Enn ein „lokatilraun“: Samkomulag sagt stranda á tveimur atriðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. september 2024 07:56 Það er erfitt að sjá fyrir sér að Netanyahu og Yahya Sinwar, pólitískan leiðtoga Hamas, komist að málamiðlun. AP Yfirvöld í Egyptalandi og Katar vinna nú að breytingum á tillögum um vopnahlé á Gasa og eiga í samráði við Bandaríkjamenn. Enn er talað um „lokatilraun“ til að brúa bilið milli Ísrael og Hamas. Samkvæmt umfjöllun New York Times strandar málið á tveimur atriðum; annars vegar fjölda gísla og fanga sem yrði sleppt, og hverjum yrði sleppt, og hins vegar hvort og þá hvenær Ísraelsmenn myndu hverfa frá svokölluðu „Philadelphi-hliði“, það er landamærum Gasa og Egyptalands. Ef marka má yfirlýsingar aðila í vikunni virðist samkomulag langsótt en Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ítrekaði í gær að Ísraelsmenn myndu ekki láta landamæraeftirlitið eftir. „Fólk segir: Ef þið verðið um kyrrt þá er það banabiti samkomlagsins. Ég segi: Slíkt samkomulag yrði okkur að aldurtila,“ sagði forsætisráðherrann. Forsvarsmenn Hamas segjast aldrei munu ganga að samkomulagi sem kveður á um áframhaldandi viðveru Ísraelshers á Gasa og hafa sakað Ísraelsmenn um að eyðileggja viljandi fyrir samningaviðræðunum. Samtökin hafa á sama tíma haldið áfram að ögra Ísraelum, bæði með því að myrða gísla og birta af þeim myndskeið. Ísraelsmenn hafa kallað þetta „sálfræðileg hryðjuverk“. Joe Biden Bandaríkjaforseti svaraði neitandi í vikunni þegar hann var spurður að því hvort honum þætti Netanyahu vera að gera nóg til að frelsa gíslana. Spurður um neitun Biden vísaði Netanyahu til yfirlýsinga utanríkisráðherrans Antony Blinken um lofsverða framgöngu Ísrael í viðræðunum. New York Times hefur eftir nokkrum heimildarmönnum innan bandaríska stjórnkerfisins að þeir telji Netanyahu hins vegar ekki einlægan þegar kemur að friðarviðræðunum; í raun og veru sé hann að tefja málið fram að kosningum í Bandaríkjunum, í þeirri von að Donald Trump komist til valda. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Katar Egyptaland Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun New York Times strandar málið á tveimur atriðum; annars vegar fjölda gísla og fanga sem yrði sleppt, og hverjum yrði sleppt, og hins vegar hvort og þá hvenær Ísraelsmenn myndu hverfa frá svokölluðu „Philadelphi-hliði“, það er landamærum Gasa og Egyptalands. Ef marka má yfirlýsingar aðila í vikunni virðist samkomulag langsótt en Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ítrekaði í gær að Ísraelsmenn myndu ekki láta landamæraeftirlitið eftir. „Fólk segir: Ef þið verðið um kyrrt þá er það banabiti samkomlagsins. Ég segi: Slíkt samkomulag yrði okkur að aldurtila,“ sagði forsætisráðherrann. Forsvarsmenn Hamas segjast aldrei munu ganga að samkomulagi sem kveður á um áframhaldandi viðveru Ísraelshers á Gasa og hafa sakað Ísraelsmenn um að eyðileggja viljandi fyrir samningaviðræðunum. Samtökin hafa á sama tíma haldið áfram að ögra Ísraelum, bæði með því að myrða gísla og birta af þeim myndskeið. Ísraelsmenn hafa kallað þetta „sálfræðileg hryðjuverk“. Joe Biden Bandaríkjaforseti svaraði neitandi í vikunni þegar hann var spurður að því hvort honum þætti Netanyahu vera að gera nóg til að frelsa gíslana. Spurður um neitun Biden vísaði Netanyahu til yfirlýsinga utanríkisráðherrans Antony Blinken um lofsverða framgöngu Ísrael í viðræðunum. New York Times hefur eftir nokkrum heimildarmönnum innan bandaríska stjórnkerfisins að þeir telji Netanyahu hins vegar ekki einlægan þegar kemur að friðarviðræðunum; í raun og veru sé hann að tefja málið fram að kosningum í Bandaríkjunum, í þeirri von að Donald Trump komist til valda.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Katar Egyptaland Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira