„Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. september 2024 23:16 Þau Sigmundur og Kristrún, sem hafa starfað saman í stjórnarandstöðunni síðustu þrjú ár, ræddu fjárlagafrumvarpið nýja. Hvorugt þeirra hrifið. stöð 2 Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Með fjárlögunum nýju aukast útgjöld ríkisins um 55 milljarða króna á næsta ári. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. Meira um það hér: Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, stærsta þingflokksins samkvæmt skoðanakönnunum, segir ríkisstjórnina hafa brugðist við stjórn efnhagsmála. Það sé ekkert í frumvarpinu sem bendi til þess að það muni breytast. „Við sjáum, ef eitthvað er, afkomuna versna fyrir næst ár miðað við það sem var lagt upp með í vor,“ segir hún. Fjármálaráðherra segist hvorki ætla í skattahækkanir né niðurskurð, en Kristrún segir að líklega þurfi bæði til. „Það þarf að fara í tekjuauka þar sem þensla er í samfélaginu og taka pólitískar ákvarðanir um það. Það þarf líka að fara betur með fé en svo þarf að hætta að keyra hagvöxtinn okkar hér áfram af þessum innviðafreku atvinnugreinum sem eru auðvitað að þenja út markaðinn og skapa fólki erfiðar aðstæður, til að mynda á húsnæðismarkaði.“ Ríkisstjórn sem slær öll met Sigmundur Davíð segir augljóst að frumvarpið muni ekki skila því sem lagt sé upp með. „Í dag voru ekki bara kynnt ný fjárlög. Það var kynnt nýtt slagorð Framsóknarflokksins eða ríkisstjórnarinnar: „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur og vísar til yfirskriftar blaðamannafundar Sigurðar Inga í dag. „En þetta er ekki allt að koma miðað við fjárlögin, því að það sem þau kynna þó sem aðhaldsaðgerðir er ný uppfinning þessarar ríkisstjórnar og gengur nokkurn veginn svona fyrir sig: „aðhald er það sem við hefðum getað hugsað okkur að eyða í umfram efni, en ætlum ekki að gera“.“ Sigmundur er ekki hrifinn. Vísir/Arnar Sigmundur heldur áfram: Staðreyndin er sú að það er enn að reka ríkið með halla, þetta er ríkisstjórn sem hefur slegið öll met í ríkisútgjöldum. Og nú er hún að slá enn eitt metið. Þetta allt saman kyndir undir verðbólguna sem er stærsta áhyggjuefni okkar á Íslandi núna, ásamt vöxtunum sem af henni leiðir og áhrifunum á húsnæðismarkaðinn og samfélagið allt. Seðlabankastjóri varaði við vanfjármögnun Kristrún segir útgjöldin, sem aukast um 55 milljarða milli ára, ekki fjármögnuð. Kristrún Frostadóttir skilur að það séu skiptar skoðanir á þéttingu byggðar.Vísir/Arnar „Þetta er meðal annars það sem seðlabankastjóri bentiá, eftirminnilega, á síðasta vaxtaákvörðunarfundi um að kjarasamningsútgjöld hefðu ekki verið fjármögnuð, um að Grindavík hefði ekki verið fjármögnuð. Ef fólk hlustar á kröfur verkalýðshreyfingarinnar, þá eru þær að koma með fjármögnuð útgjöld, því fólk þolir ekki þjónustuniðurskurð.“ Varðandi breytingar á fjárlagafrumvarpi innan fjárlaganefndar segir Sigmundur að nefndin ráði ekki við að breyta miklu. „Þau munu varla ráða við að koma áfram málum sem þau hafa lagt fram, um 216 mál sem þau hafa kynnt núna. Þau verða bara fegin ef þau ná að koma einhverju í gegn. En þetta verður því miður til tjóns þegar við þurfum á því að halda að sýna aðhald og ná tökum á verðbólgunni.“ Alþingi Samfylkingin Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Með fjárlögunum nýju aukast útgjöld ríkisins um 55 milljarða króna á næsta ári. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. Meira um það hér: Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, stærsta þingflokksins samkvæmt skoðanakönnunum, segir ríkisstjórnina hafa brugðist við stjórn efnhagsmála. Það sé ekkert í frumvarpinu sem bendi til þess að það muni breytast. „Við sjáum, ef eitthvað er, afkomuna versna fyrir næst ár miðað við það sem var lagt upp með í vor,“ segir hún. Fjármálaráðherra segist hvorki ætla í skattahækkanir né niðurskurð, en Kristrún segir að líklega þurfi bæði til. „Það þarf að fara í tekjuauka þar sem þensla er í samfélaginu og taka pólitískar ákvarðanir um það. Það þarf líka að fara betur með fé en svo þarf að hætta að keyra hagvöxtinn okkar hér áfram af þessum innviðafreku atvinnugreinum sem eru auðvitað að þenja út markaðinn og skapa fólki erfiðar aðstæður, til að mynda á húsnæðismarkaði.“ Ríkisstjórn sem slær öll met Sigmundur Davíð segir augljóst að frumvarpið muni ekki skila því sem lagt sé upp með. „Í dag voru ekki bara kynnt ný fjárlög. Það var kynnt nýtt slagorð Framsóknarflokksins eða ríkisstjórnarinnar: „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur og vísar til yfirskriftar blaðamannafundar Sigurðar Inga í dag. „En þetta er ekki allt að koma miðað við fjárlögin, því að það sem þau kynna þó sem aðhaldsaðgerðir er ný uppfinning þessarar ríkisstjórnar og gengur nokkurn veginn svona fyrir sig: „aðhald er það sem við hefðum getað hugsað okkur að eyða í umfram efni, en ætlum ekki að gera“.“ Sigmundur er ekki hrifinn. Vísir/Arnar Sigmundur heldur áfram: Staðreyndin er sú að það er enn að reka ríkið með halla, þetta er ríkisstjórn sem hefur slegið öll met í ríkisútgjöldum. Og nú er hún að slá enn eitt metið. Þetta allt saman kyndir undir verðbólguna sem er stærsta áhyggjuefni okkar á Íslandi núna, ásamt vöxtunum sem af henni leiðir og áhrifunum á húsnæðismarkaðinn og samfélagið allt. Seðlabankastjóri varaði við vanfjármögnun Kristrún segir útgjöldin, sem aukast um 55 milljarða milli ára, ekki fjármögnuð. Kristrún Frostadóttir skilur að það séu skiptar skoðanir á þéttingu byggðar.Vísir/Arnar „Þetta er meðal annars það sem seðlabankastjóri bentiá, eftirminnilega, á síðasta vaxtaákvörðunarfundi um að kjarasamningsútgjöld hefðu ekki verið fjármögnuð, um að Grindavík hefði ekki verið fjármögnuð. Ef fólk hlustar á kröfur verkalýðshreyfingarinnar, þá eru þær að koma með fjármögnuð útgjöld, því fólk þolir ekki þjónustuniðurskurð.“ Varðandi breytingar á fjárlagafrumvarpi innan fjárlaganefndar segir Sigmundur að nefndin ráði ekki við að breyta miklu. „Þau munu varla ráða við að koma áfram málum sem þau hafa lagt fram, um 216 mál sem þau hafa kynnt núna. Þau verða bara fegin ef þau ná að koma einhverju í gegn. En þetta verður því miður til tjóns þegar við þurfum á því að halda að sýna aðhald og ná tökum á verðbólgunni.“
Alþingi Samfylkingin Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira