Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2024 22:57 Aysenur Ezgi Eygi var 26 ára. AP Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að andlát bandarískrar konu sem skotin var til bana á Vesturbakkanum verði rannsakað ofan í kjölinn. Ísraelskir hermenn eru sagðir hafa skotið hana í höfuðið þar sem hún var stödd við friðsöm mótmæli. Vikuleg mótmæli gegn aukinni landtöku Ísraelsmanna á Vesturbakkanum fóru fram í grennd við bæinn Beita í gær. Aysenur Ezgi Eygi, bandarísk kona af tyrkneskum uppruna, var á meðal mótmælenda; hún hafði látið sig málefni Palestínu varða heima fyrir og gerði sér sérstaka ferð á vesturbakkann til að vera viðstödd mótmælin. Ísraelskir hermenn hófu skothríð á mótmælendur, að sögn sjónarvotta - og unga konan hafi fundist særð undir ólífutré. Hún var flutt með hraði á sjúkrahús. Ward Basalat, bráðalæknir í Beita, segir Egi hafa verið veitt bráðameðferð. Hún hafi fengið blóðþrýstingshækkandi lyf og tekist hafi að flytja hana á Rafidia-sjúkrahúsið á Vesturbakkanum. „En því miður var hún með alvarlega heilablæðingu. Læknateymið gerði allt sem hægt var áður en hún lést,“ er haft eftir Basalat. Sendi heimsbyggðinni ákall Fjölskylda konunnar er harmi slegin og kallar eftir óháðri rannsókn á andláti hennar. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig kallað eftir rannsókn á atvikinu og segja að einhverja verði að draga til ábyrgðar. Þá skutu ísraelskir hermenn þrettán ára stúlku til bana á svipuðum slóðum í gær. Ghassan Daghlas bæjarstjóri í Nablus hélt eldræðu yfir líkum stúlkunnar og bandarísku konunnar í dag, þar sem hann sendi heimsbyggðinni ákall. „Við hvetjum allan heiminn til að stöðva stríðsæðið í Palestínu. Byssukúlur gera ekki greinarmun á aðgerðasinna eða palestínskri stúlku. Við segjum öllum heiminum að það sé kominn tími til að binda enda á þetta sturlaða stríð gegn Palestínumönnum, morð á börnum og eyðileggingu á moskum, kirkjum, skólum og spítölum,“ sagði Daghlas. Þá héldu loftárásir Ísraelsmanna áfram á Gasa. Að minnsta kosti þrettán Palestínumenn létust og fimmtán særðust í árásum á skóla og íbúðarhús. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Sjá meira
Vikuleg mótmæli gegn aukinni landtöku Ísraelsmanna á Vesturbakkanum fóru fram í grennd við bæinn Beita í gær. Aysenur Ezgi Eygi, bandarísk kona af tyrkneskum uppruna, var á meðal mótmælenda; hún hafði látið sig málefni Palestínu varða heima fyrir og gerði sér sérstaka ferð á vesturbakkann til að vera viðstödd mótmælin. Ísraelskir hermenn hófu skothríð á mótmælendur, að sögn sjónarvotta - og unga konan hafi fundist særð undir ólífutré. Hún var flutt með hraði á sjúkrahús. Ward Basalat, bráðalæknir í Beita, segir Egi hafa verið veitt bráðameðferð. Hún hafi fengið blóðþrýstingshækkandi lyf og tekist hafi að flytja hana á Rafidia-sjúkrahúsið á Vesturbakkanum. „En því miður var hún með alvarlega heilablæðingu. Læknateymið gerði allt sem hægt var áður en hún lést,“ er haft eftir Basalat. Sendi heimsbyggðinni ákall Fjölskylda konunnar er harmi slegin og kallar eftir óháðri rannsókn á andláti hennar. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig kallað eftir rannsókn á atvikinu og segja að einhverja verði að draga til ábyrgðar. Þá skutu ísraelskir hermenn þrettán ára stúlku til bana á svipuðum slóðum í gær. Ghassan Daghlas bæjarstjóri í Nablus hélt eldræðu yfir líkum stúlkunnar og bandarísku konunnar í dag, þar sem hann sendi heimsbyggðinni ákall. „Við hvetjum allan heiminn til að stöðva stríðsæðið í Palestínu. Byssukúlur gera ekki greinarmun á aðgerðasinna eða palestínskri stúlku. Við segjum öllum heiminum að það sé kominn tími til að binda enda á þetta sturlaða stríð gegn Palestínumönnum, morð á börnum og eyðileggingu á moskum, kirkjum, skólum og spítölum,“ sagði Daghlas. Þá héldu loftárásir Ísraelsmanna áfram á Gasa. Að minnsta kosti þrettán Palestínumenn létust og fimmtán særðust í árásum á skóla og íbúðarhús.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Sjá meira