Endurvekur misheppnuðustu útihátíð heims Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. september 2024 10:02 Skipuleggjendur Fyre Festival árið 2014, Billy McFarland til vinstri, Ja Rule fyrir miðju og Aisha Atkins til hægri ásamt vinum. Patrick McMullan/Getty Images Skipuleggjandi misheppnuðustu útihátíðar í heimi, Fyre Festival, skipuleggur nú endurkomu hátíðarinnar sem hann kallar Fyre II. Hann er enn á skilorði eftir að hafa verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir svik eftir þá síðustu. Fjárfestir sem lagði fé í þá fyrri varar hugsanlega fjárfesta við að taka þátt í gjörningnum. Sjö ár eru frá því að hátíðin fór fram á eyju í Bahamas eyjaklasanum. Hátíðin var sérsniðin að ríku og ungu fólki og var hún sérstaklega markaðssett sem lúxusvara. Þegar hátíðin fór fram kom á daginn að svo var ekki. Skipuleggjendur höfðu ekkert undirbúið sig og líktu gestir hátíðinni við flóttamannabúðir. Billy McFarland var aðalskipuleggjandi og hugmyndasmiður hátíðarinnar fyrir tíu árum. Með sér í lið fékk hann meðal annars rapparann Ja Rule sem baðst svo afsökunar á öllu saman. Með í liði voru einnig ofurfyrirsætur og áhrifavaldar líkt og Kendall Jenner sem sáu um að auglýsa hátíðina á samfélagsmiðlum. McFarland og skipulagning hátíðarinnar hefur verið umfjöllunarefni heimildarmynda streymisveita á borð við Netflix og Hulu. Hann var síðar dæmdur í sex ára fangelsi fyrir svik vegna hátíðarinnar enda þurftu gestir að punga út 1200 til 100 þúsund dölum fyrir að mæta á hátíðina þar sem þau voru svo án matar, vatns og gistingar. Dómari í málinu á sínum tíma sagði McFarland vera rað-svikahrapp sem hefði verið óheiðarlegur nánast allt sitt líf. Auglýsing fyrir hátíðina frá því í janúar 2017. Vilji snúa við blaðinu McFarland var sleppt úr fangelsi í mars 2022 en er enn á skilorði. Breska ríkisútvarpið hefur eftir fjárfestinum Andy King að hann gjaldi mikinn varhug við ráðagerðum McFarland. Hann hafi eytt einni milljón Bandaríkjadollara í hátíðina árið 2017 en ekki séð dollar af þeim peningi. „McFarland er þekktur fyrir mesta klúður menningarsögunnar og vill snúa við blaðinu. Ég er ekki viss um að hann sé að gera það á réttan hátt,“ segir King í samtali við BBC. McFarland hefur sagt að Fyre II muni fara fram í apríl á næsta ári, aftur í Bahamas eyjaklasanum. Stikla úr heimildarmynd Netflix um hátíðina sem haldin var 2017. McFarland segir að hátíðin verði að ganga upp og fullyrðir að hann hafi eytt ári í að skipuleggja hana. Hann hafi þegar selt hundrað miða í forsölu, á 499 dollara hvern eða því sem nemur rúmum sjötíu þúsund krónum. King segist hafa hitt McFarland fyrir nokkrum vikum þar sem þeir hafi rætt hátíðina. Hann óttast að kauði hafi ekki lært mikið í fangelsi þó hann sé hæfileikaríkur. „Hann er rosalega sjarmerandi og veit hvernig á að sannfæra fólk.“ Fjárfestirinn fullyrðir fullum fetum að Fyre II gæti orðið gríðarlega vel heppnuð hátíð. Með McFarland í stafni sé það hins vegar ómögulegt. „Ég sé fullt af rauðum flöggum, fullt af rauðum ljósum. Það hryggir mig.“ Karate bardagakappar en engir listamenn bókaðir McFarland segir að ódýrustu miðarnir á hátíðina á næsta ári muni kosta 1400 dali, eða því sem nemur tæpum tvö hundruð þúsund íslenskum krónum. Dýrustu miðarnir muni kosta 1,1 milljón Bandaríkjadollara, eða rétt rúmar 150 milljónir króna. Dýrasta pakkanum muni fylgja köfun, ferðalag á milli eyja í eyjaklasanum og lúxussnekkjur svo eitthvað sé nefnt. Hann segir að hátíðin muni verða mun meira en bara tónlistarhátíð. Þar verði líka hinir ýmsu viðburðir eins og til að mynda bardagagryfja þar sem karate kappar muni leika listir sínar. McFarland hefur viðurkennt að hann eigi enn eftir að bóka tónlistarmenn á hátíðina. Fyre-hátíðin Bandaríkin Tengdar fréttir Fangelsaður fyrir svik vegna Fyre-hátíðarinnar misheppnuðu Billy McFarland hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir svik varðandi Fyre-tónlistarhátíðina. 12. október 2018 08:12 Gestir Fyre-hátíðarinnar fá um sjö þúsund dala bætur hver Dómstóll í New York hefur dæmt að 277 einstaklingar sem ferðuðust til Bahamaeyja til að sækja Fyre-hátíðina árið 2017 skuli hver um sig fá greiddar sjö þúsund dala í sáttagreiðslu. Það samsvarar tæplega 900 þúsund krónum. 16. apríl 2021 11:36 Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50 Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira
Sjö ár eru frá því að hátíðin fór fram á eyju í Bahamas eyjaklasanum. Hátíðin var sérsniðin að ríku og ungu fólki og var hún sérstaklega markaðssett sem lúxusvara. Þegar hátíðin fór fram kom á daginn að svo var ekki. Skipuleggjendur höfðu ekkert undirbúið sig og líktu gestir hátíðinni við flóttamannabúðir. Billy McFarland var aðalskipuleggjandi og hugmyndasmiður hátíðarinnar fyrir tíu árum. Með sér í lið fékk hann meðal annars rapparann Ja Rule sem baðst svo afsökunar á öllu saman. Með í liði voru einnig ofurfyrirsætur og áhrifavaldar líkt og Kendall Jenner sem sáu um að auglýsa hátíðina á samfélagsmiðlum. McFarland og skipulagning hátíðarinnar hefur verið umfjöllunarefni heimildarmynda streymisveita á borð við Netflix og Hulu. Hann var síðar dæmdur í sex ára fangelsi fyrir svik vegna hátíðarinnar enda þurftu gestir að punga út 1200 til 100 þúsund dölum fyrir að mæta á hátíðina þar sem þau voru svo án matar, vatns og gistingar. Dómari í málinu á sínum tíma sagði McFarland vera rað-svikahrapp sem hefði verið óheiðarlegur nánast allt sitt líf. Auglýsing fyrir hátíðina frá því í janúar 2017. Vilji snúa við blaðinu McFarland var sleppt úr fangelsi í mars 2022 en er enn á skilorði. Breska ríkisútvarpið hefur eftir fjárfestinum Andy King að hann gjaldi mikinn varhug við ráðagerðum McFarland. Hann hafi eytt einni milljón Bandaríkjadollara í hátíðina árið 2017 en ekki séð dollar af þeim peningi. „McFarland er þekktur fyrir mesta klúður menningarsögunnar og vill snúa við blaðinu. Ég er ekki viss um að hann sé að gera það á réttan hátt,“ segir King í samtali við BBC. McFarland hefur sagt að Fyre II muni fara fram í apríl á næsta ári, aftur í Bahamas eyjaklasanum. Stikla úr heimildarmynd Netflix um hátíðina sem haldin var 2017. McFarland segir að hátíðin verði að ganga upp og fullyrðir að hann hafi eytt ári í að skipuleggja hana. Hann hafi þegar selt hundrað miða í forsölu, á 499 dollara hvern eða því sem nemur rúmum sjötíu þúsund krónum. King segist hafa hitt McFarland fyrir nokkrum vikum þar sem þeir hafi rætt hátíðina. Hann óttast að kauði hafi ekki lært mikið í fangelsi þó hann sé hæfileikaríkur. „Hann er rosalega sjarmerandi og veit hvernig á að sannfæra fólk.“ Fjárfestirinn fullyrðir fullum fetum að Fyre II gæti orðið gríðarlega vel heppnuð hátíð. Með McFarland í stafni sé það hins vegar ómögulegt. „Ég sé fullt af rauðum flöggum, fullt af rauðum ljósum. Það hryggir mig.“ Karate bardagakappar en engir listamenn bókaðir McFarland segir að ódýrustu miðarnir á hátíðina á næsta ári muni kosta 1400 dali, eða því sem nemur tæpum tvö hundruð þúsund íslenskum krónum. Dýrustu miðarnir muni kosta 1,1 milljón Bandaríkjadollara, eða rétt rúmar 150 milljónir króna. Dýrasta pakkanum muni fylgja köfun, ferðalag á milli eyja í eyjaklasanum og lúxussnekkjur svo eitthvað sé nefnt. Hann segir að hátíðin muni verða mun meira en bara tónlistarhátíð. Þar verði líka hinir ýmsu viðburðir eins og til að mynda bardagagryfja þar sem karate kappar muni leika listir sínar. McFarland hefur viðurkennt að hann eigi enn eftir að bóka tónlistarmenn á hátíðina.
Fyre-hátíðin Bandaríkin Tengdar fréttir Fangelsaður fyrir svik vegna Fyre-hátíðarinnar misheppnuðu Billy McFarland hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir svik varðandi Fyre-tónlistarhátíðina. 12. október 2018 08:12 Gestir Fyre-hátíðarinnar fá um sjö þúsund dala bætur hver Dómstóll í New York hefur dæmt að 277 einstaklingar sem ferðuðust til Bahamaeyja til að sækja Fyre-hátíðina árið 2017 skuli hver um sig fá greiddar sjö þúsund dala í sáttagreiðslu. Það samsvarar tæplega 900 þúsund krónum. 16. apríl 2021 11:36 Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50 Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira
Fangelsaður fyrir svik vegna Fyre-hátíðarinnar misheppnuðu Billy McFarland hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir svik varðandi Fyre-tónlistarhátíðina. 12. október 2018 08:12
Gestir Fyre-hátíðarinnar fá um sjö þúsund dala bætur hver Dómstóll í New York hefur dæmt að 277 einstaklingar sem ferðuðust til Bahamaeyja til að sækja Fyre-hátíðina árið 2017 skuli hver um sig fá greiddar sjö þúsund dala í sáttagreiðslu. Það samsvarar tæplega 900 þúsund krónum. 16. apríl 2021 11:36
Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50