Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari látinn Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2024 16:52 Hilmar var einn þekktasti matreiðslumeistari landsins og lenti sem slíkur í margvíslegum ævintýrum. Hilmar Bragi Jónsson matreiðslumeistari er fallinn frá. Hilmar var einn þekktasti matreiðslumaður landsins og lifði ævintýralegu lífi; eldaði ofan í kónga, drottningar, þjóðhöfðingja, sendiherra, varaforseta, þingmenn og aðra hátt setta embættismenn víða um heim. Þannig komst Hilmar sjálfur að orði í samtali við Elínu Albertsdóttur árið 2015 en hann var matreiðslumeistari Vigdísar Finnbogadóttur meðan hún gegndi embætti forseta Íslands. Hann sá um allar opinberar veislur fyrir Vigdísi og fór með henni í ferðalög út fyrir landsteina. Þá voru gestir 350-400 og ekkert mátti klikka en Hilmar tók því sem á gekk sem öðru með stóískri ró. Veitingageirinn.is hefur sent frá sér tilkynningu um fráfall Hilmars en þar segir að þær sorglegu fréttir hafi verið að berast að einn af okkar dáðustu matreiðslumeisturum væri látinn. „Hilmar Bragi Jónsson lést á Torrevieja á Spáni nú í morgun 11. september, 81 árs að aldri.“ Þar kemur fram að Hilmar hafi legið á spítala frá 3. ágúst vegna sýkingar í hjarta, tengt hjartaaðgerð sem hann fór í fyrir um 25 árum. Lyfin virtust vera að virka en hjartað hefur gefið sig. Hilmar var ekkill, hann bjó síðustu ár ævi sinnar á Spáni. Kona Hilmars, Elín Káradóttir, var ráðskona á Bessastöðum en hún veiktist og féll frá fyrir allmörgum árum. Þau eignuðust tvö börn. Afrekslisti Hilmars er langur og mikill en hann talaði ævinlega um matreiðsluna sem lífsstíl og ævintýri fremur en starf. Hann stofnaði Matreiðsluskólann, starfaði, eins og áður sagði hjá forsetaembættinu, hann starfaði lengi í Bandaríkjunum og var þar sérstakur sendiherra íslenska fiskinn, hann var í fyrsta kokkalandsliðinu sem keppti fyrir Íslands hönd á alþjóðavettvangi og þannig má lengi áfram telja. Hilmar bætti þá við mikilvægum kafla í söguna um Einvígi aldarinnar en hann starfaði á Hótel Loftleiðum þegar það fór fram og má í raun segja að hann hafi bjargað því sem bjargað varð, þegar Bobby Fischer var að sligast undan álaginu. Vísir ræddi sérstaklega við Hilmar um það atvik. Andlát Íslendingar erlendis Kokkalandsliðið Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
Þannig komst Hilmar sjálfur að orði í samtali við Elínu Albertsdóttur árið 2015 en hann var matreiðslumeistari Vigdísar Finnbogadóttur meðan hún gegndi embætti forseta Íslands. Hann sá um allar opinberar veislur fyrir Vigdísi og fór með henni í ferðalög út fyrir landsteina. Þá voru gestir 350-400 og ekkert mátti klikka en Hilmar tók því sem á gekk sem öðru með stóískri ró. Veitingageirinn.is hefur sent frá sér tilkynningu um fráfall Hilmars en þar segir að þær sorglegu fréttir hafi verið að berast að einn af okkar dáðustu matreiðslumeisturum væri látinn. „Hilmar Bragi Jónsson lést á Torrevieja á Spáni nú í morgun 11. september, 81 árs að aldri.“ Þar kemur fram að Hilmar hafi legið á spítala frá 3. ágúst vegna sýkingar í hjarta, tengt hjartaaðgerð sem hann fór í fyrir um 25 árum. Lyfin virtust vera að virka en hjartað hefur gefið sig. Hilmar var ekkill, hann bjó síðustu ár ævi sinnar á Spáni. Kona Hilmars, Elín Káradóttir, var ráðskona á Bessastöðum en hún veiktist og féll frá fyrir allmörgum árum. Þau eignuðust tvö börn. Afrekslisti Hilmars er langur og mikill en hann talaði ævinlega um matreiðsluna sem lífsstíl og ævintýri fremur en starf. Hann stofnaði Matreiðsluskólann, starfaði, eins og áður sagði hjá forsetaembættinu, hann starfaði lengi í Bandaríkjunum og var þar sérstakur sendiherra íslenska fiskinn, hann var í fyrsta kokkalandsliðinu sem keppti fyrir Íslands hönd á alþjóðavettvangi og þannig má lengi áfram telja. Hilmar bætti þá við mikilvægum kafla í söguna um Einvígi aldarinnar en hann starfaði á Hótel Loftleiðum þegar það fór fram og má í raun segja að hann hafi bjargað því sem bjargað varð, þegar Bobby Fischer var að sligast undan álaginu. Vísir ræddi sérstaklega við Hilmar um það atvik.
Andlát Íslendingar erlendis Kokkalandsliðið Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira