Stjórnmálasamtök ávítuð fyrir vanskil á reikningum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. september 2024 11:43 Allir flokkar sem sitja á Alþingi í dag hafa skilað ársreikningi fyrir árið 2022. vísir/Vilhelm Aðeins 31,5 prósent þeirra stjórnmálaflokka eða samtaka sem sæti áttu á Alþingi eða buðu fram í kosningum til sveitastjórna árið 2022 hafa staðið skil á ársreikningum fyrir það ár. Mikill misbrestur hefur orðið á skilum ársreikninga stjórnmálasamtaka undanfarin ár. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Ríkisendurskoðunar sem var birt í dag. Fjöldi þeirra sem hafa skilað ársreikning fyrir árið 2022 er 22 en 50 samtök eða flokkar eiga enn eftir skila. Tíu mánuðir síðan að fresturinn rann út Samkvæmt lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka ber flokkum eða samtökum sem bjóða fram í kosningum til Alþingis eða sveitastjórna skylda til að skila reikningum sínum til stofnunarinnar fyrir 1. nóvember ár hvert fyrir síðastliðið ár. Eru því rúmlega tíu mánuðir síðan að fresturinn rann út. „Er þessi niðurstaða sérstaklega ámælisverð í ljósi þess að margir þeirra aðila sem ekki hafa staðið skil á uppgjörum hafa þegið fjármuni frá sveitarfélögum en það er skilyrði fyrir úthlutun á fé úr ríkissjóði og frá sveitarstjórnum að viðkomandi flokkar eða samtök hafi staðið skil á reikningum sínum til ríkisendurskoðanda,“ segir í tilkynningunni. Um 150 þáðu greiðslu frá sveitarfélögum Þess má geta að Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn, Píratar, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Vinstrihreyfing - Grænt framboð hafa allir skilað ársreikning fyrir árið 2022. Píratar skiluðu sínum ársreikning síðast eða 15. febrúar á þessu ári og Flokkur fólksins fyrst allra flokka 23. október 2023. Samfylkingin skilaði sínum ársreikning tveimur og hálfum mánuði eftir að fresturinn rann út. „Enn fremur er vakin athygli á að annað skilyrði fyrir úthlutun fjár úr ríkissjóði og frá sveitarstjórnum er að þeir flokkar eða samtök sem bjóða fram í kosningum til Alþingis eða sveitastjórna séu skráð sem stjórnmálasamtök hjá ríkisskattstjóra og séu birt á stjórnmálasamtakaskrá. Athygli vekur að aðeins 21 aðili er skráður á umrædda skrá í dag en samkvæmt upplýsingum Ríkisendurskoðunar þáðu um 150 aðilar greiðslur frá sveitarfélögum á árinu 2022.“ Alþingi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Ríkisendurskoðunar sem var birt í dag. Fjöldi þeirra sem hafa skilað ársreikning fyrir árið 2022 er 22 en 50 samtök eða flokkar eiga enn eftir skila. Tíu mánuðir síðan að fresturinn rann út Samkvæmt lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka ber flokkum eða samtökum sem bjóða fram í kosningum til Alþingis eða sveitastjórna skylda til að skila reikningum sínum til stofnunarinnar fyrir 1. nóvember ár hvert fyrir síðastliðið ár. Eru því rúmlega tíu mánuðir síðan að fresturinn rann út. „Er þessi niðurstaða sérstaklega ámælisverð í ljósi þess að margir þeirra aðila sem ekki hafa staðið skil á uppgjörum hafa þegið fjármuni frá sveitarfélögum en það er skilyrði fyrir úthlutun á fé úr ríkissjóði og frá sveitarstjórnum að viðkomandi flokkar eða samtök hafi staðið skil á reikningum sínum til ríkisendurskoðanda,“ segir í tilkynningunni. Um 150 þáðu greiðslu frá sveitarfélögum Þess má geta að Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn, Píratar, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Vinstrihreyfing - Grænt framboð hafa allir skilað ársreikning fyrir árið 2022. Píratar skiluðu sínum ársreikning síðast eða 15. febrúar á þessu ári og Flokkur fólksins fyrst allra flokka 23. október 2023. Samfylkingin skilaði sínum ársreikning tveimur og hálfum mánuði eftir að fresturinn rann út. „Enn fremur er vakin athygli á að annað skilyrði fyrir úthlutun fjár úr ríkissjóði og frá sveitarstjórnum er að þeir flokkar eða samtök sem bjóða fram í kosningum til Alþingis eða sveitastjórna séu skráð sem stjórnmálasamtök hjá ríkisskattstjóra og séu birt á stjórnmálasamtakaskrá. Athygli vekur að aðeins 21 aðili er skráður á umrædda skrá í dag en samkvæmt upplýsingum Ríkisendurskoðunar þáðu um 150 aðilar greiðslur frá sveitarfélögum á árinu 2022.“
Alþingi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira