Vilja losna við einkaþotur og þyrlur af Reykjavíkurflugvelli Lovísa Arnardóttir skrifar 10. september 2024 14:33 Daði segir að um leið og veðrið er gott fjölgi þyrluflugunum. Vísir/Vilhelm Félagar í samtökunum Hljóðmörk - Íbúasamtök gegn óþarfa flugumferð á Reykjavíkurflugvelli krefjast þess að óþarfa flug hverfi frá Reykjavíkurflugvelli. Að baki samtökunum standa íbúar úr Hlíðum, Vesturbæ Reykjavíkur og Kársnesi. Samtökin vilja einnig fá aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun flugvallarins. „Það er fólk úr öllum áttum í samtökunum sem endaði saman og fór að ræða þetta. Margir sem koma að þessu hafa verið að reyna að láta heyra í sér en hafa komið að lokuðum dyrum,“ segir Daði Rafnsson, einn stofnenda samtakanna og íbúi á Kársnesi. Hann segir að meðlimum samtakanna þyki umræðan hafa verið keyrð niður í skotgrafir. Það sé erfitt að eiga umræðuna og þegar þau hafi reynt að nálgast bæjar- eða borgarfulltrúa eða Isavia hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til hagsmuna íbúa. Ekki bara vegna fjölda eldgosa Hann segir að með auknum straumi ferðamanna til Íslands undanfarin ár, sem og eldgosum á Reykjanesskaga hafi hávaði frá þyrlum og einkaflugvélum stóraukist á þessum svæðum. „Samanlögð umferðin er orðin gríðarlega mikil. Þegar þú tekur þetta allt saman er þetta orðið að meiri háttar skaðvaldi í umhverfinu,“ segir en samtökin settu saman dæmi um umferð á Kársnesinu sem má sjá hér að neðan. „Þetta er ekki allt á sama deginum en er til að sýna að það er umferð allan sólarhringinn. Fjölskylda mín hefur vaknað við þyrlur og flugvélar á nóttunni. Ef það er gott veður er stanslaus umferð yfir Kársnesið,“ segir Daði og því sé ekki hægt að rekja aukna umferð eingöngu til eldgosanna á Reykjanesskaga síðustu ár. „Það þarf bara að vera gott veður og þá eru þyrlufyrirtækin að fljúga með fólk út á land og yfir borgina.“ Gera ekki athugasemd við tilveru flugvallarins Daði segir samtökin ekki taka afstöðu til tilveru flugvallarins. Þeim þyki óeðlilegt að einkaflugvélar lendi þarna og að túristaþyrlur lendi þarna. „Ef það snýr ekki að einhverju öryggishlutverki þá finnst okkur ekki að það eigi að vera þar,“ segir Daði. Hann segir að auk þess sé Icelandair farið að fljúga 757 þotum í áætlanaflugi til Akureyrar. „Það er algjörlega hræðilegt. Þær eru að fljúga yfir á kvöldin og það glymur í húsinu. Það er hvergi hægt að leita skjóls. Hann er í leikskólanum, við bókasafnið og í sundinu. Ég var þar í morgun og þá flugu þyrlur yfir.“ Daði segir félaga í samtökunum hafa kynnt sér þróun erlendis og segir að sama umræða sé í gangi í stórborgum eins og London og New York. „Það er verið að kvarta undan sömu hlutum. Það á ekki að vera sjálfsagt að fljúga þyrlum yfir íbúðabyggð.“ Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
„Það er fólk úr öllum áttum í samtökunum sem endaði saman og fór að ræða þetta. Margir sem koma að þessu hafa verið að reyna að láta heyra í sér en hafa komið að lokuðum dyrum,“ segir Daði Rafnsson, einn stofnenda samtakanna og íbúi á Kársnesi. Hann segir að meðlimum samtakanna þyki umræðan hafa verið keyrð niður í skotgrafir. Það sé erfitt að eiga umræðuna og þegar þau hafi reynt að nálgast bæjar- eða borgarfulltrúa eða Isavia hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til hagsmuna íbúa. Ekki bara vegna fjölda eldgosa Hann segir að með auknum straumi ferðamanna til Íslands undanfarin ár, sem og eldgosum á Reykjanesskaga hafi hávaði frá þyrlum og einkaflugvélum stóraukist á þessum svæðum. „Samanlögð umferðin er orðin gríðarlega mikil. Þegar þú tekur þetta allt saman er þetta orðið að meiri háttar skaðvaldi í umhverfinu,“ segir en samtökin settu saman dæmi um umferð á Kársnesinu sem má sjá hér að neðan. „Þetta er ekki allt á sama deginum en er til að sýna að það er umferð allan sólarhringinn. Fjölskylda mín hefur vaknað við þyrlur og flugvélar á nóttunni. Ef það er gott veður er stanslaus umferð yfir Kársnesið,“ segir Daði og því sé ekki hægt að rekja aukna umferð eingöngu til eldgosanna á Reykjanesskaga síðustu ár. „Það þarf bara að vera gott veður og þá eru þyrlufyrirtækin að fljúga með fólk út á land og yfir borgina.“ Gera ekki athugasemd við tilveru flugvallarins Daði segir samtökin ekki taka afstöðu til tilveru flugvallarins. Þeim þyki óeðlilegt að einkaflugvélar lendi þarna og að túristaþyrlur lendi þarna. „Ef það snýr ekki að einhverju öryggishlutverki þá finnst okkur ekki að það eigi að vera þar,“ segir Daði. Hann segir að auk þess sé Icelandair farið að fljúga 757 þotum í áætlanaflugi til Akureyrar. „Það er algjörlega hræðilegt. Þær eru að fljúga yfir á kvöldin og það glymur í húsinu. Það er hvergi hægt að leita skjóls. Hann er í leikskólanum, við bókasafnið og í sundinu. Ég var þar í morgun og þá flugu þyrlur yfir.“ Daði segir félaga í samtökunum hafa kynnt sér þróun erlendis og segir að sama umræða sé í gangi í stórborgum eins og London og New York. „Það er verið að kvarta undan sömu hlutum. Það á ekki að vera sjálfsagt að fljúga þyrlum yfir íbúðabyggð.“
Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira