Viðbúinn átökum á Alþingi í vetur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2024 12:17 Birgir Ármannsson, forseti Alþingis á von á átökum í pólitíkinni framundan. Vísir/Vilhelm Það er viðbúið að átakavetur sé framundan í stjórnmálum að sögn forseta Alþingis, sem vonar þó að þingstörf fari fram með skikkanlegum hætti. Síðasti þingvetur fyrir alþingiskosningar hefst í dag þegar þing verður sett síðdegis. Yfir tvö hundruð mál eru á þingmálaskrá. Þingsetning hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö í dag og þá heldur dagskráin áfram í Alþingishúsinu upp úr klukkan tvö. „Þar flytur forseti íslands ávarp og síðan ég sem forseti þingsins. Að því búnu verður gert hlé fram til klukkan fjögur og í hléinu verður gestum athafnarinnar boðið til kaffisamsætis í nýja húsinu okkar Smiðju,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Þetta verður fyrsta setningarathöfn Alþingis sem nýr forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og nýr biskup, Guðrún Karls Helgudóttir, taka þátt í. „Það eru tímamót af mörgu tagi,“ segir Birgir. Hægt verður að fylgjast með þingsetningunni í beinu streymi á Vísi. Klukkan fjögur hefst þingfundur að nýju þar sem fjárlagafrumvarpi verður meðal annars dreift, og þingmönnum úthlutuð ný sæti í þingsal. „Þingmenn draga númer þar sem vísar til þess hvar þeir sitja þannig þingmenn skipta um sæti á hverju einasta hausti,“ segir Birgir. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli þegar þingfundur hefst að nýju klukkan fjögur. „Fólk hefur rétt á að mótmæla en við hins vegar látum það ekki trufla starf þingsins.“ Flokkarnir byrjaðir að hita upp fyrir kosningar Þá flytur forsætisráðherra stefnuræðu sína og fram fara umræður um hana annað kvöld. Yfir tvö hundruð mál eru á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem hefur verið dreift á Alþingi og á eftir að koma í ljós hve mörg þeirra mun takast að afgreiða. „Það er auðvitað þannig að síðasta þing fyrir kosningar er auðvitað oft átaka þing. Bæði er það þannig að ríkisstjórn leggur auðvitað kapp á að klára ákveðin mál sem að hún hefur á sinni stefnuskrá. Svo er það auðvitað þannig að stjórnmálaflokkarnir, hver fyrir sig, þeir eru byrjaðir að hita sig upp fyrir kosningar og ég á alveg von á því að það komi til með að koma fram í þingstörfunum. Ég vonast hins vegar til að við getum alla veganna lokið þeim málum sem nauðsynleg eru með skikkanlegum hætti,“ segir Birgir. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Þingsetning hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö í dag og þá heldur dagskráin áfram í Alþingishúsinu upp úr klukkan tvö. „Þar flytur forseti íslands ávarp og síðan ég sem forseti þingsins. Að því búnu verður gert hlé fram til klukkan fjögur og í hléinu verður gestum athafnarinnar boðið til kaffisamsætis í nýja húsinu okkar Smiðju,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Þetta verður fyrsta setningarathöfn Alþingis sem nýr forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og nýr biskup, Guðrún Karls Helgudóttir, taka þátt í. „Það eru tímamót af mörgu tagi,“ segir Birgir. Hægt verður að fylgjast með þingsetningunni í beinu streymi á Vísi. Klukkan fjögur hefst þingfundur að nýju þar sem fjárlagafrumvarpi verður meðal annars dreift, og þingmönnum úthlutuð ný sæti í þingsal. „Þingmenn draga númer þar sem vísar til þess hvar þeir sitja þannig þingmenn skipta um sæti á hverju einasta hausti,“ segir Birgir. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli þegar þingfundur hefst að nýju klukkan fjögur. „Fólk hefur rétt á að mótmæla en við hins vegar látum það ekki trufla starf þingsins.“ Flokkarnir byrjaðir að hita upp fyrir kosningar Þá flytur forsætisráðherra stefnuræðu sína og fram fara umræður um hana annað kvöld. Yfir tvö hundruð mál eru á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem hefur verið dreift á Alþingi og á eftir að koma í ljós hve mörg þeirra mun takast að afgreiða. „Það er auðvitað þannig að síðasta þing fyrir kosningar er auðvitað oft átaka þing. Bæði er það þannig að ríkisstjórn leggur auðvitað kapp á að klára ákveðin mál sem að hún hefur á sinni stefnuskrá. Svo er það auðvitað þannig að stjórnmálaflokkarnir, hver fyrir sig, þeir eru byrjaðir að hita sig upp fyrir kosningar og ég á alveg von á því að það komi til með að koma fram í þingstörfunum. Ég vonast hins vegar til að við getum alla veganna lokið þeim málum sem nauðsynleg eru með skikkanlegum hætti,“ segir Birgir.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira