Daunill þróun í metanlosun mannkynsins Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2024 15:36 Metan losnar meðal annars þegar bakteríur brjóta niður lífrænt efni í ruslahaugum eins og þessum í Jakarta á Indónesíu. AP/Tatan Syuflana Losun gróðurhúsalofttegundarinnar metans hefur aldrei aukist hraðar en um þessar mundir þrátt fyrir loforð ríkja um að koma böndum á hana. Hún er sögð auka hættuna á að hnattræn hlýnun fari umfram þau mörk sem mannkynið hefur sett sér. Metan er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur til skemmri tíma litið. Það fangar um þrjátíu prósent meiri hita yfir hundrað ára tímabil. Uppsprettur þess sem tengjast athöfnum manna er meðal annars búfénaður og kola- og gasvinnsla. Niðurstöður hóps vísindamanna undir merkjum Hnattræna kolefnisverkefnisins (e. Global Carbon Project) benda til þess að styrkur metans í lofthjúpnum hafi aldrei aukist svo hratt í mælingasögunni og hann sé nú í samræmi við svartsýnustu sviðsmyndir um losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Metanlosun manna hafi aukist um allt að fimmtung frá 2000 til 2020 og nemi nú um þriðjungi af heildarlosun manna á gróðurhúsalofttegundum, samkvæmt skýrslu hópsins sem hefur enn ekki verið ritrýnd, að sögn Washington Post. Aukningin er að mestu rakin til stækkandi urðunarstaða, vaxandi búfjárræktunar og kolavinnslu og stóraukinnar neyslu á jarðgasi. Aðeins ESB náð árangri sem munar um Í annarri ritrýndri rannsókn sem vísindamenn hópsins birtu í Environmental Research Letters kemur fram að litlar vísbendingar séu um að 150 ríki sem hétu því að draga úr losun metans um þrjátíu prósent fyrir lok áratugsins hafi staðið við þau loforð. Þess í stað benda gervihnattamælingar til þess að metanlosun hafi aukist um fimm prósent frá 2020 til 2023, aðallega í Kína, sunnanverðri Asíu og í Austurlöndum nær. Aðeins Evrópusambandið af mestu stórlosendum heims hafi dregið úr metanlosun sinni svo einhverju nemi á undanförnum tveimur áratugum. „Þessi viðbótarmetanlosun færir hlýnunarmörk sífellt nær. Hlýnin sem var áður talin óhugsandi er núna mögulega líkleg,“ segir Rob Jackson, loftslagsvísindamaður og formaður Hnattræna kolefnisverkefnisins. Athuganir Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) sýna að styrkur metans í lofthjúpi jarðar hafi meira en tvöfaldast frá upphafi iðnbyltingarinnar og að hann hafi ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár. Vísindamennirnir telja að samdráttur í losun metans sé auðveldasta og ódýrasta leiðin til þess að fyrirbyggja frekari hlýnun strax á meðan unnið er að því að koma böndum á losun koltvísýrings. Á sama hátt geti óheft losun metans hins vegar fleytt mannkyninu sífellt nær því að fara fram yfir þau hlýnunarmörk sem það hefur ákveðið að það geti fellt sig við samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Loftslagsmál Vísindi Landbúnaður Bensín og olía Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Metan er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur til skemmri tíma litið. Það fangar um þrjátíu prósent meiri hita yfir hundrað ára tímabil. Uppsprettur þess sem tengjast athöfnum manna er meðal annars búfénaður og kola- og gasvinnsla. Niðurstöður hóps vísindamanna undir merkjum Hnattræna kolefnisverkefnisins (e. Global Carbon Project) benda til þess að styrkur metans í lofthjúpnum hafi aldrei aukist svo hratt í mælingasögunni og hann sé nú í samræmi við svartsýnustu sviðsmyndir um losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Metanlosun manna hafi aukist um allt að fimmtung frá 2000 til 2020 og nemi nú um þriðjungi af heildarlosun manna á gróðurhúsalofttegundum, samkvæmt skýrslu hópsins sem hefur enn ekki verið ritrýnd, að sögn Washington Post. Aukningin er að mestu rakin til stækkandi urðunarstaða, vaxandi búfjárræktunar og kolavinnslu og stóraukinnar neyslu á jarðgasi. Aðeins ESB náð árangri sem munar um Í annarri ritrýndri rannsókn sem vísindamenn hópsins birtu í Environmental Research Letters kemur fram að litlar vísbendingar séu um að 150 ríki sem hétu því að draga úr losun metans um þrjátíu prósent fyrir lok áratugsins hafi staðið við þau loforð. Þess í stað benda gervihnattamælingar til þess að metanlosun hafi aukist um fimm prósent frá 2020 til 2023, aðallega í Kína, sunnanverðri Asíu og í Austurlöndum nær. Aðeins Evrópusambandið af mestu stórlosendum heims hafi dregið úr metanlosun sinni svo einhverju nemi á undanförnum tveimur áratugum. „Þessi viðbótarmetanlosun færir hlýnunarmörk sífellt nær. Hlýnin sem var áður talin óhugsandi er núna mögulega líkleg,“ segir Rob Jackson, loftslagsvísindamaður og formaður Hnattræna kolefnisverkefnisins. Athuganir Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) sýna að styrkur metans í lofthjúpi jarðar hafi meira en tvöfaldast frá upphafi iðnbyltingarinnar og að hann hafi ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár. Vísindamennirnir telja að samdráttur í losun metans sé auðveldasta og ódýrasta leiðin til þess að fyrirbyggja frekari hlýnun strax á meðan unnið er að því að koma böndum á losun koltvísýrings. Á sama hátt geti óheft losun metans hins vegar fleytt mannkyninu sífellt nær því að fara fram yfir þau hlýnunarmörk sem það hefur ákveðið að það geti fellt sig við samkvæmt Parísarsamkomulaginu.
Loftslagsmál Vísindi Landbúnaður Bensín og olía Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira