41% lægri. Sem sagt ef að stjórnvöld hefðu ekki klúðrað húsnæðismálum þá væri verðbólgan þessu lægri. Samfylkingin, Dagur B. og þéttingarstefnan Það er afar áhugavert að skoða verðlagsmælingar frá árinu 1973 og skoða hvort húsnæðisliðurinn í verðbólgunni hefur ætíð verið okkur svona hár. Svo er nefnilega ekki. Húsnæðisliðurinn skilur sig frá vísitölu neysluverðs árið 2014. Sama ár tók Samfylking við leiðtogahlutverki á ný og Dagur B. Eggertsson varð borgarstjóri aftur. Þéttingarstefnan með tilheyrandi lóðakostnaði og framboðsskorti varð að trúarbrögðum. Íslendingar búa í dag við skort, það er að segja húsnæðisskort. Sú staða er ekki tilkomin af náttúruvöldum eða styrjöldum. Hún er að stóru leyti tilkomin vegna rangra ákvarðana borgaryfirvalda. Ástæðan fyrir skortinum er fyrst og fremst þéttingarstefna borgarinnar og sá lóðaskortur sem því hefur fylgt. Auðvitað er myndin flóknari Það er sanngjarnt og eðlilegt að spyrja hvort hér sé ekki um einfaldaða mynd að ræða. Svarið við því er að svo sé. Auðvitað er jafnan flóknari en hér er um einn lykilþátt í núverandi stöðu að ræða. Annað; svo sem óhóflegur vöxtur hins opinbera, íþyngjandi reglukerfi, loftslagsskattar og fl. skiptir einnig máli. Borgaryfirvöld fara með ferðina Það er líka eðlilegt að velta því fyrir sér hvort það sé sanngjarnt að setja þessa sök eingöngu á borgaryfirvöld. Hvernig snertir það framkvæmdir annar staðar á höfðuborgarsvæðinu, hvað þá á landinu? Svarið við því er að borgaryfirvöld leika þarna stærsta hlutverkið. Höldum því til haga að árið 2015 (ári eftir að Dagur B. varð borgarstjóri og Samfylkingin tók við leiðtogahlutverki) samþykktu öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu svokölluð vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Þau mörk sem þar voru sett hindra vöxt á svæðinu umfram það sem þar var ákveðið. Þær áætlanir voru rétt um 70% vanmetin miðað við fólksfjölgun. Á þessu svæði búa um 83% allra íbúa þessa lands. Reykjavíkurborg neitar að kvika frá þessu samkomulagi. Þessi staða hefur valdið okkur landsmönnum skorti og skaða. Þá ekki bara þeim sem búa á höfðuborgarsvæðinu, heldur alveg jafnt þeim sem búa á Raufarhöfn, Bolungarvík, Höfn í Hornafirði og öðrum svæðum þessa lands. Þetta hefur haft afgerandi áhrif á verðbólguna og þar með okkur öll. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun