„Fólk fer hreinlega grátandi frá mér“ Bjarki Sigurðsson skrifar 11. september 2024 19:26 Hulda Brá Magnadóttir starfar sem heila- og taugaskurðlæknir í New Hampshire í Bandaríkjunum. Vísir/Einar Sjúklingar þurfa að reiða fram rúma milljón króna til að komast í bakaðgerð hjá einkaaðilum. Verið er að búa til stéttaskiptingu í heilbrigðisþjónustu að sögn forstjóra og læknir segir fólk stundum bresta í grát þegar það heyrir verðið. Í mars auglýstu Sjúkratryggingar eftir einkaaðilum á heilbrigðismarkaði sem hefðu tök á því að framkvæma aðgerðir í þremur flokkum sem ekki eru til samningar um, þar á meðal bakaðgerðir vegna brjóskloss. Orkuhúsið hafði þegar hafið undirbúning á því að bjóða upp á slíkar aðgerðir og sendu inn erindi. Í júní voru forsvarsmennirnir boðaðir á fund með sjúkratryggingum en ekkert hefur gerst síðan þá. Á meðan greiða sjúklingar fullt verð eða bíða á biðlista hjá Landspítalanum. Einnig var fjallað um þetta mál í nýútgefnu Læknablaði. „Þeir eru því miður fáliðaðir og vilja geta tekið fleiri sjúklinga að sér. Þeir eru fáliðaðir og það er erfitt að komast að á skurðstofu á Landspítalanum. Núna eru þeir að senda fjórar af hverjum fimm tilvísunum frá sér því þeir anna bara ekki eftirspurn. Þess vegna erum við meðal annars farin af stað til að létta á álaginu á Landspítalanum,“ segir Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu. Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu.Vísir/Einar Hryllilega skert lífsgæði Hulda Brá Magnadóttir, heila- og taugaskurðlæknir, starfar í Bandaríkjunum en kemur til Íslands inn á milli til að framkvæma þessar aðgerðir í Orkuhúsinu. Hún segir marga sem ekki komast að á Landspítalanum þjást verulega. „Fólk er bara búið að ganga mánuðum saman haltrandi, þjást af verk niður í annan fótinn eða báða. Fólk sem er vant að ganga tíu kílómetra getur varla gengið hálfan, getur varla komist í gegnum búðina. Þetta eru bara hryllilega skert lífsgæði,“ segir Hulda. Með aðgerðarleysi heilbrigðisráðuneytisins og Sjúkratrygginga sé verið búa til stéttaskiptingu hvað varðar aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Sigurður H. Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga.Vísir/Ívar Fannar/Egill „Það eru ekki allir sem geta reitt fram 1200 þúsund krónur til að komast í svona aðgerðir með stuttum fyrirvara. Þá verður augljós stéttaskipting í þjóðfélaginu,“ segir Dagný. „Auðvitað eru sumir sem geta alveg borgað og hafa skilning á því en það er bara svakalega mikið af fólki, langflestir draga ekkert eina komma tvær úr rassvasanum. Fólk fer bara hreinlega grátandi frá mér. þetta er ekki hægt. Þetta er bara ekki hægt,“ segir Hulda. Ert þú á biðlista eftir aðgerð hjá hinu opinbera sem einkaaðilar bjóða upp á gegn fullu gjaldi? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Í mars auglýstu Sjúkratryggingar eftir einkaaðilum á heilbrigðismarkaði sem hefðu tök á því að framkvæma aðgerðir í þremur flokkum sem ekki eru til samningar um, þar á meðal bakaðgerðir vegna brjóskloss. Orkuhúsið hafði þegar hafið undirbúning á því að bjóða upp á slíkar aðgerðir og sendu inn erindi. Í júní voru forsvarsmennirnir boðaðir á fund með sjúkratryggingum en ekkert hefur gerst síðan þá. Á meðan greiða sjúklingar fullt verð eða bíða á biðlista hjá Landspítalanum. Einnig var fjallað um þetta mál í nýútgefnu Læknablaði. „Þeir eru því miður fáliðaðir og vilja geta tekið fleiri sjúklinga að sér. Þeir eru fáliðaðir og það er erfitt að komast að á skurðstofu á Landspítalanum. Núna eru þeir að senda fjórar af hverjum fimm tilvísunum frá sér því þeir anna bara ekki eftirspurn. Þess vegna erum við meðal annars farin af stað til að létta á álaginu á Landspítalanum,“ segir Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu. Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu.Vísir/Einar Hryllilega skert lífsgæði Hulda Brá Magnadóttir, heila- og taugaskurðlæknir, starfar í Bandaríkjunum en kemur til Íslands inn á milli til að framkvæma þessar aðgerðir í Orkuhúsinu. Hún segir marga sem ekki komast að á Landspítalanum þjást verulega. „Fólk er bara búið að ganga mánuðum saman haltrandi, þjást af verk niður í annan fótinn eða báða. Fólk sem er vant að ganga tíu kílómetra getur varla gengið hálfan, getur varla komist í gegnum búðina. Þetta eru bara hryllilega skert lífsgæði,“ segir Hulda. Með aðgerðarleysi heilbrigðisráðuneytisins og Sjúkratrygginga sé verið búa til stéttaskiptingu hvað varðar aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Sigurður H. Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga.Vísir/Ívar Fannar/Egill „Það eru ekki allir sem geta reitt fram 1200 þúsund krónur til að komast í svona aðgerðir með stuttum fyrirvara. Þá verður augljós stéttaskipting í þjóðfélaginu,“ segir Dagný. „Auðvitað eru sumir sem geta alveg borgað og hafa skilning á því en það er bara svakalega mikið af fólki, langflestir draga ekkert eina komma tvær úr rassvasanum. Fólk fer bara hreinlega grátandi frá mér. þetta er ekki hægt. Þetta er bara ekki hægt,“ segir Hulda. Ert þú á biðlista eftir aðgerð hjá hinu opinbera sem einkaaðilar bjóða upp á gegn fullu gjaldi? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Ert þú á biðlista eftir aðgerð hjá hinu opinbera sem einkaaðilar bjóða upp á gegn fullu gjaldi? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira