Ísland lagði Svartfjallaland 2-0 í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar á föstudaginn var. Þar sem það er stutt á milli leikja hefur Åge og teymi hans ákveðið að gera þrjár breytingar á byrjunarliðinu milli leikja.
Ákveðið hefur verið að skipta um báða bakverði, Guðlaugur Victor Pálsson kemur inn fyrir Alfons Sampsted og Kolbeinn Birgir Finnsson kemur inn fyrir Loga Tómasson. Þá kemur Andri Lucas Guðjohnsen inn í framlínuna í stað Orra Steins Óskarssonar.
👀 Byrjunarliðið gegn Tyrklandi!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 9, 2024
📺 Bein útsending, í opinni dagskrá, á Stöð 2 Sport kl. 18:45.
Our starting lineup against Turkey in the UEFA Nations League.#viðerumísland pic.twitter.com/MmwjTYC2EB
Leikur Tyrklands og Íslands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr, klukkan 18:15.