Hundamatur í uppáhaldi hjá æðarfugli á Akranesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. september 2024 20:06 Dalrós Líf Richter á Akranesi og æðarfuglinn Dúdú, sem eru perluvinir enda hugsar Dalrós einstaklega vel um fuglinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Yndislegt samband hefur skapast á milli unglingsstúlku á Akranesi og fjörutíu og fimm daga æðarfugls, sem stelpan hefur tekið að sér. Fuglinn, sem heitir Dúdú elskar mest af öllu hundamat og mjölorma. Í húsinu við Skagabraut 15 býr Dalrós Líf með fjölskyldu sinni og dýrunum á heimilinu en þar er meðal annars hundur, köttur og nokkrar hænur út í garði. En nú er það æðarfuglinn Dúdú sem á allan hug Dalrósar og fjölskyldu en hún bjargaði honum úr eggi í hreiðri, sem mamma hans hafði yfirgefið. „Hann vill ekkert fara frá mér, ég er búin að reyna að sleppa honum. Hann elskar mig og manneskjur en ekki dýr,” segir Dalrós Líf og bætir við. „Ég fer út á sjó og læt hann synda, fer svo út á bryggju, þar hoppar hann stundum sjálfur út í á meðan ég er að veiða mat fyrir hann eða eitthvað þannig.” Dúdú er mjög hrifin af hundamatnum á heimilinu þó hann sé fyrst og fremst ætlaður hundinum sjálfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalrós fer líka oft með Dúdú út í garð þar sem hann fær að leika sér og svo fara þau stundum út að ganga saman og vekja þá alltaf mikla athygli á Akranesi. En hvað fær hann að borða hjá þér? „Á meðan þeir eru að vaxa þá þurfa þeir að borða tvisvar sinnum líkamsþyngd sína á degi. Hann borðar rækjur, síli, þorska, marflær, sjávarsnigla, krabba, skelfiskur. Hann er líka alltaf að stelast í hundamat og svo er ég farin að rækta mjölorma fyrir hann.” Mamma Dalrósar, Jóhanna Kristín Þorsteinsdóttir, segir að hún hafi alltaf haft mjög mikill áhuga á öllum dýrum og því komi henni ekkert á óvart við það að hún hafi tekið Dúdú að sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalrós segir heilmikla vinnu að hugsa um Dúdú, hann skíti til dæmis tuttugu sinnum á hverjum klukkutíma enda sé hún endalaust að þrífa eftir hann. Hún veit ekki enn hvort fuglinn er karlkyns eða kvenkyns. „Ef hann verður strákur þá á hann að heita Kappi af því að hann er alltaf að synda og er svona sundkappi en ef það er stelpa þá er það Glytta af því að honum finnst svakalega gaman að synda í gegnum marglyttur,” segir Dalrós. Og Dúdú fer meira að segja reglulega í sturtu á Skagabrautinni og finnst það mjög, mjög gaman. Þetta er svolítið sérstakur fugl? „Já, mjög svo, ég held að hann sé bara með jafn mikið ADHD og ég,” segir Dalrós hlæjandi um leið og hún gefur Dúdú gott knús. Dúdú finnst mjög gaman að fara í sturtu og láta vatnið sprautast yfir sig.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akranes Fuglar Dýr Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Í húsinu við Skagabraut 15 býr Dalrós Líf með fjölskyldu sinni og dýrunum á heimilinu en þar er meðal annars hundur, köttur og nokkrar hænur út í garði. En nú er það æðarfuglinn Dúdú sem á allan hug Dalrósar og fjölskyldu en hún bjargaði honum úr eggi í hreiðri, sem mamma hans hafði yfirgefið. „Hann vill ekkert fara frá mér, ég er búin að reyna að sleppa honum. Hann elskar mig og manneskjur en ekki dýr,” segir Dalrós Líf og bætir við. „Ég fer út á sjó og læt hann synda, fer svo út á bryggju, þar hoppar hann stundum sjálfur út í á meðan ég er að veiða mat fyrir hann eða eitthvað þannig.” Dúdú er mjög hrifin af hundamatnum á heimilinu þó hann sé fyrst og fremst ætlaður hundinum sjálfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalrós fer líka oft með Dúdú út í garð þar sem hann fær að leika sér og svo fara þau stundum út að ganga saman og vekja þá alltaf mikla athygli á Akranesi. En hvað fær hann að borða hjá þér? „Á meðan þeir eru að vaxa þá þurfa þeir að borða tvisvar sinnum líkamsþyngd sína á degi. Hann borðar rækjur, síli, þorska, marflær, sjávarsnigla, krabba, skelfiskur. Hann er líka alltaf að stelast í hundamat og svo er ég farin að rækta mjölorma fyrir hann.” Mamma Dalrósar, Jóhanna Kristín Þorsteinsdóttir, segir að hún hafi alltaf haft mjög mikill áhuga á öllum dýrum og því komi henni ekkert á óvart við það að hún hafi tekið Dúdú að sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalrós segir heilmikla vinnu að hugsa um Dúdú, hann skíti til dæmis tuttugu sinnum á hverjum klukkutíma enda sé hún endalaust að þrífa eftir hann. Hún veit ekki enn hvort fuglinn er karlkyns eða kvenkyns. „Ef hann verður strákur þá á hann að heita Kappi af því að hann er alltaf að synda og er svona sundkappi en ef það er stelpa þá er það Glytta af því að honum finnst svakalega gaman að synda í gegnum marglyttur,” segir Dalrós. Og Dúdú fer meira að segja reglulega í sturtu á Skagabrautinni og finnst það mjög, mjög gaman. Þetta er svolítið sérstakur fugl? „Já, mjög svo, ég held að hann sé bara með jafn mikið ADHD og ég,” segir Dalrós hlæjandi um leið og hún gefur Dúdú gott knús. Dúdú finnst mjög gaman að fara í sturtu og láta vatnið sprautast yfir sig.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akranes Fuglar Dýr Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira