Vilja losna við einkaþotur og þyrlur af Reykjavíkurflugvelli Lovísa Arnardóttir skrifar 10. september 2024 14:33 Daði segir að um leið og veðrið er gott fjölgi þyrluflugunum. Vísir/Vilhelm Félagar í samtökunum Hljóðmörk - Íbúasamtök gegn óþarfa flugumferð á Reykjavíkurflugvelli krefjast þess að óþarfa flug hverfi frá Reykjavíkurflugvelli. Að baki samtökunum standa íbúar úr Hlíðum, Vesturbæ Reykjavíkur og Kársnesi. Samtökin vilja einnig fá aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun flugvallarins. „Það er fólk úr öllum áttum í samtökunum sem endaði saman og fór að ræða þetta. Margir sem koma að þessu hafa verið að reyna að láta heyra í sér en hafa komið að lokuðum dyrum,“ segir Daði Rafnsson, einn stofnenda samtakanna og íbúi á Kársnesi. Hann segir að meðlimum samtakanna þyki umræðan hafa verið keyrð niður í skotgrafir. Það sé erfitt að eiga umræðuna og þegar þau hafi reynt að nálgast bæjar- eða borgarfulltrúa eða Isavia hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til hagsmuna íbúa. Ekki bara vegna fjölda eldgosa Hann segir að með auknum straumi ferðamanna til Íslands undanfarin ár, sem og eldgosum á Reykjanesskaga hafi hávaði frá þyrlum og einkaflugvélum stóraukist á þessum svæðum. „Samanlögð umferðin er orðin gríðarlega mikil. Þegar þú tekur þetta allt saman er þetta orðið að meiri háttar skaðvaldi í umhverfinu,“ segir en samtökin settu saman dæmi um umferð á Kársnesinu sem má sjá hér að neðan. „Þetta er ekki allt á sama deginum en er til að sýna að það er umferð allan sólarhringinn. Fjölskylda mín hefur vaknað við þyrlur og flugvélar á nóttunni. Ef það er gott veður er stanslaus umferð yfir Kársnesið,“ segir Daði og því sé ekki hægt að rekja aukna umferð eingöngu til eldgosanna á Reykjanesskaga síðustu ár. „Það þarf bara að vera gott veður og þá eru þyrlufyrirtækin að fljúga með fólk út á land og yfir borgina.“ Gera ekki athugasemd við tilveru flugvallarins Daði segir samtökin ekki taka afstöðu til tilveru flugvallarins. Þeim þyki óeðlilegt að einkaflugvélar lendi þarna og að túristaþyrlur lendi þarna. „Ef það snýr ekki að einhverju öryggishlutverki þá finnst okkur ekki að það eigi að vera þar,“ segir Daði. Hann segir að auk þess sé Icelandair farið að fljúga 757 þotum í áætlanaflugi til Akureyrar. „Það er algjörlega hræðilegt. Þær eru að fljúga yfir á kvöldin og það glymur í húsinu. Það er hvergi hægt að leita skjóls. Hann er í leikskólanum, við bókasafnið og í sundinu. Ég var þar í morgun og þá flugu þyrlur yfir.“ Daði segir félaga í samtökunum hafa kynnt sér þróun erlendis og segir að sama umræða sé í gangi í stórborgum eins og London og New York. „Það er verið að kvarta undan sömu hlutum. Það á ekki að vera sjálfsagt að fljúga þyrlum yfir íbúðabyggð.“ Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
„Það er fólk úr öllum áttum í samtökunum sem endaði saman og fór að ræða þetta. Margir sem koma að þessu hafa verið að reyna að láta heyra í sér en hafa komið að lokuðum dyrum,“ segir Daði Rafnsson, einn stofnenda samtakanna og íbúi á Kársnesi. Hann segir að meðlimum samtakanna þyki umræðan hafa verið keyrð niður í skotgrafir. Það sé erfitt að eiga umræðuna og þegar þau hafi reynt að nálgast bæjar- eða borgarfulltrúa eða Isavia hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til hagsmuna íbúa. Ekki bara vegna fjölda eldgosa Hann segir að með auknum straumi ferðamanna til Íslands undanfarin ár, sem og eldgosum á Reykjanesskaga hafi hávaði frá þyrlum og einkaflugvélum stóraukist á þessum svæðum. „Samanlögð umferðin er orðin gríðarlega mikil. Þegar þú tekur þetta allt saman er þetta orðið að meiri háttar skaðvaldi í umhverfinu,“ segir en samtökin settu saman dæmi um umferð á Kársnesinu sem má sjá hér að neðan. „Þetta er ekki allt á sama deginum en er til að sýna að það er umferð allan sólarhringinn. Fjölskylda mín hefur vaknað við þyrlur og flugvélar á nóttunni. Ef það er gott veður er stanslaus umferð yfir Kársnesið,“ segir Daði og því sé ekki hægt að rekja aukna umferð eingöngu til eldgosanna á Reykjanesskaga síðustu ár. „Það þarf bara að vera gott veður og þá eru þyrlufyrirtækin að fljúga með fólk út á land og yfir borgina.“ Gera ekki athugasemd við tilveru flugvallarins Daði segir samtökin ekki taka afstöðu til tilveru flugvallarins. Þeim þyki óeðlilegt að einkaflugvélar lendi þarna og að túristaþyrlur lendi þarna. „Ef það snýr ekki að einhverju öryggishlutverki þá finnst okkur ekki að það eigi að vera þar,“ segir Daði. Hann segir að auk þess sé Icelandair farið að fljúga 757 þotum í áætlanaflugi til Akureyrar. „Það er algjörlega hræðilegt. Þær eru að fljúga yfir á kvöldin og það glymur í húsinu. Það er hvergi hægt að leita skjóls. Hann er í leikskólanum, við bókasafnið og í sundinu. Ég var þar í morgun og þá flugu þyrlur yfir.“ Daði segir félaga í samtökunum hafa kynnt sér þróun erlendis og segir að sama umræða sé í gangi í stórborgum eins og London og New York. „Það er verið að kvarta undan sömu hlutum. Það á ekki að vera sjálfsagt að fljúga þyrlum yfir íbúðabyggð.“
Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira