Sjö ára kláðinn: Engin vandamál, bara lausnir Jakob Frímann Magnússon skrifar 10. september 2024 12:33 Þing verður sett að nýju í dag að afloknu hefðbundu sumarhléi. Þá hefjast að nýju ræðurnar og kunnuglegu hendingarnar um „glasið sem ýmist er hálffullt eða hálftómt“, okkur öll á „þessari vegferð eða hinni“ þar sem „hljóð og mynd fara ekki saman“ , en „tilskipunum“ beri að hlýða og stefna að frekari „inngildingum“ þó „gullhúðun“ viðgangist sem aldrei fyrr og að í „áttunarvandanum“ öllum þurfum við vissulega að vera mátulega „woke“ en forðast „gaslýsingar“ eftir megni. Þetta verður stuð! Það sem við blasir ræðst sem fyrr af sjónarhorni og líðan þess sem horfir. Fyrir starfsandann á þinginu og samfélagsandann allan væri auðvitað hollast að stjórnmálaöflin legðust nú öll saman á eitt við að fínstilla og lagfæra það sem betur mætti fara, en svo mun því miður ekki verða nema í örfáum málum. Rétt er að búa sig undir að þurfa að umbera sitthvað á næstunni, m.a. í ljósi þess að eftir u.þ.b. 12 mánuði og 12 daga verður að óbreyttu gengið til Alþingiskosninga og stjórnmálaöflin munu í því ljósi sannarlega leitast við að skerpa verulega á því sem greinir þau hvert frá öðru og freista þess þannig að fanga athygli og hylli kjósenda. Og í sumum tilvikum að halda jafnvel einhverju fram sem er ekki alls kostar rétt, en er bara í svo ómótstæðilega góðu samræmi við það sem viðkomandi vildi að væri rétt. Lítt raunhæfar vangaveltur um að senn verði boðað til kosninga Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, hugnast að líkindum lítt að bæta metið í stystu forsætiráðherratíð Íslandssögunnar. Keppnisskap þessa stjórnmálamanns sem kosinn var til þings 2021 með fleiri atkvæðum en nokkur annar sitjandi þingmaður veit á allt annað. Sömuleiðis er rétt að benda þeim á sem spá stjórnarsamstarfinu örgu, að stöku skeytasendingar innan þessarar ríkisstjórnar eiga sér eðlilegar skýringar: Eftir heila sjö ára sambúð er sjö ára kláðinn alkunni tekinn að læðast aftan að sumum, rétt eins og gerist í fjölmörgum samböndum án þess að slíkt þurfa að kalla á skilnað. Og sjö ár í sömu ríkisstjórn er heillangur tími – ekki síst þegar mjög svo ólíkir flokkar eiga í hlut. Stóru E-in þrjú kunnu að orða það Við í Flokki fólksins höldum fast við okkar grunnstefnu um að afmá þann smánarblett af samfélaginu sem við hljótum öll að skammast okkar fyrir: Að hér skuli fátækum fjölga á sama tíma og ríkidæmi Íslands hefur aldrei verið meira. Það kostar liðlega 40 milljarða að skera þau 10% landsmanna sem hér um ræðir úr viðvarandi fátækrafjötrum. Orð Einars Benediktssonar skáldmærings eiga hér vel við : „Vilji er allt sem þarf“. Og nafni hans Einar Benediktsson Sykurmoli bætti við: „Málið er ekki að geta, heldur að gera!“. 40 milljarða heildarpakki í samhengi 1600 milljarða fjárlaga ætti að vera auðleystur og fjármagnaður með hinu augljósa: Auðlindagjöldum – arðinum af auðlindunum okkar sameiginlegu. Þar er sannarlega nóg til, þó að ekki væri litið nema til hluta arðsins af einu fyrirtæki í sameiginlegri eigu þjóðarinnar - okkar gjöfulu Landsvirkjun. Arðinn af silfri hafsins, landeldinu, hugverkunum, nýsköpuninni og öðru sem hér er í blóma munum við þurfa að nýta til að mæta áskorunum tengdum hækkandi lífaldri, fjölgun nýrra Íslendinga sem ekki hafa greitt hér í lífeyrissjóði og í aðra þá styrkingu og uppbyggingu innviða og samfélagsgæða sem óhjákvæmilega blasir við. Í þessu samhengi mætti vísa til orða sem oftar hafa hljómað úr munni meistara Egils Ólafssonar en nokkurs annars: „Engin vandamál, bara lausnir“. Gleðilegan þingvetur! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Þing verður sett að nýju í dag að afloknu hefðbundu sumarhléi. Þá hefjast að nýju ræðurnar og kunnuglegu hendingarnar um „glasið sem ýmist er hálffullt eða hálftómt“, okkur öll á „þessari vegferð eða hinni“ þar sem „hljóð og mynd fara ekki saman“ , en „tilskipunum“ beri að hlýða og stefna að frekari „inngildingum“ þó „gullhúðun“ viðgangist sem aldrei fyrr og að í „áttunarvandanum“ öllum þurfum við vissulega að vera mátulega „woke“ en forðast „gaslýsingar“ eftir megni. Þetta verður stuð! Það sem við blasir ræðst sem fyrr af sjónarhorni og líðan þess sem horfir. Fyrir starfsandann á þinginu og samfélagsandann allan væri auðvitað hollast að stjórnmálaöflin legðust nú öll saman á eitt við að fínstilla og lagfæra það sem betur mætti fara, en svo mun því miður ekki verða nema í örfáum málum. Rétt er að búa sig undir að þurfa að umbera sitthvað á næstunni, m.a. í ljósi þess að eftir u.þ.b. 12 mánuði og 12 daga verður að óbreyttu gengið til Alþingiskosninga og stjórnmálaöflin munu í því ljósi sannarlega leitast við að skerpa verulega á því sem greinir þau hvert frá öðru og freista þess þannig að fanga athygli og hylli kjósenda. Og í sumum tilvikum að halda jafnvel einhverju fram sem er ekki alls kostar rétt, en er bara í svo ómótstæðilega góðu samræmi við það sem viðkomandi vildi að væri rétt. Lítt raunhæfar vangaveltur um að senn verði boðað til kosninga Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, hugnast að líkindum lítt að bæta metið í stystu forsætiráðherratíð Íslandssögunnar. Keppnisskap þessa stjórnmálamanns sem kosinn var til þings 2021 með fleiri atkvæðum en nokkur annar sitjandi þingmaður veit á allt annað. Sömuleiðis er rétt að benda þeim á sem spá stjórnarsamstarfinu örgu, að stöku skeytasendingar innan þessarar ríkisstjórnar eiga sér eðlilegar skýringar: Eftir heila sjö ára sambúð er sjö ára kláðinn alkunni tekinn að læðast aftan að sumum, rétt eins og gerist í fjölmörgum samböndum án þess að slíkt þurfa að kalla á skilnað. Og sjö ár í sömu ríkisstjórn er heillangur tími – ekki síst þegar mjög svo ólíkir flokkar eiga í hlut. Stóru E-in þrjú kunnu að orða það Við í Flokki fólksins höldum fast við okkar grunnstefnu um að afmá þann smánarblett af samfélaginu sem við hljótum öll að skammast okkar fyrir: Að hér skuli fátækum fjölga á sama tíma og ríkidæmi Íslands hefur aldrei verið meira. Það kostar liðlega 40 milljarða að skera þau 10% landsmanna sem hér um ræðir úr viðvarandi fátækrafjötrum. Orð Einars Benediktssonar skáldmærings eiga hér vel við : „Vilji er allt sem þarf“. Og nafni hans Einar Benediktsson Sykurmoli bætti við: „Málið er ekki að geta, heldur að gera!“. 40 milljarða heildarpakki í samhengi 1600 milljarða fjárlaga ætti að vera auðleystur og fjármagnaður með hinu augljósa: Auðlindagjöldum – arðinum af auðlindunum okkar sameiginlegu. Þar er sannarlega nóg til, þó að ekki væri litið nema til hluta arðsins af einu fyrirtæki í sameiginlegri eigu þjóðarinnar - okkar gjöfulu Landsvirkjun. Arðinn af silfri hafsins, landeldinu, hugverkunum, nýsköpuninni og öðru sem hér er í blóma munum við þurfa að nýta til að mæta áskorunum tengdum hækkandi lífaldri, fjölgun nýrra Íslendinga sem ekki hafa greitt hér í lífeyrissjóði og í aðra þá styrkingu og uppbyggingu innviða og samfélagsgæða sem óhjákvæmilega blasir við. Í þessu samhengi mætti vísa til orða sem oftar hafa hljómað úr munni meistara Egils Ólafssonar en nokkurs annars: „Engin vandamál, bara lausnir“. Gleðilegan þingvetur! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun