Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að félagskonur hafi fengið tækifæri til að kíkja í eitt af holutopphúsum Carbfix, þar sem CO2 er breytt í stein. Húsið hefur meðal annars prýtt forsíðu National Geopgraphic.
Dr. Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastýra Carbfix hefur hlotið fjölda innlendra og alþjóðlegra viðurkenninga fyrir starf sitt á sviði loftslagsmála og sem brautryðjandi fyrir konur í vísindum.Bæði hún og Halla voru saman á topplista Reuters á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna.
Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir frá deginum:























