Lykillinn að sigri felist í samstöðu leikmanna: „Þetta verður barátta“ Aron Guðmundsson skrifar 9. september 2024 16:31 Andri Fannar Baldursson í leik með íslenska undir 21 árs landsliðinu Vísir/Hulda Margrét Andri Fannar Baldursson, miðjumaður íslenska undir 21 árs landsliðsins í fótbolta er bjartsýnn fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Wales í undankeppni EM á morgun þar sem að sigur kemur Íslandi í ansi veglega stöðu í riðlinum. Liðin mætast á Víkingsvelli á morgun í leik sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og mæta okkar strákar með fullt sjálfstraust í leikinn gegn Wales eftir frábæran sigur á landsliði Danmerkur á dögunum. „Við erum mjög ánægðir með þann leik,“ sagði Andri Fannar um leikinn gegn Dönum í samtali við Val Pál Eiríksson í dag. „Auðvitað margt sem við hefðum geta gert betur en einnig margt gott sem við getum tekið með okkur. Við erum allir mjög ánægðir með að hafa unnið Danina.“ Frammistaða sem gefur sjálfstraust fyrir framhaldið? „Já klárlega. Við erum mjög spenntir fyrir leiknum á morgun og ætlum að gera enn betur. Ná í þrjú stig.“ „Þetta var mjög sterkt fyrir okkur. Ef við ætlum að láta þennan sigur gegn Dönum telja þá bara verðum við að vinna á morgun. Við erum allir fullvissir um að sigur er það eina sem er í boði fyrir okkur. Fókusinn er allur á að gera vel á morgun.“ Andri er fullviss um að Ísland geti borið sigur úr býtum úr leiknum ef liðið spilar sinn leik. Sigur gegn Wales kemur Íslandi upp fyrir þá í riðlinum í annað sæti hið minnsta. „Þeir eru harðir í horn að taka,“ segir Andri Fannar um lið Wales. „Vinna mikið af seinni boltum og ég býst við því að það verði meiri fætingur heldur en á móti Dönum sem voru meira í því að reyna spila boltanum á jörðinni. Föst leikatriði verða því að telja hjá okkur á morgun. Það verður að vera kveikt á okkur í þannig stöðum. Og ef við vinnum einvígin okkar, þá hef ég engar áhyggjur af þessu.“ Þurfið þið þá að nálgast leikinn eitthvað öðruvísi heldur en þið gerðum á móti Dönum? „Nei. Fyrst og fremst snýst þetta bara alltaf um okkur sjálfa. Að við höldum í okkar gildi. Svo þurfum við bara að aðlagast því hvernig Walesverjarnir spila. Þetta verður barátta. En ef við stöndum allir saman, bökkum hvorn annan upp, þá erum við að fara vinna þennan leik.“ Leikur Íslands og Wales í undankeppni EM undir 21 árs landsliða hefst klukkan hálf fimm á Víkingsvelli á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Liðin mætast á Víkingsvelli á morgun í leik sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og mæta okkar strákar með fullt sjálfstraust í leikinn gegn Wales eftir frábæran sigur á landsliði Danmerkur á dögunum. „Við erum mjög ánægðir með þann leik,“ sagði Andri Fannar um leikinn gegn Dönum í samtali við Val Pál Eiríksson í dag. „Auðvitað margt sem við hefðum geta gert betur en einnig margt gott sem við getum tekið með okkur. Við erum allir mjög ánægðir með að hafa unnið Danina.“ Frammistaða sem gefur sjálfstraust fyrir framhaldið? „Já klárlega. Við erum mjög spenntir fyrir leiknum á morgun og ætlum að gera enn betur. Ná í þrjú stig.“ „Þetta var mjög sterkt fyrir okkur. Ef við ætlum að láta þennan sigur gegn Dönum telja þá bara verðum við að vinna á morgun. Við erum allir fullvissir um að sigur er það eina sem er í boði fyrir okkur. Fókusinn er allur á að gera vel á morgun.“ Andri er fullviss um að Ísland geti borið sigur úr býtum úr leiknum ef liðið spilar sinn leik. Sigur gegn Wales kemur Íslandi upp fyrir þá í riðlinum í annað sæti hið minnsta. „Þeir eru harðir í horn að taka,“ segir Andri Fannar um lið Wales. „Vinna mikið af seinni boltum og ég býst við því að það verði meiri fætingur heldur en á móti Dönum sem voru meira í því að reyna spila boltanum á jörðinni. Föst leikatriði verða því að telja hjá okkur á morgun. Það verður að vera kveikt á okkur í þannig stöðum. Og ef við vinnum einvígin okkar, þá hef ég engar áhyggjur af þessu.“ Þurfið þið þá að nálgast leikinn eitthvað öðruvísi heldur en þið gerðum á móti Dönum? „Nei. Fyrst og fremst snýst þetta bara alltaf um okkur sjálfa. Að við höldum í okkar gildi. Svo þurfum við bara að aðlagast því hvernig Walesverjarnir spila. Þetta verður barátta. En ef við stöndum allir saman, bökkum hvorn annan upp, þá erum við að fara vinna þennan leik.“ Leikur Íslands og Wales í undankeppni EM undir 21 árs landsliða hefst klukkan hálf fimm á Víkingsvelli á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira