Lykillinn að sigri felist í samstöðu leikmanna: „Þetta verður barátta“ Aron Guðmundsson skrifar 9. september 2024 16:31 Andri Fannar Baldursson í leik með íslenska undir 21 árs landsliðinu Vísir/Hulda Margrét Andri Fannar Baldursson, miðjumaður íslenska undir 21 árs landsliðsins í fótbolta er bjartsýnn fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Wales í undankeppni EM á morgun þar sem að sigur kemur Íslandi í ansi veglega stöðu í riðlinum. Liðin mætast á Víkingsvelli á morgun í leik sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og mæta okkar strákar með fullt sjálfstraust í leikinn gegn Wales eftir frábæran sigur á landsliði Danmerkur á dögunum. „Við erum mjög ánægðir með þann leik,“ sagði Andri Fannar um leikinn gegn Dönum í samtali við Val Pál Eiríksson í dag. „Auðvitað margt sem við hefðum geta gert betur en einnig margt gott sem við getum tekið með okkur. Við erum allir mjög ánægðir með að hafa unnið Danina.“ Frammistaða sem gefur sjálfstraust fyrir framhaldið? „Já klárlega. Við erum mjög spenntir fyrir leiknum á morgun og ætlum að gera enn betur. Ná í þrjú stig.“ „Þetta var mjög sterkt fyrir okkur. Ef við ætlum að láta þennan sigur gegn Dönum telja þá bara verðum við að vinna á morgun. Við erum allir fullvissir um að sigur er það eina sem er í boði fyrir okkur. Fókusinn er allur á að gera vel á morgun.“ Andri er fullviss um að Ísland geti borið sigur úr býtum úr leiknum ef liðið spilar sinn leik. Sigur gegn Wales kemur Íslandi upp fyrir þá í riðlinum í annað sæti hið minnsta. „Þeir eru harðir í horn að taka,“ segir Andri Fannar um lið Wales. „Vinna mikið af seinni boltum og ég býst við því að það verði meiri fætingur heldur en á móti Dönum sem voru meira í því að reyna spila boltanum á jörðinni. Föst leikatriði verða því að telja hjá okkur á morgun. Það verður að vera kveikt á okkur í þannig stöðum. Og ef við vinnum einvígin okkar, þá hef ég engar áhyggjur af þessu.“ Þurfið þið þá að nálgast leikinn eitthvað öðruvísi heldur en þið gerðum á móti Dönum? „Nei. Fyrst og fremst snýst þetta bara alltaf um okkur sjálfa. Að við höldum í okkar gildi. Svo þurfum við bara að aðlagast því hvernig Walesverjarnir spila. Þetta verður barátta. En ef við stöndum allir saman, bökkum hvorn annan upp, þá erum við að fara vinna þennan leik.“ Leikur Íslands og Wales í undankeppni EM undir 21 árs landsliða hefst klukkan hálf fimm á Víkingsvelli á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Sjá meira
Liðin mætast á Víkingsvelli á morgun í leik sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og mæta okkar strákar með fullt sjálfstraust í leikinn gegn Wales eftir frábæran sigur á landsliði Danmerkur á dögunum. „Við erum mjög ánægðir með þann leik,“ sagði Andri Fannar um leikinn gegn Dönum í samtali við Val Pál Eiríksson í dag. „Auðvitað margt sem við hefðum geta gert betur en einnig margt gott sem við getum tekið með okkur. Við erum allir mjög ánægðir með að hafa unnið Danina.“ Frammistaða sem gefur sjálfstraust fyrir framhaldið? „Já klárlega. Við erum mjög spenntir fyrir leiknum á morgun og ætlum að gera enn betur. Ná í þrjú stig.“ „Þetta var mjög sterkt fyrir okkur. Ef við ætlum að láta þennan sigur gegn Dönum telja þá bara verðum við að vinna á morgun. Við erum allir fullvissir um að sigur er það eina sem er í boði fyrir okkur. Fókusinn er allur á að gera vel á morgun.“ Andri er fullviss um að Ísland geti borið sigur úr býtum úr leiknum ef liðið spilar sinn leik. Sigur gegn Wales kemur Íslandi upp fyrir þá í riðlinum í annað sæti hið minnsta. „Þeir eru harðir í horn að taka,“ segir Andri Fannar um lið Wales. „Vinna mikið af seinni boltum og ég býst við því að það verði meiri fætingur heldur en á móti Dönum sem voru meira í því að reyna spila boltanum á jörðinni. Föst leikatriði verða því að telja hjá okkur á morgun. Það verður að vera kveikt á okkur í þannig stöðum. Og ef við vinnum einvígin okkar, þá hef ég engar áhyggjur af þessu.“ Þurfið þið þá að nálgast leikinn eitthvað öðruvísi heldur en þið gerðum á móti Dönum? „Nei. Fyrst og fremst snýst þetta bara alltaf um okkur sjálfa. Að við höldum í okkar gildi. Svo þurfum við bara að aðlagast því hvernig Walesverjarnir spila. Þetta verður barátta. En ef við stöndum allir saman, bökkum hvorn annan upp, þá erum við að fara vinna þennan leik.“ Leikur Íslands og Wales í undankeppni EM undir 21 árs landsliða hefst klukkan hálf fimm á Víkingsvelli á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Sjá meira