Innherji

Krónan gefur eftir þegar fjár­festar fóru að vinda ofan af fram­virkum stöðum

Hörður Ægisson skrifar
Þótt ferðaþjónustan sé í lítilsháttar mótbyr þá nefna sumir sérfræðingar á gjaldeyrismarkaði að allt tal um „hrun“ í atvinnugreininni fyrr á árinu hafi verið verulega ýkt, enda sýni hagtölur sem núna séu að birtast aðra mynd.
Þótt ferðaþjónustan sé í lítilsháttar mótbyr þá nefna sumir sérfræðingar á gjaldeyrismarkaði að allt tal um „hrun“ í atvinnugreininni fyrr á árinu hafi verið verulega ýkt, enda sýni hagtölur sem núna séu að birtast aðra mynd. Vilhelm Gunnarsson Vilhelm Gunnarsson

Þegar ljóst varð að væntingar um að gjaldeyrisinnstreymi samtímis háönn ferðaþjónustunnar myndi ýta undir gengisstyrkingu krónunnar væru ekki að raungerast fóru fjárfestar að vinda ofan af framvirkum stöðum sínum um tugi milljarða á nokkrum vikum. Lokanir á þeim stöðum með krónunni hafa átt mestan þátt í því að hún hefur núna ekki verið lægri gagnvart evru í næstum eitt ár, að sögn gjaldeyrismiðlara, og sé líklega búin að færast á nýtt jafnvægisgildi en viðskiptahalli þjóðarbúsins jókst verulega á milli ára á fyrri árshelmingi.


Tengdar fréttir

Á­hyggju­efni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðla­bankarnir lækka vexti

Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri.

Dvínandi á­hugi er­lendra sjóða á ís­lenskum ríkis­bréfum þrátt fyrir háa vexti

Þrátt fyrir tiltölulega háan vaxtamun við útlönd hefur fjármagnsinnflæði vegna kaupa erlendra fjárfesta á ríkisskuldabréfum stöðvast á undanförnum mánuðum eftir að hafa numið tugum milljarða króna á liðnum vetri. Gengi krónunnar hefur að sama skapi farið nokkuð lækkandi og ekki verið lægri gagnvart evrunni frá því undir árslok 2023.

Líf­eyris­sjóðir draga heldur úr gjald­eyris­kaupum sínum milli ára

Þrátt fyrir stórtæk gjaldeyriskaup lífeyrissjóða í maímánuði síðastliðnum, þau mestu í einum mánuði í tvö ár, þá dróst fjárfesting sjóðanna í erlendum gjaldmiðlum saman á fyrstu fimm mánuðum ársins en gengi krónunnar hélst afar stöðugt á því tímabili. Í byrjun ársins hækkaði hámark á gjaldeyriseignir lífeyrissjóðanna en þeir settu flestir hverjir sér þá stefnu að auka enn frekar vægi erlendra fjárfestinga í eignasöfnum sínum fyrir yfirstandandi ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×