Drap 81 dýr á þremur tímum Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. september 2024 15:23 Lögregla fann riffla, haglabyssur og skammbyssur á vettvangi. Eftir að hafa leitað í húsbíl Vicente Arroyo fundust sjö skotvopn til viðbótar, þar á meðal ólöglegur AK-47 og um 2.000 skothylki og byssukúlur. AP Maður sem grunaður er um að hafa drepið 81 dýr í Norður-Kaliforníu, þar á meðal smáhesta, geitur, hænur og páfagauka, segist alsaklaus. Meðal fórnarlamba hans voru smáhestarnir Lucky, Princess og Estrella auk fjölda annarra. Hinn 39 ára Vicente Arroyo mætti í dómsal á fimmtudag eftir að lögregla Monterey-sýslu handtók hann á þriðjudagsmorgun vegna gruns um að hafa skotið dýrin í stíum, hesthúsum og búrum á lóð í þorpinu Prunedale í Kaliforníu. Samkvæmt dómskjölum er Arroyo ákærður fyrir að drepa fjórtán geitur, níu hænur, sjö endur, fimm kanínur, hamstur, 33 páfagauka og þrjá smáhesta sem hétu Lucky, Estrella og Princess. Að sögn lögreglu lifðu einhver dýranna af skotárásina en vegna alvarleika áverka þeirra þurfti samt að lóga þeim. Efast um að Arroyo sé heill á geði Arroyo bjó í húsbíl á vínekru við hliðina á lóðinni þar sem dýrin voru geymd. Ekki er enn vitað hvers vegna hann ákvað að drepa dýrin. William Pernik, lögfræðingur Arroyo, sagði að eftir að hafa rætt við skjólstæðing sinn og fjölskyldu hans hafi hann beðið dómarann um að framkvæmt yrði mat á geðheilbrigði Arroyo. „Við erum að eiga við einstakling sem hefur hlotið mjög alvarlegar ákærur og virðist ekki vera í réttu hugarástandi til að skilja málshöfðunina gegn sér,“ sagði Pernik í samtali við AP. Hann greindi einnig frá því að fjölskylda Arroyo hefði leitað til nokkurra geðheilbrigðisstofnana til að koma honum í hendur sérfræðinga en allt kom fyrir ekki. Dómarinn varð við beiðni lögfræðingsins um að framkvæmt yrði mat á Arroyo. „Hryllilegasta dýraníðsmál sem við höfum séð“ Lögregluyfirvöld í Monterey sögðust hafa fengið fjölda neyðarlínuhringinga upp úr þrjú aðfaranótt þriðjudags um að verið væri að hleypa af skotum í þorpinu Prunedal sem er þrettán kílómetra frá borginni Salinas. Eftir að lögregla mætti á svæðið var SWAT-teymi Monterey-sýslu kallað til og var Arroyo handtekinn í kjölfarið án nokkurrar mótspyrnu. Mynd af skothylkjum og byssukúlum sem fundust í húsbíl Arroyo.AP Lögregla fann átta skotvopn, þar á meðal riffla, haglabyssur og skammbyssur, á vettvangi og eftir að hafa leitað í húsbíl Arroyo þá fundust sjö skotvopn til viðbótar, þar á meðal ólöglegur AK-47 og um 2.000 skothylki og byssukúlur. Arroyo hefur verið ákærður í mörgum ákæruliðum, þar á meðal fyrir dýraníð, fyrir að hleypa af byssu af vítaverðu gáleysi, skemmdarverk og glæpsamlegar hótanir. „Þetta er augljóslega hryllilegasta dýraníðsmál sem við höfum séð í þessari sýslu. Ég er viss um það,“ sagði Berkley Bannon umdæmissaksóknari við fjölmiðla á fimmtudag. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dýr Hestar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Hinn 39 ára Vicente Arroyo mætti í dómsal á fimmtudag eftir að lögregla Monterey-sýslu handtók hann á þriðjudagsmorgun vegna gruns um að hafa skotið dýrin í stíum, hesthúsum og búrum á lóð í þorpinu Prunedale í Kaliforníu. Samkvæmt dómskjölum er Arroyo ákærður fyrir að drepa fjórtán geitur, níu hænur, sjö endur, fimm kanínur, hamstur, 33 páfagauka og þrjá smáhesta sem hétu Lucky, Estrella og Princess. Að sögn lögreglu lifðu einhver dýranna af skotárásina en vegna alvarleika áverka þeirra þurfti samt að lóga þeim. Efast um að Arroyo sé heill á geði Arroyo bjó í húsbíl á vínekru við hliðina á lóðinni þar sem dýrin voru geymd. Ekki er enn vitað hvers vegna hann ákvað að drepa dýrin. William Pernik, lögfræðingur Arroyo, sagði að eftir að hafa rætt við skjólstæðing sinn og fjölskyldu hans hafi hann beðið dómarann um að framkvæmt yrði mat á geðheilbrigði Arroyo. „Við erum að eiga við einstakling sem hefur hlotið mjög alvarlegar ákærur og virðist ekki vera í réttu hugarástandi til að skilja málshöfðunina gegn sér,“ sagði Pernik í samtali við AP. Hann greindi einnig frá því að fjölskylda Arroyo hefði leitað til nokkurra geðheilbrigðisstofnana til að koma honum í hendur sérfræðinga en allt kom fyrir ekki. Dómarinn varð við beiðni lögfræðingsins um að framkvæmt yrði mat á Arroyo. „Hryllilegasta dýraníðsmál sem við höfum séð“ Lögregluyfirvöld í Monterey sögðust hafa fengið fjölda neyðarlínuhringinga upp úr þrjú aðfaranótt þriðjudags um að verið væri að hleypa af skotum í þorpinu Prunedal sem er þrettán kílómetra frá borginni Salinas. Eftir að lögregla mætti á svæðið var SWAT-teymi Monterey-sýslu kallað til og var Arroyo handtekinn í kjölfarið án nokkurrar mótspyrnu. Mynd af skothylkjum og byssukúlum sem fundust í húsbíl Arroyo.AP Lögregla fann átta skotvopn, þar á meðal riffla, haglabyssur og skammbyssur, á vettvangi og eftir að hafa leitað í húsbíl Arroyo þá fundust sjö skotvopn til viðbótar, þar á meðal ólöglegur AK-47 og um 2.000 skothylki og byssukúlur. Arroyo hefur verið ákærður í mörgum ákæruliðum, þar á meðal fyrir dýraníð, fyrir að hleypa af byssu af vítaverðu gáleysi, skemmdarverk og glæpsamlegar hótanir. „Þetta er augljóslega hryllilegasta dýraníðsmál sem við höfum séð í þessari sýslu. Ég er viss um það,“ sagði Berkley Bannon umdæmissaksóknari við fjölmiðla á fimmtudag.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dýr Hestar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira